Fleiri fréttir

OECD bjartsýnna á horfur í stærstu hagkerfunum

OECD er í nýrri spá öllu bjartsýnna á hagþróun stærstu hagkerfa heims það sem eftir lifir árs en stofnunin var í síðustu spá sinni í júní síðastliðnum. Sér í lagi telur hún að samdráttur í Japan og stærstu löndum evrusvæðis verði minni en áður var talið.

Farþegum til landsins fækkar um 150.000 í ár

Samtals komu 526 þúsund farþegar til landsins um Keflavíkurflugvöll á tímabilinu frá janúar til ágúst í ár. Er þetta fækkun um tæplega 150.000 farþega því fjöldinn nam 673 þúsundum á sama tímabili í fyrra.

Straumur: Verulega búið að taka til hjá West Ham

Georg Andersen forstöðumaður samskiptasviðs Straums segir að verulega sé búið að taka til í fjármálum enska úrvalsdeildarliðsins West Ham. CB Holding tók yfir eignarhaldið á West Ham um mitt þetta ár en félagið er 70% í eigu Straums og 30% í eigu Landsbankans, Byr og fleiri.

Skráning Össur hf. í Kaupmannahöfn var samþykkt

Umsókn Össurar hf. um skráningu hlutabréfa félagsins í kauphöllina í Kaupmannahöfn hefur verið samþykkt. Hlutabréf Össurar verða opinberlega skráð og tekin til viðskipta 4. september 2009. Hlutabréf Össurar munu áfram vera skráð í kauphöllina á Íslandi.

Gjaldeyrir flæðir til Dana, varasjóðurinn yfir 9.000 milljarðar

Gjaldeyrir streymir inn til Danmerkur þessa daganna og segir í dönskum fjölmiðlum að seðlabanki landsins þyrfi að stækka gjaldeyrisforðageymslur sínar af þessum sökum. Gjaldeyrisvarasjóður Danmerkur hefur aldrei verið meiri, nemur nú rúmlega 374 milljörðum danskra kr. eða yfir 9.000 milljörðum kr.

Gistinætur í júlí svipaðar og í fyrra

Gistinætur á hótelum í júlí síðastliðnum voru 203.400 en voru 202.200 í sama mánuði árið 2008. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða og á Suðurlandi.

Vöruskiptin hagstæð um 12.6 milljarða í ágúst

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir ágúst 2009 nam útflutningur 44,1 milljarði króna og innflutningur 31,5 milljörðum króna. Vöruskiptin í ágúst voru því hagstæð um 12,6 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum.

West Ham tapaði 7,7 milljörðum í fyrra

Enska útvalsdeildarliðið West Ham tapaði 37 milljónum punda eða 7,7 milljörðum kr. Í fyrra. Ársuppgjörið er áfall fyrir liðið og segir Nick Igoe fjármálasstjóri liðsins að viðskiptastefna hinna íslensku eigenda West Ham hafi reynst…”gölluð í grundvallaratriðum”.

FIH bankinn gaf út skuldabréf fyrir einn milljarð dollara

FIH bankinn í Danmörku stóð fyrir velheppnaðri skuldabréfaútgáfu í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Alls var einn milljarður dollara í boði, eða rúmlega 126 milljarðar kr. Öll útgáfan seldist upp og fengu færri en vildu að kaupa bréfin.

Hærri skattur á álfyrirtæki

Björn Valur Gíslason, varaformaður fjárlaganefndar, vill að rætt verði við álfyrirtækin og fleiri stórfyrirtæki um að þau komi að lausn á fjárhagsvanda þjóðarinnar. Hann nefnir sérstaklega hækkun á tekjuskatti þessara fyrirtækja. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.

Ríkið setur sér eigendastefnu

Ríkið hefur sett sér eigendastefnu í fjármálafyrirtækjum og er henni ætlað að skýra fyrirætlanir ríkisins sem eiganda að fjármálafyrirtækjum. Fram kemur í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu að þetta er í fyrsta skipti sem skýr og skrifleg eigandastefnu er sett fram af hálfu ríkisins. Ætlunin er að eigandastefna ríkisins í fjármálafyrirtækjum geti orðið fyrirmynd að almennri eigandastefnu ríkisins sem unnin verði á næstu misserum og nái til allra félaga og fyrirtækja sem ríkið á hluti í.

50 sagt upp í þremur hópuppsögnum

Vinnumálastofnun bárust 3 hópuppsagnir í ágústmánuði þar sem sagt var upp samtals 50 manns. Á heimasíðu stofnunarinnar segir að um sé að ræða fyrirtæki í byggingariðnaði eða skyldri starfsemi og er ástæðan fyrirsjáanlegur verkefnaskortur og að verkefnum er að ljúka á næstu vikum.

Rólegur dagur í Kauphöllinni

Dagurinn var fremur rólegur í kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan OMX15 hækkaði um 0,9%. Ekkert félag hækkaði í Kauphöllinni í dag. Nýherji lækkaði mest allra félaga eða um rúm 47%. Þá lækkaði Atlantic Petroleum um 6,2% og Össur um 2%.

Ný stjórn tekin við Teymi

Nýir eigendur Teymis hf. tóku við stjórnartaumum í félaginu á aðalfundi í dag, þar sem ný stjórn var kjörin. Landsbankinn er langstærsti hluthafinn í félaginu með um 62 prósenta hlut. Með stjórnarskiptunum lauk formlega fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins, sem staðið hefur stærstan hluta ársins. Nýr stjórnarformaður Teymis er Þórður Ólafur Þórðarson en aðrir stjórnarmenn eru Einar Páll Tamimi, Gísli Valur Guðjónsson, Lúðvík Örn Steinarsson og Steinþór Baldursson. Í tilkynningu frá nýrri stjórn er því fagnað að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins sé nú endanlega lokið. Með henni hafi tekist að að koma félaginu fyrir vind í því mikla efnahagsóveðri sem geisað hefur undanfarið ár og eyða óvissunni um framtíð félagsins.

Iceland Express aftur til Stansted

Iceland Express ætlar að hefja flug til Stansted flugvallar í London á ný frá og með 2. nóvember næstkomandi. Flogið verður tvisvar í viku, á föstudögum og mánudögum. Áfram verður flogið daglega til Gatwick-flugvallar.

Havila Shipping gerir tilboð í íslensk skuldabréf

Norska skipafélagið Havila Shipping hefur gert tilboð í íslensk skuldabréf sem gefin voru út árið 2005 og eiga að koma til borgunnar á næsta ári. Skuldabréfaflokkur þessi er skráður í kauphöllinni undir heitinu HAV 05 1 Iceland. Upphæð hans nemur 250 milljónum norskra kr. eða ríflega 5 milljörðum kr.

Úrslitatilraun til að flæma Portland Aalborg af markaðinum

Kjarni málsins er þessi: Tilgangur alls þessa dæmalausa málatilbúnaðar er úrslitatilraun til þess að flæma Aalborg Portland frá íslenskum markaði. Öllu skal til tjaldað og í engu sparað þrátt fyrir bágborinn efnahag Sementsverksmiðjunnar, skuldasöfnun og kostnað sem af hlýst. Skiptir þá engu þó að framleiðslukostnaður sé hærri en söluverð.

Svikamylla Madoff var afhjúpuð fyrir áratug síðan

Svikamylla Bernhard Madoff var afhjúpuð fyrir áratug síðan eða 1999 en samt fékk spilaborgin að standa uppi næstu tíu árin með tapi upp á fleiri tugi milljarða dollara fyrir fórnarlömb Madoff.

OECD: Frysta eða lækka laun opinberra starfsmanna

Meðal þeirra atriði sem OECD ræðir um í nýrri skýrslu sinni um Ísland er að hin mikla raunhækkun launa meðal opinbera starfsmanna á undan förnum árum þurfi nú að ganga til baka. OECD mælir með því að launin verði fryst eða lækkuð sem liður í niðurskurðaráformum ríkisstjórnarinnar.

Atvinnulausum fer fjölgandi á nýjan leik

Atvinnulausum fjölgaði í ágúst og er það í fyrsta sinn sem þeim fjölgar frá því í mars síðastliðnum samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Atvinnulausir skráðir á vinnumiðlunum í ágústbyrjun voru 15.217 en núna ríflega mánuði síðar eru þeir 15.480 og hefur því fjölgað um 263 á tímabilinu.

Frumtak kaupir hlut í Andersen & Lauth

Frumtak hefur lokið fjórðu fjárfestingu sinni og fest kaup á hlut í Andersen & Lauth ehf. Andersen & Lauth er íslenskt fyrirtæki sem hannar,framleiðir og selur hátískufatnað á alþjóðamarkaði.

Yngstu starfsmennirnir verða oftast veikir

Í nýrri könnun sem samtök vinnuveitenda í Danmörku (Dansk Erhverv) hafa gert meðal félagsmanna sinna kemur í ljós að það eru yngstu starfsmennirnir sem eru oftast forfallaðir í vinnu sinni vegna veikinda. Yfirleitt hefur verið talið að þessu sé öfugt farið og að veikindaforföll aukist með aldrinum.

OECD: Mikið rými til að skera niður ríkisútgjöld

Það er mikið rými til að skera niður útgjöld til heilbrigðis- og menntamála án þess að það komi niður á gæðum þjónustunnar, svo sem haldið hefur verið fram í fyrri skýrslum OECD um Ísland.

Raunávöxtun lífeyrissjóðanna lækkaði um tæp 22% í fyrra

Hrein raunávöxtun lífeyrissjóðanna, þ.e. ávöxtun umfram verðbólgu, lækkaði gríðarlega mikið milli ára og var -21,78% samanborið við 0,5% á árinu 2007. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar sl. 5 ár var 2,5% og meðaltal sl. 10 ára var 3%.

Cayman eyjar á barmi gjaldþrots og íhuga skattheimtu

Hið opinbera á Cayman eyjum rambar nú á barmi gjaldþrots og hafa stjórnvöld því íhugað að koma á fót skattheimtu á eyjunum til að bregðast við ástandinu. Bresk stjórnvöld, sem eyjarnar heyra undir, hafa hafnað því að draga stjórn Cayman að landi hvað þetta varðar.

Hamleys fjölgar verslunum og sölustöðum

Leikfangakeðjan Hamleys mun halda áfram að fjölga verslunum sínum og sölustöðum það sem eftir er ársins og fram á næsta ár. Salan hjá Hamleys hefur tekið kipp upp á við eftir eitt erfiðasta rekstrarár í 249 ára sögu keðjunnar.

Íslenskt vatn til sölu á JFK og LaGuardia

Icelandic Water Holdings, sem framleiðir Icelandic Glacial vatnið, hefur náð samningum við bandarískt fyrirtæki, sem rekur fleiri en 80 veitingastaði á níu flugvöllum víðs vegar um Bandaríkin, um sölu á vatninu á veitingastöðum fyrirtækisins. Vatnið verður meðal annars til sölu á JFK og LaGuardia í New York og O’Hare flugvellinum í Chicago.

Rólegur dagur í kauphöllinni

Dagurinn var fremur rólegur í kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan OMX16 lækkaði um 1,2% og skuldabréfaveltan var undir meðaltali síðustu tveggja mánaða.

Magma setur skilyrði um skuldamál HS Orku

Í samkomulagi því sem Magma og Orkuveitan (OR) hafa gert um kaupin á hlut OR í HS Orku er meðal annars kveðið á um ásættanlega niðurstöðu hvað varðar samninga við aðra aðila um skuldamál HS Orku.

Skuldabréfaveltan 16 milljarðar á dag í ágúst

Heildarviðskipti með skuldabréf í kauphöllinni námu tæpum 322 milljörðum í síðasta mánuði sem samsvarar 16,1 milljarða veltu á dag. Þetta er mesta dagsvelta það sem af er ári.

Nýr sæstrengur til Evrópu í notkun í dag

Nýr sæstrengur, sem tengir saman Ísland og Evrópu, var tekin í notkun í dag þegar Vodafone opnaði fyrir umferð viðskiptavina sinna um strenginn. Um er að ræða sæstreng milli Íslands og Danmerkur, svokallaðan Danice-streng, sem nýlega var lagður milli landanna.

Stjórnarformaður Storebrand kaupir hluti í félaginu

Birger Magnus stjórnarformaður norska tryggingarrisans Storebrand hefur fest kaup á 20 þúsund hlutum í félaginu á genginu 32,42 norskar kr. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar í Osló.

Segir lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs ekki breytast í bráð

Enn ríkir mikil óvissa um þróun lánshæfismats ríkissjóðs á næstunni vegna þeirrar miklu óvissu sem hér er í efnahagsmálunum. Telur greining Íslandsbanka að lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs komi ekki til með að taka breytingum á næstunni þrátt fyrir að þær séu á neikvæðum horfum í bókum matsfyrirtækjanna. Líklega munu matsfyrirtækin bíða og sjá hver framvinda mála verður næstu mánuði.

Skuldabréfaútgáfa til að fjármagna nýju bankanna

Seðlabankinn tilkynnti í gær um útgáfu á nýjum flokki ríkisskuldabréfa. Flokkurinn hefur þann tilgang að fjármagna eiginfjárframlag ríkissjóðs til hinna nýju viðskiptabanka sem reistir voru á grunni bankanna þriggja sem féllu í fyrrahaust.

Samorka hraunar yfir Sjónarrönd ehf.

Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja, gagnrýna harðlega áfangaskýrslu þá sem Sjónarrönd ehf. vann fyrir fjármálaráðuneytið um arðsemi íslenskra orkufyrirtækja. Segir m.a. í tilkynningu frá Samorku að nálgun Sjónarrandar hafi verið fráleit, rangar ályktanir dregnar og gjörólík fyrirtæki borin saman.

Birna svarar: Leiðrétting en ekki niðurfelling skulda

„Í raun ganga hugmyndir Íslandsbanka út á leiðréttingu á höfuðstól en ekki beina niðurfellingu. Aðferðafræðin gengur út á að skipta þessum lánum yfir í óverðtryggð lán í íslenskum krónum. Við gerum okkur grein fyrir að vextir á óverðtryggðum lánum verða líklegast hærri til að byrja með."

Nafni Eimskips verði breytt í A1988 hf.

Eftirfarandi tillaga verður sett fyrir næsta hluthafafund Eimskips: „Hluthafafundur Hf. Eimskipafélags Íslands haldinn 8. september samþykkir að breyta nafni félagsins í A1988 hf. Skal 1. gr. samþykkta félagsins breytast og verða svohljóðandi; "Félagið er hlutafélag og nafn þess er A1988 hf.

Mesta atvinnuleysi innan ESB í áratug

Atvinnuleysi meðal ríkjan innan ESB er hið mesta í áratug. Samkvæmt nýjum tölum sem birtar voru í morgun nam atvinnuleysið 9,5% innan sambandsins og hefur ekki verið meira síðan 1999. Atvinnuleysið jókst úr 9,4% í júní og í 9,5% í júlí.

VBS tapaði 4,3 milljörðum á fyrri helming ársins

VBS fjárfestingarbanki hf. tapaði rúmlega 4,3 milljörðrum kr. á fyrstu sex mánuðum ársins. Samkvæmt árshlutareikningi tímabilsins 1. janúar til 30. júní 2009 nemur eigið fé 4,7 milljörðum króna og er eiginfjárhlutfall bankans 15,2%.

Sjá næstu 50 fréttir