Selja erlendar eigur og kaupa íbúðabréf Óli Kristján Ármannsson skrifar 1. júní 2010 06:00 Kaupin kynnt Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða (LL), Arnar Sigurmundsson, formaður LL, Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri alþjóða- og markaðssviðs Seðlabankans. Fréttablaðið/GVA Um helgina náðist samkomulag um kaup 26 lífeyrissjóða á íbúðabréfum í eigu ríkissjóðs. Kaupin voru kynnt á blaðamannafundi í Seðlabanka Íslands í gærmorgun. Lífeyrissjóðirnir greiða fyrir í evrum sem nemur 88 milljörðum króna. Heildarnafnverð bréfanna er 90,2 milljarðar króna. Meðal annars er um að ræða bréf sem ríkissjóður og Seðlabankinn eignuðust með samningum við Seðlabanka Lúxemborgar og skiptastjóra Landsbankans í Lúxemborg 18. maí. Landsbankinn hafði áður sett bréfin inn í félagið Avens B.V. og notað sem veð fyrir lánum frá Seðlabankanum í Lúxemborg. Þá er um að ræða skuldabréf sem ríkissjóður og Seðlabankinn eignuðust í kjölfar bankahrunsins. „Þessi samningur er gerður í þeim tilgangi að styrkja gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri þegar kaupin voru kynnt. Fram kom í máli hans að stuttur aðdragandi hafi verið að kaupunum og að setið hafi verið við samningaborðið um helgina, meðan aðrir voru með hugann við sveitarstjórnarkosningar og Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Þegar Seðlabankinn kynnti samkomulagið við seðlabankann í Lúxemborg sagði Már að bréfin yrðu seld í opnu ferli þar sem ekkert lægi á. Í máli hans í gær kom fram að við nánari skoðun hafi það ekki reynst mögulegt, vegna skilmála sem setja hafi þurft og óvissu sem uppi væri um afhendingartíma bréfanna. Í máli Más kom fram að með samkomulaginu lækki bæði heildarskuldir og hreinar skuldir þjóðarbúsins um rúmlega 3,5 prósent af landsframleiðslu. Skuldir ríkissjóðs í erlendri mynt aukist hins vegar um sem nemi rúmlega 3,5 prósentum af landsframleiðslu. Á móti batnar gjaldeyrisstaða ríkissjóðs og Seðlabankans um sem nemur 5,5 prósentum af landsframleiðslu. „Með þessum viðskiptum má líta svo á að ríkissjóður hafi fjármagnað sig á kjörum sem jafngilda 0,75 prósenta föstum vöxtum til 15 ára,“ sagði seðlabankastjóri. Lífeyrissjóðirnir selja erlendar eignir og greiða 549 milljónir evra fyrir bréfin. Við það eykst gjaldeyrisforði Seðlabankans um 82 milljarða króna (512 milljónir evra) eða um 17 prósent. Salan fór fram í lokuðu útboði sem lauk sunnudaginn 30. maí. Öllum almennu lífeyrissjóðunum í landinu var boðin þátttaka. Þeir einir tóku ekki þátt sem ekki eiga erlendar eignir til að standa undir kaupunum. „Samkomulagið greiðir fyrir afnámi gjaldeyrishafta en undirstrikar um leið þann mikla styrk sem felst í því fyrir Ísland að hafa svo öfluga lífeyrissjóði sem raun ber vitni. Þeir hafa með þátttöku sinni lagt þungt lóð á vogaskálar þeirrar efnahagslegu endurreisnar sem nú stendur yfir hér á landi,“ sagði Már. Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Um helgina náðist samkomulag um kaup 26 lífeyrissjóða á íbúðabréfum í eigu ríkissjóðs. Kaupin voru kynnt á blaðamannafundi í Seðlabanka Íslands í gærmorgun. Lífeyrissjóðirnir greiða fyrir í evrum sem nemur 88 milljörðum króna. Heildarnafnverð bréfanna er 90,2 milljarðar króna. Meðal annars er um að ræða bréf sem ríkissjóður og Seðlabankinn eignuðust með samningum við Seðlabanka Lúxemborgar og skiptastjóra Landsbankans í Lúxemborg 18. maí. Landsbankinn hafði áður sett bréfin inn í félagið Avens B.V. og notað sem veð fyrir lánum frá Seðlabankanum í Lúxemborg. Þá er um að ræða skuldabréf sem ríkissjóður og Seðlabankinn eignuðust í kjölfar bankahrunsins. „Þessi samningur er gerður í þeim tilgangi að styrkja gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri þegar kaupin voru kynnt. Fram kom í máli hans að stuttur aðdragandi hafi verið að kaupunum og að setið hafi verið við samningaborðið um helgina, meðan aðrir voru með hugann við sveitarstjórnarkosningar og Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Þegar Seðlabankinn kynnti samkomulagið við seðlabankann í Lúxemborg sagði Már að bréfin yrðu seld í opnu ferli þar sem ekkert lægi á. Í máli hans í gær kom fram að við nánari skoðun hafi það ekki reynst mögulegt, vegna skilmála sem setja hafi þurft og óvissu sem uppi væri um afhendingartíma bréfanna. Í máli Más kom fram að með samkomulaginu lækki bæði heildarskuldir og hreinar skuldir þjóðarbúsins um rúmlega 3,5 prósent af landsframleiðslu. Skuldir ríkissjóðs í erlendri mynt aukist hins vegar um sem nemi rúmlega 3,5 prósentum af landsframleiðslu. Á móti batnar gjaldeyrisstaða ríkissjóðs og Seðlabankans um sem nemur 5,5 prósentum af landsframleiðslu. „Með þessum viðskiptum má líta svo á að ríkissjóður hafi fjármagnað sig á kjörum sem jafngilda 0,75 prósenta föstum vöxtum til 15 ára,“ sagði seðlabankastjóri. Lífeyrissjóðirnir selja erlendar eignir og greiða 549 milljónir evra fyrir bréfin. Við það eykst gjaldeyrisforði Seðlabankans um 82 milljarða króna (512 milljónir evra) eða um 17 prósent. Salan fór fram í lokuðu útboði sem lauk sunnudaginn 30. maí. Öllum almennu lífeyrissjóðunum í landinu var boðin þátttaka. Þeir einir tóku ekki þátt sem ekki eiga erlendar eignir til að standa undir kaupunum. „Samkomulagið greiðir fyrir afnámi gjaldeyrishafta en undirstrikar um leið þann mikla styrk sem felst í því fyrir Ísland að hafa svo öfluga lífeyrissjóði sem raun ber vitni. Þeir hafa með þátttöku sinni lagt þungt lóð á vogaskálar þeirrar efnahagslegu endurreisnar sem nú stendur yfir hér á landi,“ sagði Már.
Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent