Skyrið gæti orðið okkar parmaskinka Óli Kristján Ármannsson skrifar 2. júní 2010 06:00 Skyrdós Uppi eru ráðagerðir um að skyr, hangikjöt og önnur séríslensk matvæli fái lögverndun þannig að ekki megi kalla hvaða framleiðslu sem er þeim nöfnum. Er það svipuð leið og farin hefur verið á Ítalíu til að vernda vöruheitið parmaskinka og sömuleiðis hafa Frakkar búið svo um hnúta að þau vín ein má kalla kampavín, sem búin eru til eftir kúnstarinnar reglum í Champagne í Frakklandi. „Hvaða verðmæti felast í matarhefðum Íslendinga?“ er yfirskrift málþings sem Ítalsk-íslenska viðskiptaráðið, Slow Food samtökin og Matís, standa fyrir síðdegis í dag. Þar kynnir Eygló Björk Ólafsdóttir, fyrir hönd Slow Food Reykjavík, verkefni til kynningar á upprunalegum staðbundnum matvælum. Slow Food samtökin starfa víða um heim, en eru í grunninn ítölsk. Eygló segir að verið sé að opna á ákveðnar leiðir innan Evrópusamstarfsins til þess að vernda vöruheiti á borð við skyr eða hangikjöt. „Til eru bæði formlegar og óformlegar leiðir í þessa átt og hægt að slá ákveðna skjaldborg utan um þessar vörur,“ segir hún, en hluti af því sem unnið er að innan Slow Food er að skilgreina hvað skyr þurfi að hafa til þess að mega kallast skyr. „Til eru ýmsar fljótvirkar aðferðir sem notaðar eru í ýmsa framleiðslu í dag. Skyr.is á til dæmis lítið skylt við upprunalega mynd skyrsins,“ segir hún og kveður Slow Food nú vinna að því að skrásetja vinnsluaðferðir og gerð skyrs eins og það var áður fyrr og í upprunalegri mynd. Vinna á borð við þá sem ráðist hefur verið í í tengslum við skyrið segir hún að geti svo komið að gagni þegar að því kemur að fá alþjóðlega vernd á vöruna, en þar þurfi að koma til opinber afskipti, svo sem fyrir tilstilli Matís. „Það þarf bara að hrinda þessu í framkvæmd og kemur út úr úr þessu ákveðinn stimpill sem menn geta notað.“ Vottun á vinnsluaðferðir séríslenskra matvæla og uppruna segir Eygló svo geta bæði hjálpað til við útflutning vörunnar og við að laða ferðamenn til landsins. Þóra Valsdóttir, verkefnastjóri hjá Matís, segir vinnu við að vernda vöruheiti á borð við skyr tiltölulega skammt á veg komna. „Við erum í grunnpælingum enn þá. Fólk þarf að vera sammála um hvað er verið að fara fram á að fái vottun. En það er kominn saman hópur sem er að skoða þessi mál og vonandi hægt að ganga í þetta fljótlega,“ segir hún, en kveðst þó ekki treysta sér til að giska á hversu langan tíma þetta muni taka. Þóra segir vinnuferlið í Evrópuvottun matvæla byggja að hluta á að krafa um vottun „komi frá grasrótinni“ en síðan geti stofnanir á borð við Matís komið að málum. „En vonandi er þetta skref í þá átt að auka umræðu um málið og fá fyrirtæki og einstaklinga til að skoða hvort þetta sé eitthvað sem þeir vilja fara í,“ segir hún. Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Uppi eru ráðagerðir um að skyr, hangikjöt og önnur séríslensk matvæli fái lögverndun þannig að ekki megi kalla hvaða framleiðslu sem er þeim nöfnum. Er það svipuð leið og farin hefur verið á Ítalíu til að vernda vöruheitið parmaskinka og sömuleiðis hafa Frakkar búið svo um hnúta að þau vín ein má kalla kampavín, sem búin eru til eftir kúnstarinnar reglum í Champagne í Frakklandi. „Hvaða verðmæti felast í matarhefðum Íslendinga?“ er yfirskrift málþings sem Ítalsk-íslenska viðskiptaráðið, Slow Food samtökin og Matís, standa fyrir síðdegis í dag. Þar kynnir Eygló Björk Ólafsdóttir, fyrir hönd Slow Food Reykjavík, verkefni til kynningar á upprunalegum staðbundnum matvælum. Slow Food samtökin starfa víða um heim, en eru í grunninn ítölsk. Eygló segir að verið sé að opna á ákveðnar leiðir innan Evrópusamstarfsins til þess að vernda vöruheiti á borð við skyr eða hangikjöt. „Til eru bæði formlegar og óformlegar leiðir í þessa átt og hægt að slá ákveðna skjaldborg utan um þessar vörur,“ segir hún, en hluti af því sem unnið er að innan Slow Food er að skilgreina hvað skyr þurfi að hafa til þess að mega kallast skyr. „Til eru ýmsar fljótvirkar aðferðir sem notaðar eru í ýmsa framleiðslu í dag. Skyr.is á til dæmis lítið skylt við upprunalega mynd skyrsins,“ segir hún og kveður Slow Food nú vinna að því að skrásetja vinnsluaðferðir og gerð skyrs eins og það var áður fyrr og í upprunalegri mynd. Vinna á borð við þá sem ráðist hefur verið í í tengslum við skyrið segir hún að geti svo komið að gagni þegar að því kemur að fá alþjóðlega vernd á vöruna, en þar þurfi að koma til opinber afskipti, svo sem fyrir tilstilli Matís. „Það þarf bara að hrinda þessu í framkvæmd og kemur út úr úr þessu ákveðinn stimpill sem menn geta notað.“ Vottun á vinnsluaðferðir séríslenskra matvæla og uppruna segir Eygló svo geta bæði hjálpað til við útflutning vörunnar og við að laða ferðamenn til landsins. Þóra Valsdóttir, verkefnastjóri hjá Matís, segir vinnu við að vernda vöruheiti á borð við skyr tiltölulega skammt á veg komna. „Við erum í grunnpælingum enn þá. Fólk þarf að vera sammála um hvað er verið að fara fram á að fái vottun. En það er kominn saman hópur sem er að skoða þessi mál og vonandi hægt að ganga í þetta fljótlega,“ segir hún, en kveðst þó ekki treysta sér til að giska á hversu langan tíma þetta muni taka. Þóra segir vinnuferlið í Evrópuvottun matvæla byggja að hluta á að krafa um vottun „komi frá grasrótinni“ en síðan geti stofnanir á borð við Matís komið að málum. „En vonandi er þetta skref í þá átt að auka umræðu um málið og fá fyrirtæki og einstaklinga til að skoða hvort þetta sé eitthvað sem þeir vilja fara í,“ segir hún.
Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira