Koma þarf í veg fyrir markaðsmisnotkun 2. júní 2010 05:00 Vilhjálmur Bjarnason Lagaumgjörð sem í smíðum er og tekur á kauphallarstarfsemi gengur ekki nógu langt til að hún fái byggt undir traust á Kauphöllinni eftir allt sem aflaga hefur farið, að mati Vilhjálms Bjarnasonar, fjárfestis og lektors við viðskiptadeild Háskóla Íslands. Vilhjálmur er jafnframt framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta. „Það þarf að byrja á því að fara í gegn um hlutafélagalögin og athuga hvað það er sem gerir hlutabréf vonlaus á markaði," segir Vilhjálmur um hvað til þurfi að koma til að hér fái hlutabréfamarkaður þrifist með góðu móti á ný. Hann segir að tryggja þurfi betur jafnræði hluthafa og koma í veg fyrir markaðsmisnotkun. „Og það þarf að hætta ofurskattlagningu á sparifé," bætir hann við. Vilhjálmur segir að frumvarp sem nú er í meðförum Alþingis og snýr að minnihlutavernd og fleiri þáttum í lögum um hlutafélög, einkahlutafélög og um ársreikninga gangi ekki nógu langt í að verja rétt smærri hluthafa fyrirtækja. „Svo er sú staðreynd ein að hér hafi verið stunduð markaðsmisnotkun í fimm ár rannsóknarefni út af fyrir sig," segir hann og telur fásinnu að fara af stað með hlutabréfaviðskipti á ný fyrr en lokað hefur verið fyrir möguleika á slíku. „Við bætist svo að hluthafar lenda nú í veseni vegna auðlegðarskattsins. Og svo veit maður ekki hvar þessi tekjuskattur af arði á eftir að lenda. Ríkisstjórnin er að binda girðingar um það að menn kaupi nokkurn tímann." Þá þykir Vilhjálmi ekki gæfulegt að stefna að því að skrá Haga á markað með fyrrverandi eiganda, Jóhannes Jónsson, kenndan við Bónus, í stjórnarformannssætinu. „Það skortir enn þá allan trúverðugleika og stjórnvöld hafa ekki byggt hann upp." Annað sem Vilhjálmur bendir á er að Fjármálaeftirlitið hafi hingað til ekki talið hlutverk sitt að hafa eftirlit með brotum á hlutafélagalögum í skráðum félögum. „Skráð félög eru eftirlitslaus hvað varðar hlutafélagalög í kauphöll. Þau lög eru á einskis manns borði hvað eftirlit varðar." - óká Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Lagaumgjörð sem í smíðum er og tekur á kauphallarstarfsemi gengur ekki nógu langt til að hún fái byggt undir traust á Kauphöllinni eftir allt sem aflaga hefur farið, að mati Vilhjálms Bjarnasonar, fjárfestis og lektors við viðskiptadeild Háskóla Íslands. Vilhjálmur er jafnframt framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta. „Það þarf að byrja á því að fara í gegn um hlutafélagalögin og athuga hvað það er sem gerir hlutabréf vonlaus á markaði," segir Vilhjálmur um hvað til þurfi að koma til að hér fái hlutabréfamarkaður þrifist með góðu móti á ný. Hann segir að tryggja þurfi betur jafnræði hluthafa og koma í veg fyrir markaðsmisnotkun. „Og það þarf að hætta ofurskattlagningu á sparifé," bætir hann við. Vilhjálmur segir að frumvarp sem nú er í meðförum Alþingis og snýr að minnihlutavernd og fleiri þáttum í lögum um hlutafélög, einkahlutafélög og um ársreikninga gangi ekki nógu langt í að verja rétt smærri hluthafa fyrirtækja. „Svo er sú staðreynd ein að hér hafi verið stunduð markaðsmisnotkun í fimm ár rannsóknarefni út af fyrir sig," segir hann og telur fásinnu að fara af stað með hlutabréfaviðskipti á ný fyrr en lokað hefur verið fyrir möguleika á slíku. „Við bætist svo að hluthafar lenda nú í veseni vegna auðlegðarskattsins. Og svo veit maður ekki hvar þessi tekjuskattur af arði á eftir að lenda. Ríkisstjórnin er að binda girðingar um það að menn kaupi nokkurn tímann." Þá þykir Vilhjálmi ekki gæfulegt að stefna að því að skrá Haga á markað með fyrrverandi eiganda, Jóhannes Jónsson, kenndan við Bónus, í stjórnarformannssætinu. „Það skortir enn þá allan trúverðugleika og stjórnvöld hafa ekki byggt hann upp." Annað sem Vilhjálmur bendir á er að Fjármálaeftirlitið hafi hingað til ekki talið hlutverk sitt að hafa eftirlit með brotum á hlutafélagalögum í skráðum félögum. „Skráð félög eru eftirlitslaus hvað varðar hlutafélagalög í kauphöll. Þau lög eru á einskis manns borði hvað eftirlit varðar." - óká
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira