Koma þarf í veg fyrir markaðsmisnotkun 2. júní 2010 05:00 Vilhjálmur Bjarnason Lagaumgjörð sem í smíðum er og tekur á kauphallarstarfsemi gengur ekki nógu langt til að hún fái byggt undir traust á Kauphöllinni eftir allt sem aflaga hefur farið, að mati Vilhjálms Bjarnasonar, fjárfestis og lektors við viðskiptadeild Háskóla Íslands. Vilhjálmur er jafnframt framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta. „Það þarf að byrja á því að fara í gegn um hlutafélagalögin og athuga hvað það er sem gerir hlutabréf vonlaus á markaði," segir Vilhjálmur um hvað til þurfi að koma til að hér fái hlutabréfamarkaður þrifist með góðu móti á ný. Hann segir að tryggja þurfi betur jafnræði hluthafa og koma í veg fyrir markaðsmisnotkun. „Og það þarf að hætta ofurskattlagningu á sparifé," bætir hann við. Vilhjálmur segir að frumvarp sem nú er í meðförum Alþingis og snýr að minnihlutavernd og fleiri þáttum í lögum um hlutafélög, einkahlutafélög og um ársreikninga gangi ekki nógu langt í að verja rétt smærri hluthafa fyrirtækja. „Svo er sú staðreynd ein að hér hafi verið stunduð markaðsmisnotkun í fimm ár rannsóknarefni út af fyrir sig," segir hann og telur fásinnu að fara af stað með hlutabréfaviðskipti á ný fyrr en lokað hefur verið fyrir möguleika á slíku. „Við bætist svo að hluthafar lenda nú í veseni vegna auðlegðarskattsins. Og svo veit maður ekki hvar þessi tekjuskattur af arði á eftir að lenda. Ríkisstjórnin er að binda girðingar um það að menn kaupi nokkurn tímann." Þá þykir Vilhjálmi ekki gæfulegt að stefna að því að skrá Haga á markað með fyrrverandi eiganda, Jóhannes Jónsson, kenndan við Bónus, í stjórnarformannssætinu. „Það skortir enn þá allan trúverðugleika og stjórnvöld hafa ekki byggt hann upp." Annað sem Vilhjálmur bendir á er að Fjármálaeftirlitið hafi hingað til ekki talið hlutverk sitt að hafa eftirlit með brotum á hlutafélagalögum í skráðum félögum. „Skráð félög eru eftirlitslaus hvað varðar hlutafélagalög í kauphöll. Þau lög eru á einskis manns borði hvað eftirlit varðar." - óká Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Lagaumgjörð sem í smíðum er og tekur á kauphallarstarfsemi gengur ekki nógu langt til að hún fái byggt undir traust á Kauphöllinni eftir allt sem aflaga hefur farið, að mati Vilhjálms Bjarnasonar, fjárfestis og lektors við viðskiptadeild Háskóla Íslands. Vilhjálmur er jafnframt framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta. „Það þarf að byrja á því að fara í gegn um hlutafélagalögin og athuga hvað það er sem gerir hlutabréf vonlaus á markaði," segir Vilhjálmur um hvað til þurfi að koma til að hér fái hlutabréfamarkaður þrifist með góðu móti á ný. Hann segir að tryggja þurfi betur jafnræði hluthafa og koma í veg fyrir markaðsmisnotkun. „Og það þarf að hætta ofurskattlagningu á sparifé," bætir hann við. Vilhjálmur segir að frumvarp sem nú er í meðförum Alþingis og snýr að minnihlutavernd og fleiri þáttum í lögum um hlutafélög, einkahlutafélög og um ársreikninga gangi ekki nógu langt í að verja rétt smærri hluthafa fyrirtækja. „Svo er sú staðreynd ein að hér hafi verið stunduð markaðsmisnotkun í fimm ár rannsóknarefni út af fyrir sig," segir hann og telur fásinnu að fara af stað með hlutabréfaviðskipti á ný fyrr en lokað hefur verið fyrir möguleika á slíku. „Við bætist svo að hluthafar lenda nú í veseni vegna auðlegðarskattsins. Og svo veit maður ekki hvar þessi tekjuskattur af arði á eftir að lenda. Ríkisstjórnin er að binda girðingar um það að menn kaupi nokkurn tímann." Þá þykir Vilhjálmi ekki gæfulegt að stefna að því að skrá Haga á markað með fyrrverandi eiganda, Jóhannes Jónsson, kenndan við Bónus, í stjórnarformannssætinu. „Það skortir enn þá allan trúverðugleika og stjórnvöld hafa ekki byggt hann upp." Annað sem Vilhjálmur bendir á er að Fjármálaeftirlitið hafi hingað til ekki talið hlutverk sitt að hafa eftirlit með brotum á hlutafélagalögum í skráðum félögum. „Skráð félög eru eftirlitslaus hvað varðar hlutafélagalög í kauphöll. Þau lög eru á einskis manns borði hvað eftirlit varðar." - óká
Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira