Viðskipti innlent

Auglýst eftir fólki - ekki hugmyndum

Um tvö hundruð manns mættu á kynningarfund um stuðning við íslenska nýsköpun í síðustu viku og hlýddu á fulltrúa helstu frumkvöðlafyrirtækja landsins lýsa reynslu sinni.
Um tvö hundruð manns mættu á kynningarfund um stuðning við íslenska nýsköpun í síðustu viku og hlýddu á fulltrúa helstu frumkvöðlafyrirtækja landsins lýsa reynslu sinni. Markaðurinn/GVA

„Það vantar ekki hugmyndir, heldur fólk til að gera þær að veruleika,“ segir Eyþór Ívar Jónsson, framkvæmdastjóri Klaks – nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins, sem rekur Viðskiptasmiðjuna í félagi við Háskólann í Reykjavík. Viðskiptasmiðjan gefur frumkvöðlum möguleika á að stofna ný fyrirtæki eða koma fyrirtækjum sínum á rétta braut.

Eyþór var á meðal þeirra forsvarsmanna nýsköpunarfyrirtækja sem kynntu starfsemi sína á árlegum kynningarfundi um stuðningsumhverfi nýsköpunar sem haldinn var í tilefni af evrópsku fyrirtækjavikunni (SME Week) á Grand Hótel í síðustu viku. Um tvö hundruð manns mættu á fundinn og hlýddu á fulltrúa nokkurra af helstu frumkvöðlafyrirtækjum landsins miðla af reynslu sinni. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×