Fleiri fréttir Ný framkvæmdastjórn skipuð hjá Byr Síðastliðna daga og vikur hefur verið unnið að því að móta framtíð Byrs og er nýtt skipurit, ný framkvæmdastjórn og stefnumótun fyrir félagið liður í því starfi samkvæmt tilkynningu frá Byr. 10.6.2010 13:57 Vill sérstakan bankaskatt Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, segir stjórnvöld þurfa að brúa gríðarlega stórt fjárlagagat. Hann vill að settur verði tekjuskattur á fjármálastofnanir eða það sem hann kallar bankaskatt. Undanfarin ár hafi Íslendingar einkavætt hagnað fjármálatofnanna en ríkisvætt tap þeirra. Magnús telur brýnt að þessari þróun verði snúið við. 10.6.2010 13:12 Erlend staða þjóðarbúsins batnar um rúma 600 milljarða Erlend staða þjóðarbúsins er talsvert hagfelldari en bráðabirgðatölur Seðlabanka Íslands gáfu til kynna í byrjun þessa mánaðar. Þannig var hrein staða við útlönd að frátöldum innlánsstofnunum í slitameðferð neikvæð um 461 milljarða kr. í lok fyrsta ársfjórðungs 2010 í stað 1.082 milljarða kr. eins og fyrst var talið. Er hér um töluverðan mismun að ræða, eða sem nemur um 621 milljarða kr. 10.6.2010 11:56 Færeysk félög inn og út úr úrvalsvísitölunni Kauphöllin tilkynnti í dag niðurstöður endurskoðunar á OMX Iceland 6 úrvalsvísitölunni sem gerð er tvisvar á ári. Endurskoðuð samsetning tekur gildi 1. júlí 2010. 10.6.2010 11:51 Veltan í dagvöruversluninni jókst í maí Rannsóknarsetur verslunarinnar birti tölur um veltu í smásöluverslun í maí nú í morgun. Frá fyrri mánuði jókst veltan í dagvöruverslun um 7,6% á föstu verðlagi. 10.6.2010 11:47 Staða ríkissjóðs heldur áfram að versna Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins 2010 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu er handbært fé frá rekstri neikvætt um 11,1 milljarða kr. Tekjur reyndust 4,2 milljörðum kr. minni en í fyrra á meðan gjöldin jukust um 3,5 milljarða kr. Hreinn lánsfjárjöfnuður var neikvæður um 16,4 miljarða kr. sem er 3,9 milljarða kr. verri staða en á sama tíma í fyrra. 10.6.2010 10:17 Jón Ásgeir búinn að skila eignalistanum Jón Ásgeir Jóhannesson hefur skilað inn lista hjá breskum dómstólum sem inniheldur skrá yfir eignir hans. 10.6.2010 10:08 Hlutabréf BP ekki verið lægra skráð í 13 ár Hlutabréf í olíufélaginu BP hafa haldið áfram að lækka í verði í kauphöllinni í London í morgun. Nemur lækkunin 7% og bætist hún við rúmlega 15% lækkun á markaðinum í New York í gær. Hafa hlutabréfin ekki verið lægra skráð í 13 ár. 10.6.2010 10:00 Seðlabankinn hefur aðgang að 745 milljörðum í gjaldeyri Aðgangur Seðlabankans að gjaldeyri nemur um 745 milljarðar króna í augnablikinu. Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningar Arion banka. 10.6.2010 08:19 Sakar Kínverja um hunangsþvætti í Bandaríkjunum Bandarískur öldungardeildarþingmaður hefur ásakað kínversk stjórnvöld um hunangsþvætti, það er að Kínverjar flytji hunang sitt til Bandaríkjanna í gegnum þriðja aðila til að forðast tolla. 10.6.2010 07:18 Gjaldþrot Seðlabankans kostaði hálfa milljón á mann Heildarkostnaður ríkissjóðs af tæknilegu gjaldiþroti Seðlabankans og endurreisn gömlu bankanna nemur samtals 371 milljarði króna. 10.6.2010 06:56 Erum ekki að deyja úr þörf fyrir gjaldeyri „Samningurinn er rammi sem eykur tiltrú og er ákveðin traustsyfirlýsing,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri um tvíhliða gjaldmiðlaskiptasamning Seðlabanka Kína og Seðlabanka Íslands, sem skrifað var undir í gærmorgun. Hu Xiaolian aðstoðarseðlabankastjóri skrifaði undir fyrir kínverska bankann. 10.6.2010 06:00 Landsvirkjun er nú hjá Vodafone Landsvirkjun hefur samið við Vodafone um að annast alla almenna fjarskiptaþjónustu fyrir félagið og dótturfélögin Landsnet og Landsvirkjun Power næstu fjögur árin. Samningurinn var gerður að undangengnu fyrsta útboði Landsvirkjunar á fjarskiptaþjónustu fyrir félagið. 10.6.2010 02:00 Franski svikamiðlarinn: Hegðaði mér eins og algjör hálfviti Verðbréfamiðlari sem tapaði fyrir hönd franska bankans Société Générale 164,5 milljöðrum evra sagði við réttarhöld að hann hafi hagað sér eins og "algjör hálfviti", þegar hann hætti milljöðrum evra á hlutabréfamarkaði. 9.6.2010 21:46 Velta í smásöluverslun dróst saman í maí Velta í dagvöruverslun dróst saman um 3,7% á föstu verðlagi í maí miðað við sama mánuð í fyrra en jókst um 3,4% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum dróst velta dagvöruverslana saman í maí um 3,8% frá sama mánuði árið áður. Verð á dagvöru hækkaði um 7,4% á síðastliðnum 12 mánuðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar á Háskólanum á Bifröst. 9.6.2010 17:27 Mest verslað með Össur í Kauphöllinni Ekki var mikið um viðskipti í kauphöllinni í dag en mestu viðskiptin voru með bréf í Össuri eða fyrir rúmar 15 milljónir króna. 9.6.2010 16:55 GAMMA: Skuldabréfavísitalan lækkaði í dag Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,2% í dag í 19,3 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,2% í 3,2 ma. viðskiptum og GAMMAxi: 9.6.2010 16:38 Ólafur ÓIafsson segist ekki hafa brotið lög Ólafur Ólafsson, oft kenndur við Samskip, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings af kaupum Sheik Al-Thani á hlutabréfum í Kaupþingi. 9.6.2010 16:18 Virði útfluttra sjávarafurða 209 milljarðar árið 2009 Virði útfluttra sjávarafurða árið 2009 var 209 milljarðar króna sem er um 42% af heildarvirði alls útflutnings frá landinu samkvæmt skýrslu Íslandsbanka um sjávarútveg á Íslandi. Þar kemur einnig fram að boðuð fyrningarleið í sjávarútvegi muni hafa þungbær áhrif á greinina. 9.6.2010 15:55 Heildarskuldir ríkissjóðs eru 99% af landsframleiðslu Gríðarleg aukning hefur orðið á skuldum ríkissjóðs undanfarið eins og kunnugt er. Í lok fyrsta ársfjórðungs námu þær 1.536 milljörðum kr. sem er næstum þriðjungi hærri fjárhæð en á sama tíma árið 2008. Nema heildarskuldir ríkissjóðs nú um 99% af landsframleiðslu ársins en árið 2008 voru þær um 39% af landsframleiðslu. 9.6.2010 12:35 Kínasamningur hærri en nemur utanríkisviðskiptum landanna Fjárhæð gjaldmiðlaskiptasamningsins milli seðlabanka Íslands og Kína er hærri en sem nemur verðmæti utanríkisviðskipta landanna í fyrra. Á síðasta ári nam innflutningur á vörum frá Kína rúmum tuttugu milljörðum króna, eða um 5% af heildarinnflutningi. 9.6.2010 12:08 Leigusamningum fjölgaði í maí Í maí síðastliðnum var samtals 705 leigusamningum um íbúðarhúsnæði þinglýst. Þetta er nokkur fjölgun frá fyrri mánuði þegar 625 samningum var þinglýst. Þá er þetta nákvæmlega sami fjöldi leigusamninga og þinglýst var í sama mánuði fyrir ári síðan samkvæmt upplýsingum sem Fasteignaskrár Íslands hefur birt. 9.6.2010 11:08 Erlend staða Seðlabankans batnaði í maí Erlend staða Seðlabankans batnaði nokkuð í maí mánuði samanborið við apríl. Staðan batnaði um tæpa sjö milljaða kr. samkvæmt tölum sem birtar hafa verið á vefsíðu bankans. 9.6.2010 10:44 Kínasamningur styrkir ekki gjaldeyrisforðann beint Samningurinn Seðlabanka Íslands og Kína styrkri ekki gjaldreyrisforðann beint en mun greiða fyrir utanríkisviðskipti á milli Kína og Íslands. 9.6.2010 10:07 Landsvirkjun í samstarf við kínverskan verktaka og banka Viljayfirlýsing um samstarf á milli Landsvirkjunar annars vegar og China International Water & Electric Corporation (CWE) og Export-Import Bank of China (Exim Bank) hins vegar var undirrituð í morgun. 9.6.2010 09:59 Skipti hf. hagnast um 5,5 milljarða á sölu Sirus IT Skipti hf., móðurfélag Símans, hafa selt upplýsingatæknifyrirtækið Sirius IT sem er með starfsemi í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Kaupandi er norska upplýsingafyrirtækið Visma. Kaupverð er trúnaðarmál en með sölunni mun heildarhagnaður Skipta vegna fjárfestingarinnar í Sirius IT nema um 5,5 milljörðum íslenskra króna. 9.6.2010 09:49 Vaxandi áhyggjur af þjóðargjaldþroti Grikklands Þrír af hverjum fjórum fjárfestum og greinendum telja að þjóðargjaldþrot sé framundan hjá Grikklandi þar sem landið geti ekki staðið undir skuldum sínum. 9.6.2010 09:38 Samningurinn við Kínverja er upp á 66 milljarða Skrifað hefur verið undir tvíhliða gjaldmiðlaskiptasamning á milli Seðlabanka Kína og Seðlabanka Íslands hinn 9. júní 2010. Fjárhæð samningsins er 66 milljarðar króna eða 3,5 milljarðar kínverskra júan. 9.6.2010 09:21 Hallinn á rekstri hins opinbera eykst Á fyrsta ársfjórðungi ársins var hið opinbera var rekið með 24,2 milljarða króna tekjuhalla samanborið við 23,9 milljarða króna tekjuhalla á sama tíma 2009. 9.6.2010 09:02 Farþegum Icelandair fjölgaði milli ára í maí Farþegum á vegum Icelandair fjölgaði um 2% í maí miðað við sama mánuð í fyrra. Hefur farþegum félagsins fjölgað um 8% á fyrstu fimm mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. 9.6.2010 08:40 Kreppan dempar ekki ferðagleði Dana Kreppan í Danmörklu hefur ekki náð að dempa ferðagleði almennings þar í landi. Nú er uppselt í nær allar sólarlandaferðir sem danskar ferðaskrifstofur bjóða upp á í ár. 9.6.2010 07:29 BP stofnar sérstakan sjóð til að hreinsa upp eftir olíulekann Tony Hayward forstjóri BP olíufélagsins segir að öll olían sem kemur úr borholunni sem lekur á Mexíkóflóa muni renna í sérstakan sjóð. Sjóðnum er ætlað að standa undir kostnaði við hreinsun stranda þeirra ríkja sem verst hafa orðið fyrir barðinu á lekanum. 9.6.2010 07:27 Frakkland er dýrasta ferðamannaland heimsins Ný bresk könnun sýnir að Frakkland er dýrasta ferðamannaland heimsins fyrir breskan almenning. Ísland vermir níunda sætið á þeim lista 9.6.2010 07:18 Milljarða samningur við Seðlabanka Kína Seðlabankar Íslands og Kína kynna í dag gjaldeyrisskiptasamning sín á milli upp á nokkra tugi milljarða króna, samkvæmt heimildum blaðsins. 9.6.2010 06:00 AGS bannar ríkinu að taka lán í vegagerð Vegatollar verða innheimtir til að kosta tvöföldun Suðurlandsvegar, Vesturlandsvegar og Reykjanesbrautar á næstu fjórum árum verði frumvarp sem samgönguráðherra mælti fyrir á Alþingi í fyrrakvöld að lögum. 9.6.2010 05:30 Kjóll Díönu seldist á 36 milljónir Einn af kjólum Díönu prinsessu af Wales var seldur nýlega á uppboði í London á 192 þúsund pund. Upphæðin samsvarar um 36 milljónum íslenskra króna. Díana klæddist kjólnum þegar hún kom í fyrsta sinn opinberlega fram eftir að hún og Karl Bretaprins höfðu opinberað ást sína. Fyrirfram var búist við því að kjóllinn yrði seldur á um 30 – 50 þúsund pund. 8.6.2010 22:31 Northern Rock sker niður 650 stöðugildi Breski bankinn Northern Rock mundar nú niðurskurðarhnífinn og ætlar skera niður um 650 stöðugildi, segir í frétt Gurdian. 8.6.2010 20:08 Landsbankinn fer framhjá Kjararáði Landsbankinn hefur stofnað sérstakt félag utan um dótturfélög sín og kemst þannig hjá því að hlýta úrskurðum Kjararáðs og getur borgað framkvæmdastjórum hærri laun en ella. Fjármálaráðuneytið ætlar að taka málið upp við Bankasýslu ríkisins. 8.6.2010 18:32 VERT og Ó! sameinast VERT-markaðsstofa og auglýsingastofan Ó! hafa sameinast undir merkjum VERT-markaðsstofu, segir í tilkynningu sem birt er á vefsíðu VERT. VERT var stofnuð sumarið 2009 en auglýsingastofan Ó! var stofnuð 2003. 8.6.2010 17:36 Farþegum Icelandair fjölgaði um 2% Þrátt fyrir eldgosið í Eyjafjallajökli hefur farþegum flugfélagsins Icelandair fjölgað um 2% í maí á milli ára og sætanýting batnaði, samkvæmt frétt frá Icelandair. 8.6.2010 17:24 Rauðsól dæmd til að greiða 160 milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að Rauðsól ehf., sem er eigandi 365 miðla, sem aftur á Vísir.is og Stöð 2, skyldi greiða þrotabúi Íslenskrar afþreyingar ehf. 160 milljónir. Málið snýst um sölu Íslenskrar afþreyingar á 365 miðlum til Rauðsólar árið 2008 en eigandi Rauðsólar er Jón Ásgeir Jóhannesson. 8.6.2010 16:59 GAMMA: Viðskipti með óverðtryggð skuldabréf hækkaði lítillega Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,1% í dag í 13,4 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,1% í 5 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði lítillega í 6,8 ma. viðskiptum. 8.6.2010 16:12 Steypustöðin tekin úr formlegu söluferli Steypustöðin ehf. hefur verið tekin úr formlegu söluferli en það var Miðengi ehf., eignarhaldsfélag Íslandsbanka, sem sá um söluferlið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miðengi. 8.6.2010 14:08 Óljóst hvort laun seðlabankastjóra hafi lækkað Varaformaður bankaráðs Seðlabankans segir ekki rétt að bankaráð hafi ákveðið að hækka laun seðlabankastjóra umfram úrskurð kjararáðs. Hann getur þó ekki tekið af tvímæli um að úrskurður kjararáðs sé kominn til framkvæmda. 8.6.2010 12:36 Eistland fær evruna sem gjaldmiðil Fjármálaráðherrar 27 þjóða ESB hafa samþykkt að Eistland verði hluti af evrusvæðinu. Mn Eistland því taka upp evruan sem gjaldmiðil frá og með 1. janúar 2011. 8.6.2010 11:28 Sjá næstu 50 fréttir
Ný framkvæmdastjórn skipuð hjá Byr Síðastliðna daga og vikur hefur verið unnið að því að móta framtíð Byrs og er nýtt skipurit, ný framkvæmdastjórn og stefnumótun fyrir félagið liður í því starfi samkvæmt tilkynningu frá Byr. 10.6.2010 13:57
Vill sérstakan bankaskatt Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, segir stjórnvöld þurfa að brúa gríðarlega stórt fjárlagagat. Hann vill að settur verði tekjuskattur á fjármálastofnanir eða það sem hann kallar bankaskatt. Undanfarin ár hafi Íslendingar einkavætt hagnað fjármálatofnanna en ríkisvætt tap þeirra. Magnús telur brýnt að þessari þróun verði snúið við. 10.6.2010 13:12
Erlend staða þjóðarbúsins batnar um rúma 600 milljarða Erlend staða þjóðarbúsins er talsvert hagfelldari en bráðabirgðatölur Seðlabanka Íslands gáfu til kynna í byrjun þessa mánaðar. Þannig var hrein staða við útlönd að frátöldum innlánsstofnunum í slitameðferð neikvæð um 461 milljarða kr. í lok fyrsta ársfjórðungs 2010 í stað 1.082 milljarða kr. eins og fyrst var talið. Er hér um töluverðan mismun að ræða, eða sem nemur um 621 milljarða kr. 10.6.2010 11:56
Færeysk félög inn og út úr úrvalsvísitölunni Kauphöllin tilkynnti í dag niðurstöður endurskoðunar á OMX Iceland 6 úrvalsvísitölunni sem gerð er tvisvar á ári. Endurskoðuð samsetning tekur gildi 1. júlí 2010. 10.6.2010 11:51
Veltan í dagvöruversluninni jókst í maí Rannsóknarsetur verslunarinnar birti tölur um veltu í smásöluverslun í maí nú í morgun. Frá fyrri mánuði jókst veltan í dagvöruverslun um 7,6% á föstu verðlagi. 10.6.2010 11:47
Staða ríkissjóðs heldur áfram að versna Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins 2010 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu er handbært fé frá rekstri neikvætt um 11,1 milljarða kr. Tekjur reyndust 4,2 milljörðum kr. minni en í fyrra á meðan gjöldin jukust um 3,5 milljarða kr. Hreinn lánsfjárjöfnuður var neikvæður um 16,4 miljarða kr. sem er 3,9 milljarða kr. verri staða en á sama tíma í fyrra. 10.6.2010 10:17
Jón Ásgeir búinn að skila eignalistanum Jón Ásgeir Jóhannesson hefur skilað inn lista hjá breskum dómstólum sem inniheldur skrá yfir eignir hans. 10.6.2010 10:08
Hlutabréf BP ekki verið lægra skráð í 13 ár Hlutabréf í olíufélaginu BP hafa haldið áfram að lækka í verði í kauphöllinni í London í morgun. Nemur lækkunin 7% og bætist hún við rúmlega 15% lækkun á markaðinum í New York í gær. Hafa hlutabréfin ekki verið lægra skráð í 13 ár. 10.6.2010 10:00
Seðlabankinn hefur aðgang að 745 milljörðum í gjaldeyri Aðgangur Seðlabankans að gjaldeyri nemur um 745 milljarðar króna í augnablikinu. Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningar Arion banka. 10.6.2010 08:19
Sakar Kínverja um hunangsþvætti í Bandaríkjunum Bandarískur öldungardeildarþingmaður hefur ásakað kínversk stjórnvöld um hunangsþvætti, það er að Kínverjar flytji hunang sitt til Bandaríkjanna í gegnum þriðja aðila til að forðast tolla. 10.6.2010 07:18
Gjaldþrot Seðlabankans kostaði hálfa milljón á mann Heildarkostnaður ríkissjóðs af tæknilegu gjaldiþroti Seðlabankans og endurreisn gömlu bankanna nemur samtals 371 milljarði króna. 10.6.2010 06:56
Erum ekki að deyja úr þörf fyrir gjaldeyri „Samningurinn er rammi sem eykur tiltrú og er ákveðin traustsyfirlýsing,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri um tvíhliða gjaldmiðlaskiptasamning Seðlabanka Kína og Seðlabanka Íslands, sem skrifað var undir í gærmorgun. Hu Xiaolian aðstoðarseðlabankastjóri skrifaði undir fyrir kínverska bankann. 10.6.2010 06:00
Landsvirkjun er nú hjá Vodafone Landsvirkjun hefur samið við Vodafone um að annast alla almenna fjarskiptaþjónustu fyrir félagið og dótturfélögin Landsnet og Landsvirkjun Power næstu fjögur árin. Samningurinn var gerður að undangengnu fyrsta útboði Landsvirkjunar á fjarskiptaþjónustu fyrir félagið. 10.6.2010 02:00
Franski svikamiðlarinn: Hegðaði mér eins og algjör hálfviti Verðbréfamiðlari sem tapaði fyrir hönd franska bankans Société Générale 164,5 milljöðrum evra sagði við réttarhöld að hann hafi hagað sér eins og "algjör hálfviti", þegar hann hætti milljöðrum evra á hlutabréfamarkaði. 9.6.2010 21:46
Velta í smásöluverslun dróst saman í maí Velta í dagvöruverslun dróst saman um 3,7% á föstu verðlagi í maí miðað við sama mánuð í fyrra en jókst um 3,4% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum dróst velta dagvöruverslana saman í maí um 3,8% frá sama mánuði árið áður. Verð á dagvöru hækkaði um 7,4% á síðastliðnum 12 mánuðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar á Háskólanum á Bifröst. 9.6.2010 17:27
Mest verslað með Össur í Kauphöllinni Ekki var mikið um viðskipti í kauphöllinni í dag en mestu viðskiptin voru með bréf í Össuri eða fyrir rúmar 15 milljónir króna. 9.6.2010 16:55
GAMMA: Skuldabréfavísitalan lækkaði í dag Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,2% í dag í 19,3 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,2% í 3,2 ma. viðskiptum og GAMMAxi: 9.6.2010 16:38
Ólafur ÓIafsson segist ekki hafa brotið lög Ólafur Ólafsson, oft kenndur við Samskip, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings af kaupum Sheik Al-Thani á hlutabréfum í Kaupþingi. 9.6.2010 16:18
Virði útfluttra sjávarafurða 209 milljarðar árið 2009 Virði útfluttra sjávarafurða árið 2009 var 209 milljarðar króna sem er um 42% af heildarvirði alls útflutnings frá landinu samkvæmt skýrslu Íslandsbanka um sjávarútveg á Íslandi. Þar kemur einnig fram að boðuð fyrningarleið í sjávarútvegi muni hafa þungbær áhrif á greinina. 9.6.2010 15:55
Heildarskuldir ríkissjóðs eru 99% af landsframleiðslu Gríðarleg aukning hefur orðið á skuldum ríkissjóðs undanfarið eins og kunnugt er. Í lok fyrsta ársfjórðungs námu þær 1.536 milljörðum kr. sem er næstum þriðjungi hærri fjárhæð en á sama tíma árið 2008. Nema heildarskuldir ríkissjóðs nú um 99% af landsframleiðslu ársins en árið 2008 voru þær um 39% af landsframleiðslu. 9.6.2010 12:35
Kínasamningur hærri en nemur utanríkisviðskiptum landanna Fjárhæð gjaldmiðlaskiptasamningsins milli seðlabanka Íslands og Kína er hærri en sem nemur verðmæti utanríkisviðskipta landanna í fyrra. Á síðasta ári nam innflutningur á vörum frá Kína rúmum tuttugu milljörðum króna, eða um 5% af heildarinnflutningi. 9.6.2010 12:08
Leigusamningum fjölgaði í maí Í maí síðastliðnum var samtals 705 leigusamningum um íbúðarhúsnæði þinglýst. Þetta er nokkur fjölgun frá fyrri mánuði þegar 625 samningum var þinglýst. Þá er þetta nákvæmlega sami fjöldi leigusamninga og þinglýst var í sama mánuði fyrir ári síðan samkvæmt upplýsingum sem Fasteignaskrár Íslands hefur birt. 9.6.2010 11:08
Erlend staða Seðlabankans batnaði í maí Erlend staða Seðlabankans batnaði nokkuð í maí mánuði samanborið við apríl. Staðan batnaði um tæpa sjö milljaða kr. samkvæmt tölum sem birtar hafa verið á vefsíðu bankans. 9.6.2010 10:44
Kínasamningur styrkir ekki gjaldeyrisforðann beint Samningurinn Seðlabanka Íslands og Kína styrkri ekki gjaldreyrisforðann beint en mun greiða fyrir utanríkisviðskipti á milli Kína og Íslands. 9.6.2010 10:07
Landsvirkjun í samstarf við kínverskan verktaka og banka Viljayfirlýsing um samstarf á milli Landsvirkjunar annars vegar og China International Water & Electric Corporation (CWE) og Export-Import Bank of China (Exim Bank) hins vegar var undirrituð í morgun. 9.6.2010 09:59
Skipti hf. hagnast um 5,5 milljarða á sölu Sirus IT Skipti hf., móðurfélag Símans, hafa selt upplýsingatæknifyrirtækið Sirius IT sem er með starfsemi í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Kaupandi er norska upplýsingafyrirtækið Visma. Kaupverð er trúnaðarmál en með sölunni mun heildarhagnaður Skipta vegna fjárfestingarinnar í Sirius IT nema um 5,5 milljörðum íslenskra króna. 9.6.2010 09:49
Vaxandi áhyggjur af þjóðargjaldþroti Grikklands Þrír af hverjum fjórum fjárfestum og greinendum telja að þjóðargjaldþrot sé framundan hjá Grikklandi þar sem landið geti ekki staðið undir skuldum sínum. 9.6.2010 09:38
Samningurinn við Kínverja er upp á 66 milljarða Skrifað hefur verið undir tvíhliða gjaldmiðlaskiptasamning á milli Seðlabanka Kína og Seðlabanka Íslands hinn 9. júní 2010. Fjárhæð samningsins er 66 milljarðar króna eða 3,5 milljarðar kínverskra júan. 9.6.2010 09:21
Hallinn á rekstri hins opinbera eykst Á fyrsta ársfjórðungi ársins var hið opinbera var rekið með 24,2 milljarða króna tekjuhalla samanborið við 23,9 milljarða króna tekjuhalla á sama tíma 2009. 9.6.2010 09:02
Farþegum Icelandair fjölgaði milli ára í maí Farþegum á vegum Icelandair fjölgaði um 2% í maí miðað við sama mánuð í fyrra. Hefur farþegum félagsins fjölgað um 8% á fyrstu fimm mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. 9.6.2010 08:40
Kreppan dempar ekki ferðagleði Dana Kreppan í Danmörklu hefur ekki náð að dempa ferðagleði almennings þar í landi. Nú er uppselt í nær allar sólarlandaferðir sem danskar ferðaskrifstofur bjóða upp á í ár. 9.6.2010 07:29
BP stofnar sérstakan sjóð til að hreinsa upp eftir olíulekann Tony Hayward forstjóri BP olíufélagsins segir að öll olían sem kemur úr borholunni sem lekur á Mexíkóflóa muni renna í sérstakan sjóð. Sjóðnum er ætlað að standa undir kostnaði við hreinsun stranda þeirra ríkja sem verst hafa orðið fyrir barðinu á lekanum. 9.6.2010 07:27
Frakkland er dýrasta ferðamannaland heimsins Ný bresk könnun sýnir að Frakkland er dýrasta ferðamannaland heimsins fyrir breskan almenning. Ísland vermir níunda sætið á þeim lista 9.6.2010 07:18
Milljarða samningur við Seðlabanka Kína Seðlabankar Íslands og Kína kynna í dag gjaldeyrisskiptasamning sín á milli upp á nokkra tugi milljarða króna, samkvæmt heimildum blaðsins. 9.6.2010 06:00
AGS bannar ríkinu að taka lán í vegagerð Vegatollar verða innheimtir til að kosta tvöföldun Suðurlandsvegar, Vesturlandsvegar og Reykjanesbrautar á næstu fjórum árum verði frumvarp sem samgönguráðherra mælti fyrir á Alþingi í fyrrakvöld að lögum. 9.6.2010 05:30
Kjóll Díönu seldist á 36 milljónir Einn af kjólum Díönu prinsessu af Wales var seldur nýlega á uppboði í London á 192 þúsund pund. Upphæðin samsvarar um 36 milljónum íslenskra króna. Díana klæddist kjólnum þegar hún kom í fyrsta sinn opinberlega fram eftir að hún og Karl Bretaprins höfðu opinberað ást sína. Fyrirfram var búist við því að kjóllinn yrði seldur á um 30 – 50 þúsund pund. 8.6.2010 22:31
Northern Rock sker niður 650 stöðugildi Breski bankinn Northern Rock mundar nú niðurskurðarhnífinn og ætlar skera niður um 650 stöðugildi, segir í frétt Gurdian. 8.6.2010 20:08
Landsbankinn fer framhjá Kjararáði Landsbankinn hefur stofnað sérstakt félag utan um dótturfélög sín og kemst þannig hjá því að hlýta úrskurðum Kjararáðs og getur borgað framkvæmdastjórum hærri laun en ella. Fjármálaráðuneytið ætlar að taka málið upp við Bankasýslu ríkisins. 8.6.2010 18:32
VERT og Ó! sameinast VERT-markaðsstofa og auglýsingastofan Ó! hafa sameinast undir merkjum VERT-markaðsstofu, segir í tilkynningu sem birt er á vefsíðu VERT. VERT var stofnuð sumarið 2009 en auglýsingastofan Ó! var stofnuð 2003. 8.6.2010 17:36
Farþegum Icelandair fjölgaði um 2% Þrátt fyrir eldgosið í Eyjafjallajökli hefur farþegum flugfélagsins Icelandair fjölgað um 2% í maí á milli ára og sætanýting batnaði, samkvæmt frétt frá Icelandair. 8.6.2010 17:24
Rauðsól dæmd til að greiða 160 milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að Rauðsól ehf., sem er eigandi 365 miðla, sem aftur á Vísir.is og Stöð 2, skyldi greiða þrotabúi Íslenskrar afþreyingar ehf. 160 milljónir. Málið snýst um sölu Íslenskrar afþreyingar á 365 miðlum til Rauðsólar árið 2008 en eigandi Rauðsólar er Jón Ásgeir Jóhannesson. 8.6.2010 16:59
GAMMA: Viðskipti með óverðtryggð skuldabréf hækkaði lítillega Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,1% í dag í 13,4 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,1% í 5 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði lítillega í 6,8 ma. viðskiptum. 8.6.2010 16:12
Steypustöðin tekin úr formlegu söluferli Steypustöðin ehf. hefur verið tekin úr formlegu söluferli en það var Miðengi ehf., eignarhaldsfélag Íslandsbanka, sem sá um söluferlið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miðengi. 8.6.2010 14:08
Óljóst hvort laun seðlabankastjóra hafi lækkað Varaformaður bankaráðs Seðlabankans segir ekki rétt að bankaráð hafi ákveðið að hækka laun seðlabankastjóra umfram úrskurð kjararáðs. Hann getur þó ekki tekið af tvímæli um að úrskurður kjararáðs sé kominn til framkvæmda. 8.6.2010 12:36
Eistland fær evruna sem gjaldmiðil Fjármálaráðherrar 27 þjóða ESB hafa samþykkt að Eistland verði hluti af evrusvæðinu. Mn Eistland því taka upp evruan sem gjaldmiðil frá og með 1. janúar 2011. 8.6.2010 11:28