Viðskipti innlent

167 milljarða skuldabréfavelta í maí

Heildarviðskipti með skuldabréf námu rúmum 166,9 milljörðum í síðasta mánuði sem samsvarar 8,8 milljarða veltu á dag. Í aprílmánuði nam veltan 10,2 milljörðum á dag, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Mest voru viðskipti með flokka ríkisbréfa, RIKB 19 0226 24,0 milljarðar og þá RIKB 10 1210 með 22,7 milljarðar. Alls námu viðskipti með ríkisbréf 110,0 milljörðum en viðskipti með íbúðarbréf námu 46,6 milljörðum

Í maímánuði var MP Banki með mestu hlutdeildina 28,4% (32,4% á árinu), Landsbanki með 23,9% (19,9% á árinu) og Íslandsbanki með 22,0% (23,4% á árinu).








Fleiri fréttir

Sjá meira


×