Viðskipti innlent

Hvetja lánþega til að sniðganga frumvarp Árna Páls

„Samtök lánþega telja að hag lánþega sé best borgið með því að sniðganga með öllu þau úrræði sem boðið er uppá í nýframlögðu frumvarpi félagsmálaráðherra, vilji svo ólíklega til að það verði samþykkt á Alþingi."

Þetta segir í yfirlýsingu frá Samtökum lánþega vegna nýframlagðs frumvarps félagsmálaráðherra, og eins vegna auglýsingaherferðar SP-fjármögnunar,

Í yfirlýsingunni segir að jafnframt benda Samtök lánþega viðskiptavinum SP-fjármögnunar á að bíða með allar skilmálabreytingar þar til réttarstaða lánþega liggur ljós fyrir eftir dóm Hæstaréttar, sem væntanlegur er innan þriggja vikna.

„Rök Samtaka lánþega fyrir andmælum sínum eru fyrst og fremst þau að með frumvarpi því sem félagsmálaráðherra hefur nú lagt fram, er gengisáhætta sem þegar hefur fallið á lánþega, fest á herðum lánþega, óháð öllum væntingum um sterkari gjaldmiðil.

Er því verulega vafasamt að þetta úrræði gagnist, jafnvel þó svo ólíklega vilji til að hæstiréttur dæmi að framangreind lán standist lög.

Sömu röksemdir eiga við um markaðsherferð SP-fjármögnunar hvar boðin er gulrót í formi lækkunar höfuðstóls og afborgana til skamms tíma.

Í ljósi aðstæðna, fyrirliggjandi dóms Hæstaréttar sem og væntinga á gjldeyrismarkaði, telja Samtök lánþega því einsýnt að hag allra þeirra sem berjast við stökkbreyttr afborganir gengistryggðra skuldbindinga, sé best borgið með því að bíða afstöðu hæstaréttar og meta þá stöðuna upp á nýtt.

Því hvetja Samtök lánþega skuldara gengistryggðra bílasamninga til að greiða ekki sé af þeim samningum fyrr en dómur fellur í Hæstarétti. Er sú hvatning sett fram til að verja hagsmuni lánþega komi til þess að Hæstiréttur dæmi lánin ólögleg," segir í yfirlýsingunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×