Viðskipti innlent

Eik semur um að breyta skuldum í hlutafé

Stór hluti körfuhafa hjá Eik fasteignafélagi hefur fallist á skuldbreytingu krafna sinna í hlutafé. Þetta var talin líkleg niðurstaða úr samningaviðræðum sem staðið hafa yfir milli kröfuhafa og eigenda Eik.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að Eik fasteignafélag hefur skrifað undir rammasamkomulag við kröfuhafa sem eiga um 75% af óveðtryggðum kröfum í félagið miðað við áramótastöðu, að þeim kröfuhöfum undanskildum sem eru með víkjandi eða rekstrartengdar kröfur. Samkomulagið felur í sér skuldbreytingu krafna í hlutafé.

Rammasamkomulagið er með fyrirvara um samþykki annarra óveðtryggðra kröfuhafa, samþykki lánastofnana fyrir skuldbreytingu á veðlánum og áreiðanleikakönnun.

Eik fasteignafélag tapaði 1,2 milljörðum kr. á síðasta ári. Velta félagsins var rúmlega 1,7 milljarður króna, sem er 3% lækkun.

Þetta kom fram í tilkynningu um uppgjör ársins í lok apríl. Þar segir að heildareignir félagsins voru að andvirði 20 milljarðar króna. Handbært fé frá rekstri var 394 milljónir króna.

Í tilkynningunni í apríl var greint frá framangreindum samningaviðræðum og sagt að líkleg niðurstaða úr þeim viðræðum væri sú að óveðtryggðir kröfuhafar muni breyta kröfum sínum í hlutafé. Forráðamenn félagsins eru bjartsýnir á að samkomulag náist þar sem það eru ríkjandi hagsmunir aðila að félagið lendi ekki í greiðsluþroti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×