OECD: Mikið rými til að skera niður ríkisútgjöld 2. september 2009 10:17 Það er mikið rými til að skera niður útgjöld til heilbrigðis- og menntamála án þess að það komi niður á gæðum þjónustunnar, svo sem haldið hefur verið fram í fyrri skýrslum OECD um Ísland. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu OECD um Ísland sem kynnt var í morgun. Þar segir ennfremur að þörf er á verulegu átaki í ríkisfjármálum til að koma fjármálum hins opinbera aftur á sjálfbæran grundvöll. Hrun fjármálakerfis Íslands hefur stórlega aukið skuldir ríkisins í efnahagskreppunni sem, ásamt hækkandi endurgreiðslubyrði af skuldum, hefur stóraukið halla ríkissjóðs. Því er nauðsyn á að halda áfram að leiðrétta grundvöll ríkisfjármála. Í upphafi mun mest af þeirri leiðréttingu eiga sér stað gegnum skattahækkanir, en þegar fram í sækir verður niðurskurður á útgjöldum að aukast. Bankakerfið verður að komast aftur í eðlilegt horf til þess að þjóðarbúið nái sér aftur á strik. Eftir að bankarnir hrundu, settu stjórnvöld á stofn þrjá nýja banka með því að flytja öll innlend innlán og kröfur á innlenda aðila sem áður voru í gömlu bönkunum. Þótt þetta sé skilvirk tímabundin lausn, stenst hún ekki til lengri tíma. Nýju bankarnir hafa að geyma gallaðar eignir, þeir eru of stórir og ættu ekki að vera að eilífu í ríkiseigu. Stjórnvöld þyrftu að stíga nauðsynleg skref í átt að einkavæðingu og ættu að hvetja erlenda banka til þátttöku. Gjaldeyrishömlum ætti að aflétta hið fyrsta. Áætlunin sem studd er af viðbúnaðarláni AGS kom á gjaldeyrishömlum á fjármagnsflutninga til að koma í veg fyrir stórkostlegan fjárflótta, koma á stöðugu gengi og vernda heimili og fyrirtæki fyrir stórum, berskjöldum stöðutökum í erlendum gjaldeyri. Aflétta ætti þessum hömlum um leið og það er hægt á öruggan hátt, svo hægt verði að taka aftur upp eðlileg fjárhagssamskipti við erlenda markaði. Ef Ísland gerist aðili að ESB, væri æskilegt fyrir landið að leita aðgangs að evrusvæðinu svo fljótt sem unnt er til að njóta efnahagslegs hagræðis þess. Peningastefna fortíðarinnar hefur ekki gefið góða raun, bæði þegar stuðst var við gengisviðmið jafnt sem verðbólgumarkmið. Með því að ganga inn í evrusvæðið mun Ísland njóta hagræðis af trúverðugleika evrópska seðlabankans og einnig af lægra áhættuálagi. Hrunið leiddi í ljós að fjármálaeftirlitið var veikbyggt og þarfnast leiðréttingar. Eftir að bankarnir voru einkavæddir 2003, uxu þeir mjög hratt og urðu svo stórir í hlutfalli við þjóðarbúið að ekki var hægt að bjarga þeim þegar þeir lentu í erfiðleikum. Þeir urðu einnig svo flóknir og samtengdir að bankaeftirlitsmenn með takmörkuð völd gátu ekki lengur haft í fullu tré við þá. Í framtíðinni mun fjárhagslegur stöðugleiki nást með því að bankakerfið verði minna og einfaldara, eftirlit strangara og komið verði á traustum ramma með efnahagsstefnu sem beinist að kerfislægum og einstökum áhættum. Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Það er mikið rými til að skera niður útgjöld til heilbrigðis- og menntamála án þess að það komi niður á gæðum þjónustunnar, svo sem haldið hefur verið fram í fyrri skýrslum OECD um Ísland. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu OECD um Ísland sem kynnt var í morgun. Þar segir ennfremur að þörf er á verulegu átaki í ríkisfjármálum til að koma fjármálum hins opinbera aftur á sjálfbæran grundvöll. Hrun fjármálakerfis Íslands hefur stórlega aukið skuldir ríkisins í efnahagskreppunni sem, ásamt hækkandi endurgreiðslubyrði af skuldum, hefur stóraukið halla ríkissjóðs. Því er nauðsyn á að halda áfram að leiðrétta grundvöll ríkisfjármála. Í upphafi mun mest af þeirri leiðréttingu eiga sér stað gegnum skattahækkanir, en þegar fram í sækir verður niðurskurður á útgjöldum að aukast. Bankakerfið verður að komast aftur í eðlilegt horf til þess að þjóðarbúið nái sér aftur á strik. Eftir að bankarnir hrundu, settu stjórnvöld á stofn þrjá nýja banka með því að flytja öll innlend innlán og kröfur á innlenda aðila sem áður voru í gömlu bönkunum. Þótt þetta sé skilvirk tímabundin lausn, stenst hún ekki til lengri tíma. Nýju bankarnir hafa að geyma gallaðar eignir, þeir eru of stórir og ættu ekki að vera að eilífu í ríkiseigu. Stjórnvöld þyrftu að stíga nauðsynleg skref í átt að einkavæðingu og ættu að hvetja erlenda banka til þátttöku. Gjaldeyrishömlum ætti að aflétta hið fyrsta. Áætlunin sem studd er af viðbúnaðarláni AGS kom á gjaldeyrishömlum á fjármagnsflutninga til að koma í veg fyrir stórkostlegan fjárflótta, koma á stöðugu gengi og vernda heimili og fyrirtæki fyrir stórum, berskjöldum stöðutökum í erlendum gjaldeyri. Aflétta ætti þessum hömlum um leið og það er hægt á öruggan hátt, svo hægt verði að taka aftur upp eðlileg fjárhagssamskipti við erlenda markaði. Ef Ísland gerist aðili að ESB, væri æskilegt fyrir landið að leita aðgangs að evrusvæðinu svo fljótt sem unnt er til að njóta efnahagslegs hagræðis þess. Peningastefna fortíðarinnar hefur ekki gefið góða raun, bæði þegar stuðst var við gengisviðmið jafnt sem verðbólgumarkmið. Með því að ganga inn í evrusvæðið mun Ísland njóta hagræðis af trúverðugleika evrópska seðlabankans og einnig af lægra áhættuálagi. Hrunið leiddi í ljós að fjármálaeftirlitið var veikbyggt og þarfnast leiðréttingar. Eftir að bankarnir voru einkavæddir 2003, uxu þeir mjög hratt og urðu svo stórir í hlutfalli við þjóðarbúið að ekki var hægt að bjarga þeim þegar þeir lentu í erfiðleikum. Þeir urðu einnig svo flóknir og samtengdir að bankaeftirlitsmenn með takmörkuð völd gátu ekki lengur haft í fullu tré við þá. Í framtíðinni mun fjárhagslegur stöðugleiki nást með því að bankakerfið verði minna og einfaldara, eftirlit strangara og komið verði á traustum ramma með efnahagsstefnu sem beinist að kerfislægum og einstökum áhættum.
Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira