Viðskipti innlent

deCODE leitar kaupenda að lífsýnabanka sínum

deCODE leitar nú kaupenda að lífsýnabanka sínum og hefur félagið rætt við bæði vísinda- og viðskiptasjóði um málið.

 

Samkvæmt grein í vikuritinu Science er deCODE með þessu að reyna að bjarga framtíð sjóðsins sem er ótrygg vegna óvissu um stöðu og rekstur deCODE í náinni framtíð.

 

Fram kemur í greininni að deCODE eigi ekki rekstrarfé fyrir starfsemi sína nema nokkrar vikur fram í tímann en félagið hafi tilkynnt um þessa stöðu í síðasta mánuði.

 

Fram kemur í grein Science að lífsýnabankinn hafi reynst fjársjóður í erfðarannsóknum en viðleitni deCODE til að búa til lyf úr þeirri rannsóknarvinnu hafi ekki reynst fjárhagsleg uppspretta fyrir félagið.

 

Meðal þeirra vísindasjóða sem sagðir eru hafa áhuga á lífsýnabankanum er The Wellcome Trust í Bretlandi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×