Viðskipti innlent

Fyrsti dagur nýs bankastjóra Arion

Höskuldur H. Ólafsson var áður forstjóri Valitors.
Höskuldur H. Ólafsson var áður forstjóri Valitors.

Í dag fóru formlega fram bankastjóraskipti í Arion banka.

Finnur Sveinbjörnsson lét af starfi bankastjóra en við starfinu tók Höskuldur H. Ólafsson. Tilkynnt var um ráðninguna 23. apríl.

Höskuldur var forstjóri Valitors áður en hann tók við stjórnartaumum bankans í dag.

Finnur hefur gegnt starfi bankastjóra Arion banka, áður Nýja Kaupþing, frá október 2008 en fram að því var hann formaður skilanefndar gamla Kaupþings, segir í fréttatilkynningu.

Finnur tók við rekstri bankans á örlagaríkum tíma en hefur tekist að byggja bankann upp og skilar honum nú af sér í hendur nýs bankastjóra. Stjórn og starfsfólk Arion banka þakkar Finni vel unnin störf og óskar honum góðs gengis.

Stjórn og starfsfólk bjóða á sama tíma Höskuld H. Ólafsson innilega velkominn til starfa, segir í tilkynningunni.

Höskuldur er viðskiptafræðingur að mennt. Hann er kvæntur Sigríði Ólafsdóttur og eiga þau þrjú börn.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×