OECD: Mikið rými til að skera niður ríkisútgjöld 2. september 2009 10:17 Það er mikið rými til að skera niður útgjöld til heilbrigðis- og menntamála án þess að það komi niður á gæðum þjónustunnar, svo sem haldið hefur verið fram í fyrri skýrslum OECD um Ísland. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu OECD um Ísland sem kynnt var í morgun. Þar segir ennfremur að þörf er á verulegu átaki í ríkisfjármálum til að koma fjármálum hins opinbera aftur á sjálfbæran grundvöll. Hrun fjármálakerfis Íslands hefur stórlega aukið skuldir ríkisins í efnahagskreppunni sem, ásamt hækkandi endurgreiðslubyrði af skuldum, hefur stóraukið halla ríkissjóðs. Því er nauðsyn á að halda áfram að leiðrétta grundvöll ríkisfjármála. Í upphafi mun mest af þeirri leiðréttingu eiga sér stað gegnum skattahækkanir, en þegar fram í sækir verður niðurskurður á útgjöldum að aukast. Bankakerfið verður að komast aftur í eðlilegt horf til þess að þjóðarbúið nái sér aftur á strik. Eftir að bankarnir hrundu, settu stjórnvöld á stofn þrjá nýja banka með því að flytja öll innlend innlán og kröfur á innlenda aðila sem áður voru í gömlu bönkunum. Þótt þetta sé skilvirk tímabundin lausn, stenst hún ekki til lengri tíma. Nýju bankarnir hafa að geyma gallaðar eignir, þeir eru of stórir og ættu ekki að vera að eilífu í ríkiseigu. Stjórnvöld þyrftu að stíga nauðsynleg skref í átt að einkavæðingu og ættu að hvetja erlenda banka til þátttöku. Gjaldeyrishömlum ætti að aflétta hið fyrsta. Áætlunin sem studd er af viðbúnaðarláni AGS kom á gjaldeyrishömlum á fjármagnsflutninga til að koma í veg fyrir stórkostlegan fjárflótta, koma á stöðugu gengi og vernda heimili og fyrirtæki fyrir stórum, berskjöldum stöðutökum í erlendum gjaldeyri. Aflétta ætti þessum hömlum um leið og það er hægt á öruggan hátt, svo hægt verði að taka aftur upp eðlileg fjárhagssamskipti við erlenda markaði. Ef Ísland gerist aðili að ESB, væri æskilegt fyrir landið að leita aðgangs að evrusvæðinu svo fljótt sem unnt er til að njóta efnahagslegs hagræðis þess. Peningastefna fortíðarinnar hefur ekki gefið góða raun, bæði þegar stuðst var við gengisviðmið jafnt sem verðbólgumarkmið. Með því að ganga inn í evrusvæðið mun Ísland njóta hagræðis af trúverðugleika evrópska seðlabankans og einnig af lægra áhættuálagi. Hrunið leiddi í ljós að fjármálaeftirlitið var veikbyggt og þarfnast leiðréttingar. Eftir að bankarnir voru einkavæddir 2003, uxu þeir mjög hratt og urðu svo stórir í hlutfalli við þjóðarbúið að ekki var hægt að bjarga þeim þegar þeir lentu í erfiðleikum. Þeir urðu einnig svo flóknir og samtengdir að bankaeftirlitsmenn með takmörkuð völd gátu ekki lengur haft í fullu tré við þá. Í framtíðinni mun fjárhagslegur stöðugleiki nást með því að bankakerfið verði minna og einfaldara, eftirlit strangara og komið verði á traustum ramma með efnahagsstefnu sem beinist að kerfislægum og einstökum áhættum. Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Sjá meira
Það er mikið rými til að skera niður útgjöld til heilbrigðis- og menntamála án þess að það komi niður á gæðum þjónustunnar, svo sem haldið hefur verið fram í fyrri skýrslum OECD um Ísland. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu OECD um Ísland sem kynnt var í morgun. Þar segir ennfremur að þörf er á verulegu átaki í ríkisfjármálum til að koma fjármálum hins opinbera aftur á sjálfbæran grundvöll. Hrun fjármálakerfis Íslands hefur stórlega aukið skuldir ríkisins í efnahagskreppunni sem, ásamt hækkandi endurgreiðslubyrði af skuldum, hefur stóraukið halla ríkissjóðs. Því er nauðsyn á að halda áfram að leiðrétta grundvöll ríkisfjármála. Í upphafi mun mest af þeirri leiðréttingu eiga sér stað gegnum skattahækkanir, en þegar fram í sækir verður niðurskurður á útgjöldum að aukast. Bankakerfið verður að komast aftur í eðlilegt horf til þess að þjóðarbúið nái sér aftur á strik. Eftir að bankarnir hrundu, settu stjórnvöld á stofn þrjá nýja banka með því að flytja öll innlend innlán og kröfur á innlenda aðila sem áður voru í gömlu bönkunum. Þótt þetta sé skilvirk tímabundin lausn, stenst hún ekki til lengri tíma. Nýju bankarnir hafa að geyma gallaðar eignir, þeir eru of stórir og ættu ekki að vera að eilífu í ríkiseigu. Stjórnvöld þyrftu að stíga nauðsynleg skref í átt að einkavæðingu og ættu að hvetja erlenda banka til þátttöku. Gjaldeyrishömlum ætti að aflétta hið fyrsta. Áætlunin sem studd er af viðbúnaðarláni AGS kom á gjaldeyrishömlum á fjármagnsflutninga til að koma í veg fyrir stórkostlegan fjárflótta, koma á stöðugu gengi og vernda heimili og fyrirtæki fyrir stórum, berskjöldum stöðutökum í erlendum gjaldeyri. Aflétta ætti þessum hömlum um leið og það er hægt á öruggan hátt, svo hægt verði að taka aftur upp eðlileg fjárhagssamskipti við erlenda markaði. Ef Ísland gerist aðili að ESB, væri æskilegt fyrir landið að leita aðgangs að evrusvæðinu svo fljótt sem unnt er til að njóta efnahagslegs hagræðis þess. Peningastefna fortíðarinnar hefur ekki gefið góða raun, bæði þegar stuðst var við gengisviðmið jafnt sem verðbólgumarkmið. Með því að ganga inn í evrusvæðið mun Ísland njóta hagræðis af trúverðugleika evrópska seðlabankans og einnig af lægra áhættuálagi. Hrunið leiddi í ljós að fjármálaeftirlitið var veikbyggt og þarfnast leiðréttingar. Eftir að bankarnir voru einkavæddir 2003, uxu þeir mjög hratt og urðu svo stórir í hlutfalli við þjóðarbúið að ekki var hægt að bjarga þeim þegar þeir lentu í erfiðleikum. Þeir urðu einnig svo flóknir og samtengdir að bankaeftirlitsmenn með takmörkuð völd gátu ekki lengur haft í fullu tré við þá. Í framtíðinni mun fjárhagslegur stöðugleiki nást með því að bankakerfið verði minna og einfaldara, eftirlit strangara og komið verði á traustum ramma með efnahagsstefnu sem beinist að kerfislægum og einstökum áhættum.
Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Sjá meira