Fleiri fréttir Hagvöxtur mældist 0,6% milli ársfjórðunga Landsframleiðsla, og þar með hagvöxtur, er talin hafa aukist um 0,6% að raungildi frá fjórða ársfjórðungi 2009 til fyrsta ársfjórðungs 2010. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld um 1,3%. 8.6.2010 09:02 Hópur fjárfesta kaupir ALP bílaleiguna Samningar hafa tekist um að nýir eigendur eignist bílaleiguna ALP ehf. með yfirtöku skulda og kaupum á nýju hlutafé, en viðskiptin marka lokin á endurskipulagningu félagsins. Samningar eru gerðir með fyrirvara um endanlegt samþykki alþjóðlegu bílaleigufyrirtækjanna AVIS og Budget um tilfærslu á leyfi til nýrra eigenda. 8.6.2010 08:21 Danskir auðmenn rétta úr kútnum eftir kreppuna Auðugustu viðskiptamenn Danmerkur hafa lagt kreppuna og miljarða tap að baki sér. Þetta kemur fram í úttekt sem Berlingske Tidende hefur gert og byggir á skattaframtölum þessa fólks fyrir síðasta ár. 8.6.2010 08:13 Fé flæðir af bankareikningum yfir í ríkistryggðar lausnir Fé flæðir nú út af bankareikningum og yfir í ríkistryggð skuldabréf að því er segir í vikulegum Markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa. 8.6.2010 07:45 Heimsmarkaðsverð á áli hríðfellur Heimsmarkaðsverð á áli hefur hríðfallið undanfarnar vikur og er nú komið niður í 1.857 dollara á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka saminga. Hefur verðið ekki verið lægra í ár síðan uppúr áramótum. 8.6.2010 07:34 Gullkýrin Iceland Foods stendur undir fjórðungi af Icesave Breska verslunarkeðjan Iceland Foods hefur löngum verið kölluð gullkýrin í eignasafni skilanefndar Landsbankans. Reikna má út að Iceland ein og sér standi undir um fjórðungi af Icesave skuld Íslendinga. 8.6.2010 07:29 Sprotalögin eru lifandi ferli 8.6.2010 04:30 Bankar fresta innheimtu á 3 milljarða fjárkröfu Bankar sem eiga þriggja milljarða króna fjárkröfur á hendur eitthundrað og fjörutíu Húnvetningum og Strandamönnum vegna stofnfjárkaupa í sparisjóði héraðsins, hafa frestað því þar til síðar á árinu að hefja innheimtu. 7.6.2010 19:33 Sala á áfengi dróst saman um 10% Sala á áfengi dróst saman um 10% í lítrum talið á fyrstu fimm mánuðum ársins ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Ef salan í maí er hins vegar borin saman við sama mánuð í fyrra er samdrátturinn tæplega 17%. 7.6.2010 18:47 Samþykkir kröfu fyrrverandi fjármálastjóra Straums Krafa fyrrverandi fjármálastjóra Straums Burðaráss upp á 179.292 pund, 34 milljónir króna, var í Héraðsdómi Reykjavíkur samþykkt sem forgangskrafa í þrotabú bankans. Hann féll frá tveggja milljón evra kröfu. 7.6.2010 18:30 Verða að hraða niðurskurði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að þau 16 ríki sem eigi aðild að myntbandalagi Evrópu verði að hraða niðurskurðaraðgerðum sinum ef fjármálamarkaðir eigi ekki tapa öllum trúverðugleika. 7.6.2010 17:49 Belgar vilja heimsækja Ísland Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra tók í morgun þátt í kynningu á vegum Útflutningsráðs og Ferðamálastofu í Brussel á stöðu ferðamála á Íslandi fyrir 30 blaðamenn og fulltrúa ferðaheildsala í Belgíu. Ráðherra ræddi einnig við fjölmiðla að lokinni kynningu. 7.6.2010 17:31 Raungengi krónunnar hækkar sjö mánuði í röð Raungengi íslensku krónunnar hækkaði sjötta mánuðinn í röð í maí síðastliðnum á mælikvarða hlutfallslegs verðlags. Hækkunin að þessu sinni nam 3,8% frá fyrri mánuði en raungengið hefur ekki verið hærra síðan í mars á síðasta ári. 7.6.2010 11:51 Iceland Foods skilaði 25,5 milljarða hagnaði Breska verslunarkeðjan Iceland Foods Group skilaði methagnaði á síðasta reikningsári sem lauk í lok mars s.l. Hagnaðurinn jókst um rúmlega 19% og nam 135,4 milljónum punda eða um 25,5 milljörðum kr. fyrir skatta. 7.6.2010 11:32 Reyndu að fela aðkomu Ólafs í Al-Thani málinu Sjeikinn Mohammed Al-Thani frá Katar fékk 6,5 milljarða króna fyrir að lána nafn sitt í viðskiptum með 5% hlut í Kaupþingi rétt fyrir fall bankans, að því er fram kemur í DV í dag. Magnús Guðmundsson og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi stjórnendur bankans, eru sagðir hafa stýrt leikfléttunni. Þá hafi verið reynt að fela aðkomu Ólafs Ólafssonar. 7.6.2010 11:19 Fréttaskýring: Ótímabærar fregnir af andláti evrunnar Fréttirnar af andláti evrunnar eru álíka ótímabærar og fréttirnar af andláti rithöfundarins Mark Twain á sinni tíð. Þrátt fyrir að evran hafi fallið um 21% gagnvart dollaranum síðan í fyrra má benda á að hún er enn sterkari en þýska markið sem hún tók við af árið 1999. 7.6.2010 10:36 Árnína Steinunn Kristjánsdóttir ráðin til SpKef SpKef sparisjóður hefur ráðið Árnínu Steinunni Kristjánsdóttur í stöðu regluvarðar hjá sjóðnum. Árnína hefur sl. 6 ár starfað sem lögfræðingur NASDAQ OMX kauphallarinnar á Íslandi. 7.6.2010 09:24 Laun hækkuðu um 1,0% milli ársfjórðunga Samkvæmt vísitölu launa voru regluleg laun að meðaltali 1,0% hærri á fyrsta ársfjórðungi 2010 en í ársfjórðungnum á undan. Á sama tímabili hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 1,3% að meðaltali en laun opinberra starfsmanna um 0,3%. 7.6.2010 09:02 Norski skatturinn fann 14 milljarða í skattaparadísum Norsk skattayfirvöld ákærðu 30 einstakinga í fyrra fyrir að hafa falið auðæfi sín í skattaparadísum víða um heiminn. Samtals nemur upphæðin 700 milljónum norskra kr. eða um 14 milljörðum kr. 7.6.2010 08:58 Sjaldgæft frímerki selt fyrir metfé Afar sjaldgæft brekst frímerki hefur verið selt af frímerkjasölu á Jersey fyrir 400.000 punda eða rúmlega 75 milljónir króna. 7.6.2010 07:31 Bretar hefja sölu á ríkiseignum með Eurostar Bresk stjórnvöld eru að hefja sölu á ýmsum ríkiseignum til að létta á skuldabyrði hins opinbera þar í landi. Ein fyrsta eigin sem sett verður í sölu er járnbrautarleið undir Ermasundið. 7.6.2010 07:22 Bandarískur fjárfestir keypti 25 nýjar íbúðir til að leigja út Michael Jenkins, bandarískur fjárfestir, hefur í gegn um félag sitt Þórsgarð ehf. keypt 25 íbúðir á Íslandi og hyggst koma þeim í útleigu. 7.6.2010 06:00 Opnað fyrir inngrip ríkisins Danska þingið samþykkti í vikunni ný lög um viðbúnað banka og ríkis fari svo að stórir bankar lendi í alvarlegum fjárhagsvandræðum. Nýtt fyrirkomulag tekur gildi 1. október í haust, þegar bráðabirgðafyrirkomulag vegna heimskreppunnar rennur úr gildi. 7.6.2010 06:00 Hætta var talin á árekstrum Fjármálafyrirtækið HF Verðbréf sá um eignaskipti á svokölluðum Avens-skuldabréfum þegar Seðlabankinn seldi þau í lokuðu útboði til 26 lífeyrissjóða á mánudag og fékk fjörutíu milljónir króna í þóknun. Öðrum fjármálafyrirtækjum var ekki boðið að borðinu, samkvæmt heimildum blaðsins. 7.6.2010 05:30 Verðtrygging óhagstæðari en elstu gengislán frá 2004 Eftir leiðréttingu höfuðstóls og breytingu yfir í krónulán munu gengistryggðu bílalánin vera 1 til 13 prósent dýrari en verðtryggt krónulán sem tekið var á sama tíma. 7.6.2010 05:00 Bretar rannsaka meintan þátt Deutsche bank í brotum Kaupþings Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud office, rannsakar hvort starfsmenn Deutche bank hafi tekið þátt í meintri markaðsmisnotkun í viðskiptum með skuldatryggingar í Kaupþingi. 7.6.2010 03:30 Skattaafsláttur gagnast sprotafyrirtækjum lítið Skattaafsláttur einstaklinga vegna kaupa á hlutafé í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum skilar litlu. „Þetta kerfi er meingallað,“ segir Eggert Claessen, framkvæmdastjóri fjárfestingasjóðsins Frumtaks. Hann gagnrýndi afsláttinn harðlega í málstofu Kauphallarinnar í síðustu viku og sagði um of lágar upphæðir að ræða. Farsælla væri að veita afslátt vegna kaupa í sjóðum, sem fjárfesti í nokkrum fyrirtækjum. 7.6.2010 00:01 Cameron vill hraða niðurskurði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir mikla erfiðleika steðja að bresku efnahagslífi. Hraða verði niðurskurði hjá hinu opinbera. 6.6.2010 21:00 Telja evruna vera í dauðateygjunum Evran verður dauð innan fimm ára og myntsamband Evrópu er í dauðateygjunum að mati 25 hagfræðinga sem svöruðu könnun Sunday Telegraph í Bretlandi. Hagfræðingarnir eru meðal fremstu í sinni röð í fjármálalífi Bretlands. Tólf þeirra spáðu því að evran myndi ekki lifa í núverandi mynd á næsta kjörtímabili í Bretlandi, sem eru fimm ár, á móti átta sem töldu að hún myndi lifa af. 6.6.2010 14:45 Vel gengur að örva efnahagslífið Fjármálaráðherra 20 stærstu efnahagsvelda heims, G20-ríkjanna, segja að vel gangi að örva efnahagslífið. Ýmis teikn séu þó á lofti. 6.6.2010 10:52 Noda nýr fjármálaráðherra Japans Naoto Kan, forsætisráðherra Japans, hefur skipað Yoshihiko Noda sem fjármálaráðherra. Hann tekur við af Kan sem tók sjálfur við embætti forsætisráðherra í fyrradag eftir að Yukio Hatoyama sagði óvænt af sér í vikunni eftir deilur um framtíð bandarísku herstöðvarinnar á eyjunni Okinawa. 5.6.2010 17:25 Frjáls framlög í ríkissjóð leyfð Þeir Danir sem telja sig ekki greiða nógu háa skatta hafa nú fengið lausn mála sinna. Danska ríkið hefur opnað bankareikning sem allir geta greitt inn á frjáls framlög í ríkissjóð, telji þeir sig aflögufæra. 5.6.2010 12:15 Tillögur skoðaðar af alvöru „Þessar tillögur eru allrar athygli verðar og á síðasta fundi nefndarinnar tók ég mig nú reyndar til og bað nefndarmenn að taka eintak af greininni til frekari úrvinnslu,“ sagði Maríanna Jónasdóttir sem er í forsvari fyrir starfshóp fjármálaráðuneytisins sem skoða á skattkerfisbreytingar. Hún vísar þar til tillagna sem Jón Steinsson, hagfræðingur við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum, birti í grein í Fréttablaðinu á miðvikudaginn. 5.6.2010 09:15 Rétt ákvörðun tekin 2007 „Þetta eru mjög jákvæð teikn, svona tölur höfum við ekki séð frá 1970," segir Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. 5.6.2010 06:00 Þorskveiðin aukin um tíu þúsund tonn Hafrannsóknastofnun leggur til að þorskkvóti verði aukinn um 10.000 tonn á næsta fiskveiðiári þannig að leyfilegur hámarksafli verði 160.000 tonn. 5.6.2010 05:45 Úrvalsvísitalan stóð í stað Úrvalsvísitalan stóð í stað í dag og er 904,5 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá verðbréfavefnum Keldunni. Veltan nam 74 milljónum króna. 4.6.2010 17:19 Kaupandi Skeljungs maki stjórnarformannsins Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, sem tilkynnt var um að hafi keypt 49% hlut í Skeljungi í dag, er aðeins 33 ára gömul en áður var hún framkvæmdarstjóri fjárstýringu Straums-Burðaráss. 4.6.2010 14:26 Áliðnaðurinn keyrir áfram jákvæð vöruskipti Vöruskiptin við útlönd voru hagstæð um tæplega 16,8 milljarða kr. í maí síðastliðnum samkvæmt bráðabirgðatölum sem Hagstofan birti nú í morgun. Að baki þessu er mikil aukning á útflutningi iðnaðarvara og þá einkum áls. 4.6.2010 11:58 Veiking evru bætir erlenda stöðu þjóðarbúsins Nokkur breyting hefur orðið til batnaðar í erlendri stöðu þjóðarbúsins samkvæmt tölum Seðlabankans sem birtar voru í gær. Þannig var hrein staða við útlönd neikvæð um 5.895 milljarða kr. í lok fyrsta ársfjórðungs 2010 og batnar um 400 milljarða kr. frá því í lok síðastliðins árs, þá aðallega vegna veikingar evrunnar. 4.6.2010 11:51 Iceland Express flýgur til New York Iceland Express hefur hafið áætlunarflug til New York og þar með er í fyrsta skipti komin samkeppni á flugleiðinni milli Íslands og New York, segir í tilkynningu. 4.6.2010 11:30 Stefnt að frekari eignasölu hjá Íslandsbanka Íslandsbanki hefur selt 49% hlut í Skeljungi til Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, en hún er hluthafi í Skel Investments sem er eigandi 51% hlutar í Skeljungi. 4.6.2010 11:22 FME og sérstakur saksóknari berjast um starfsfólk Forstjóri Fjármálaeftirlitisins, Gunnar Andersen, sagðist aðspurður í Morgunútvarpinu á RÚV í morgun, að hann væri ekki viss hvort það væru til nógu margir sérfræðingar til þess að ráða í þær tólf stöður sem FME auglýsir í þessa daganna. 4.6.2010 10:27 Atvinnuleysisbætur innan við tveir milljarðar fyrir maí Þann 1. júni greiddi Vinnumálastofnun rúmlega 1,9 milljarð króna í atvinnuleysistryggingar fyrir tímabilið 20. apríl til 19. maí. Greitt var til 15.700 einstaklinga. 4.6.2010 09:54 Mánabergið komið úr 165 milljóna karfatúr Mánaberg ÓF 42 er nú að koma til hafnar eftir úthafskarfaveiði á Reykjaneshrygg. Veiðiferðin sem hófst 13. maí gekk vel og heildarafli var ca. 650 tonn og aflaverðmæti ca. 165 milljónir króna. Skipið kom inn til millilöndunar 27. maí. 4.6.2010 09:44 Heimilin juku kreditkortaveltu sína um 8,8% Kreditkortavelta heimila jókst um 8,8% í janúar-apríl í ár miðað við janúar-apríl í fyrra. Debetkortavelta jókst um 6,0% á sama tíma. Samtals jókst greiðslukortavelta heimila í janúar-apríl 2010 um 7,4%. 4.6.2010 09:26 Sjá næstu 50 fréttir
Hagvöxtur mældist 0,6% milli ársfjórðunga Landsframleiðsla, og þar með hagvöxtur, er talin hafa aukist um 0,6% að raungildi frá fjórða ársfjórðungi 2009 til fyrsta ársfjórðungs 2010. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld um 1,3%. 8.6.2010 09:02
Hópur fjárfesta kaupir ALP bílaleiguna Samningar hafa tekist um að nýir eigendur eignist bílaleiguna ALP ehf. með yfirtöku skulda og kaupum á nýju hlutafé, en viðskiptin marka lokin á endurskipulagningu félagsins. Samningar eru gerðir með fyrirvara um endanlegt samþykki alþjóðlegu bílaleigufyrirtækjanna AVIS og Budget um tilfærslu á leyfi til nýrra eigenda. 8.6.2010 08:21
Danskir auðmenn rétta úr kútnum eftir kreppuna Auðugustu viðskiptamenn Danmerkur hafa lagt kreppuna og miljarða tap að baki sér. Þetta kemur fram í úttekt sem Berlingske Tidende hefur gert og byggir á skattaframtölum þessa fólks fyrir síðasta ár. 8.6.2010 08:13
Fé flæðir af bankareikningum yfir í ríkistryggðar lausnir Fé flæðir nú út af bankareikningum og yfir í ríkistryggð skuldabréf að því er segir í vikulegum Markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa. 8.6.2010 07:45
Heimsmarkaðsverð á áli hríðfellur Heimsmarkaðsverð á áli hefur hríðfallið undanfarnar vikur og er nú komið niður í 1.857 dollara á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka saminga. Hefur verðið ekki verið lægra í ár síðan uppúr áramótum. 8.6.2010 07:34
Gullkýrin Iceland Foods stendur undir fjórðungi af Icesave Breska verslunarkeðjan Iceland Foods hefur löngum verið kölluð gullkýrin í eignasafni skilanefndar Landsbankans. Reikna má út að Iceland ein og sér standi undir um fjórðungi af Icesave skuld Íslendinga. 8.6.2010 07:29
Bankar fresta innheimtu á 3 milljarða fjárkröfu Bankar sem eiga þriggja milljarða króna fjárkröfur á hendur eitthundrað og fjörutíu Húnvetningum og Strandamönnum vegna stofnfjárkaupa í sparisjóði héraðsins, hafa frestað því þar til síðar á árinu að hefja innheimtu. 7.6.2010 19:33
Sala á áfengi dróst saman um 10% Sala á áfengi dróst saman um 10% í lítrum talið á fyrstu fimm mánuðum ársins ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Ef salan í maí er hins vegar borin saman við sama mánuð í fyrra er samdrátturinn tæplega 17%. 7.6.2010 18:47
Samþykkir kröfu fyrrverandi fjármálastjóra Straums Krafa fyrrverandi fjármálastjóra Straums Burðaráss upp á 179.292 pund, 34 milljónir króna, var í Héraðsdómi Reykjavíkur samþykkt sem forgangskrafa í þrotabú bankans. Hann féll frá tveggja milljón evra kröfu. 7.6.2010 18:30
Verða að hraða niðurskurði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að þau 16 ríki sem eigi aðild að myntbandalagi Evrópu verði að hraða niðurskurðaraðgerðum sinum ef fjármálamarkaðir eigi ekki tapa öllum trúverðugleika. 7.6.2010 17:49
Belgar vilja heimsækja Ísland Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra tók í morgun þátt í kynningu á vegum Útflutningsráðs og Ferðamálastofu í Brussel á stöðu ferðamála á Íslandi fyrir 30 blaðamenn og fulltrúa ferðaheildsala í Belgíu. Ráðherra ræddi einnig við fjölmiðla að lokinni kynningu. 7.6.2010 17:31
Raungengi krónunnar hækkar sjö mánuði í röð Raungengi íslensku krónunnar hækkaði sjötta mánuðinn í röð í maí síðastliðnum á mælikvarða hlutfallslegs verðlags. Hækkunin að þessu sinni nam 3,8% frá fyrri mánuði en raungengið hefur ekki verið hærra síðan í mars á síðasta ári. 7.6.2010 11:51
Iceland Foods skilaði 25,5 milljarða hagnaði Breska verslunarkeðjan Iceland Foods Group skilaði methagnaði á síðasta reikningsári sem lauk í lok mars s.l. Hagnaðurinn jókst um rúmlega 19% og nam 135,4 milljónum punda eða um 25,5 milljörðum kr. fyrir skatta. 7.6.2010 11:32
Reyndu að fela aðkomu Ólafs í Al-Thani málinu Sjeikinn Mohammed Al-Thani frá Katar fékk 6,5 milljarða króna fyrir að lána nafn sitt í viðskiptum með 5% hlut í Kaupþingi rétt fyrir fall bankans, að því er fram kemur í DV í dag. Magnús Guðmundsson og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi stjórnendur bankans, eru sagðir hafa stýrt leikfléttunni. Þá hafi verið reynt að fela aðkomu Ólafs Ólafssonar. 7.6.2010 11:19
Fréttaskýring: Ótímabærar fregnir af andláti evrunnar Fréttirnar af andláti evrunnar eru álíka ótímabærar og fréttirnar af andláti rithöfundarins Mark Twain á sinni tíð. Þrátt fyrir að evran hafi fallið um 21% gagnvart dollaranum síðan í fyrra má benda á að hún er enn sterkari en þýska markið sem hún tók við af árið 1999. 7.6.2010 10:36
Árnína Steinunn Kristjánsdóttir ráðin til SpKef SpKef sparisjóður hefur ráðið Árnínu Steinunni Kristjánsdóttur í stöðu regluvarðar hjá sjóðnum. Árnína hefur sl. 6 ár starfað sem lögfræðingur NASDAQ OMX kauphallarinnar á Íslandi. 7.6.2010 09:24
Laun hækkuðu um 1,0% milli ársfjórðunga Samkvæmt vísitölu launa voru regluleg laun að meðaltali 1,0% hærri á fyrsta ársfjórðungi 2010 en í ársfjórðungnum á undan. Á sama tímabili hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 1,3% að meðaltali en laun opinberra starfsmanna um 0,3%. 7.6.2010 09:02
Norski skatturinn fann 14 milljarða í skattaparadísum Norsk skattayfirvöld ákærðu 30 einstakinga í fyrra fyrir að hafa falið auðæfi sín í skattaparadísum víða um heiminn. Samtals nemur upphæðin 700 milljónum norskra kr. eða um 14 milljörðum kr. 7.6.2010 08:58
Sjaldgæft frímerki selt fyrir metfé Afar sjaldgæft brekst frímerki hefur verið selt af frímerkjasölu á Jersey fyrir 400.000 punda eða rúmlega 75 milljónir króna. 7.6.2010 07:31
Bretar hefja sölu á ríkiseignum með Eurostar Bresk stjórnvöld eru að hefja sölu á ýmsum ríkiseignum til að létta á skuldabyrði hins opinbera þar í landi. Ein fyrsta eigin sem sett verður í sölu er járnbrautarleið undir Ermasundið. 7.6.2010 07:22
Bandarískur fjárfestir keypti 25 nýjar íbúðir til að leigja út Michael Jenkins, bandarískur fjárfestir, hefur í gegn um félag sitt Þórsgarð ehf. keypt 25 íbúðir á Íslandi og hyggst koma þeim í útleigu. 7.6.2010 06:00
Opnað fyrir inngrip ríkisins Danska þingið samþykkti í vikunni ný lög um viðbúnað banka og ríkis fari svo að stórir bankar lendi í alvarlegum fjárhagsvandræðum. Nýtt fyrirkomulag tekur gildi 1. október í haust, þegar bráðabirgðafyrirkomulag vegna heimskreppunnar rennur úr gildi. 7.6.2010 06:00
Hætta var talin á árekstrum Fjármálafyrirtækið HF Verðbréf sá um eignaskipti á svokölluðum Avens-skuldabréfum þegar Seðlabankinn seldi þau í lokuðu útboði til 26 lífeyrissjóða á mánudag og fékk fjörutíu milljónir króna í þóknun. Öðrum fjármálafyrirtækjum var ekki boðið að borðinu, samkvæmt heimildum blaðsins. 7.6.2010 05:30
Verðtrygging óhagstæðari en elstu gengislán frá 2004 Eftir leiðréttingu höfuðstóls og breytingu yfir í krónulán munu gengistryggðu bílalánin vera 1 til 13 prósent dýrari en verðtryggt krónulán sem tekið var á sama tíma. 7.6.2010 05:00
Bretar rannsaka meintan þátt Deutsche bank í brotum Kaupþings Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud office, rannsakar hvort starfsmenn Deutche bank hafi tekið þátt í meintri markaðsmisnotkun í viðskiptum með skuldatryggingar í Kaupþingi. 7.6.2010 03:30
Skattaafsláttur gagnast sprotafyrirtækjum lítið Skattaafsláttur einstaklinga vegna kaupa á hlutafé í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum skilar litlu. „Þetta kerfi er meingallað,“ segir Eggert Claessen, framkvæmdastjóri fjárfestingasjóðsins Frumtaks. Hann gagnrýndi afsláttinn harðlega í málstofu Kauphallarinnar í síðustu viku og sagði um of lágar upphæðir að ræða. Farsælla væri að veita afslátt vegna kaupa í sjóðum, sem fjárfesti í nokkrum fyrirtækjum. 7.6.2010 00:01
Cameron vill hraða niðurskurði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir mikla erfiðleika steðja að bresku efnahagslífi. Hraða verði niðurskurði hjá hinu opinbera. 6.6.2010 21:00
Telja evruna vera í dauðateygjunum Evran verður dauð innan fimm ára og myntsamband Evrópu er í dauðateygjunum að mati 25 hagfræðinga sem svöruðu könnun Sunday Telegraph í Bretlandi. Hagfræðingarnir eru meðal fremstu í sinni röð í fjármálalífi Bretlands. Tólf þeirra spáðu því að evran myndi ekki lifa í núverandi mynd á næsta kjörtímabili í Bretlandi, sem eru fimm ár, á móti átta sem töldu að hún myndi lifa af. 6.6.2010 14:45
Vel gengur að örva efnahagslífið Fjármálaráðherra 20 stærstu efnahagsvelda heims, G20-ríkjanna, segja að vel gangi að örva efnahagslífið. Ýmis teikn séu þó á lofti. 6.6.2010 10:52
Noda nýr fjármálaráðherra Japans Naoto Kan, forsætisráðherra Japans, hefur skipað Yoshihiko Noda sem fjármálaráðherra. Hann tekur við af Kan sem tók sjálfur við embætti forsætisráðherra í fyrradag eftir að Yukio Hatoyama sagði óvænt af sér í vikunni eftir deilur um framtíð bandarísku herstöðvarinnar á eyjunni Okinawa. 5.6.2010 17:25
Frjáls framlög í ríkissjóð leyfð Þeir Danir sem telja sig ekki greiða nógu háa skatta hafa nú fengið lausn mála sinna. Danska ríkið hefur opnað bankareikning sem allir geta greitt inn á frjáls framlög í ríkissjóð, telji þeir sig aflögufæra. 5.6.2010 12:15
Tillögur skoðaðar af alvöru „Þessar tillögur eru allrar athygli verðar og á síðasta fundi nefndarinnar tók ég mig nú reyndar til og bað nefndarmenn að taka eintak af greininni til frekari úrvinnslu,“ sagði Maríanna Jónasdóttir sem er í forsvari fyrir starfshóp fjármálaráðuneytisins sem skoða á skattkerfisbreytingar. Hún vísar þar til tillagna sem Jón Steinsson, hagfræðingur við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum, birti í grein í Fréttablaðinu á miðvikudaginn. 5.6.2010 09:15
Rétt ákvörðun tekin 2007 „Þetta eru mjög jákvæð teikn, svona tölur höfum við ekki séð frá 1970," segir Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. 5.6.2010 06:00
Þorskveiðin aukin um tíu þúsund tonn Hafrannsóknastofnun leggur til að þorskkvóti verði aukinn um 10.000 tonn á næsta fiskveiðiári þannig að leyfilegur hámarksafli verði 160.000 tonn. 5.6.2010 05:45
Úrvalsvísitalan stóð í stað Úrvalsvísitalan stóð í stað í dag og er 904,5 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá verðbréfavefnum Keldunni. Veltan nam 74 milljónum króna. 4.6.2010 17:19
Kaupandi Skeljungs maki stjórnarformannsins Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, sem tilkynnt var um að hafi keypt 49% hlut í Skeljungi í dag, er aðeins 33 ára gömul en áður var hún framkvæmdarstjóri fjárstýringu Straums-Burðaráss. 4.6.2010 14:26
Áliðnaðurinn keyrir áfram jákvæð vöruskipti Vöruskiptin við útlönd voru hagstæð um tæplega 16,8 milljarða kr. í maí síðastliðnum samkvæmt bráðabirgðatölum sem Hagstofan birti nú í morgun. Að baki þessu er mikil aukning á útflutningi iðnaðarvara og þá einkum áls. 4.6.2010 11:58
Veiking evru bætir erlenda stöðu þjóðarbúsins Nokkur breyting hefur orðið til batnaðar í erlendri stöðu þjóðarbúsins samkvæmt tölum Seðlabankans sem birtar voru í gær. Þannig var hrein staða við útlönd neikvæð um 5.895 milljarða kr. í lok fyrsta ársfjórðungs 2010 og batnar um 400 milljarða kr. frá því í lok síðastliðins árs, þá aðallega vegna veikingar evrunnar. 4.6.2010 11:51
Iceland Express flýgur til New York Iceland Express hefur hafið áætlunarflug til New York og þar með er í fyrsta skipti komin samkeppni á flugleiðinni milli Íslands og New York, segir í tilkynningu. 4.6.2010 11:30
Stefnt að frekari eignasölu hjá Íslandsbanka Íslandsbanki hefur selt 49% hlut í Skeljungi til Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, en hún er hluthafi í Skel Investments sem er eigandi 51% hlutar í Skeljungi. 4.6.2010 11:22
FME og sérstakur saksóknari berjast um starfsfólk Forstjóri Fjármálaeftirlitisins, Gunnar Andersen, sagðist aðspurður í Morgunútvarpinu á RÚV í morgun, að hann væri ekki viss hvort það væru til nógu margir sérfræðingar til þess að ráða í þær tólf stöður sem FME auglýsir í þessa daganna. 4.6.2010 10:27
Atvinnuleysisbætur innan við tveir milljarðar fyrir maí Þann 1. júni greiddi Vinnumálastofnun rúmlega 1,9 milljarð króna í atvinnuleysistryggingar fyrir tímabilið 20. apríl til 19. maí. Greitt var til 15.700 einstaklinga. 4.6.2010 09:54
Mánabergið komið úr 165 milljóna karfatúr Mánaberg ÓF 42 er nú að koma til hafnar eftir úthafskarfaveiði á Reykjaneshrygg. Veiðiferðin sem hófst 13. maí gekk vel og heildarafli var ca. 650 tonn og aflaverðmæti ca. 165 milljónir króna. Skipið kom inn til millilöndunar 27. maí. 4.6.2010 09:44
Heimilin juku kreditkortaveltu sína um 8,8% Kreditkortavelta heimila jókst um 8,8% í janúar-apríl í ár miðað við janúar-apríl í fyrra. Debetkortavelta jókst um 6,0% á sama tíma. Samtals jókst greiðslukortavelta heimila í janúar-apríl 2010 um 7,4%. 4.6.2010 09:26