Cayman eyjar á barmi gjaldþrots og íhuga skattheimtu 2. september 2009 09:16 Hið opinbera á Cayman eyjum rambar nú á barmi gjaldþrots og hafa stjórnvöld því íhugað að koma á fót skattheimtu á eyjunum til að bregðast við ástandinu. Bresk stjórnvöld, sem eyjarnar heyra undir, hafa hafnað því að draga stjórn Cayman að landi hvað þetta varðar. Fjöldi af auðugasta fólki heimsins hefur löngum sleikt sólina á Cayman eyjum og notað þær sem skattaskjól. Þarna er skráður mesti fjölda vogunarsjóða í heiminum og þar er fimmtu stærstu bankamiðstöð heimsins að finna. Þessir aðilar borga ekki skatta heldur aðeins minniháttar gjöld fyrir að fá að starfa á eyjunum. En það hefur ekki dugað til að halda uppi opinberri þjónustu á eyjunum. Opinberir starfsmenn fá ekki lengur lífeyrisgreiðslur eða sjúkratryggingar greiddar í launaumslögum sínum. Verktakar og aðrir sem eiga í viðskiptum við hið opinbera hafa ekki fengið reikninga sína greidda. Samkvæmt frétt um málið í The Guardian grátbað landsstjóri Cayman-eyja, William Mckeeva Bush, bresk stjórnvöld um 190 milljón punda lán. Svarið á móti var krafa um að eyjarnar myndu draga úr lántökum sínum og skera niður skuldir sínar. Í bréfi frá breska fjármálaráðuneytinu var Bush bent á að taka upp skatta, til dæmis tekju- og eignaskatta. Þetta hefur sent skjálftabylgju út meðal vellauðugra íbúa á eyjunum. Bæði Paul Allen annar stofnandi Microsoft og kylfingurinn Tiger Woods eru með heimahöfn fyrir snekkjur sínar á eyjunum. Hinir vellauðugu eru þó aðeins brot af íbúafjöldanum á Cayman. Langflestir eyjaskeggja eru fátækt fólk sem lifir í einföldum einnar hæðar múrsteinshúsum. Flestir þeirra lifa af því að þjónusta hina auðugu. Það er fjármálakreppan í heiminum sem skilið hefur eftir risastórt gat í fjárlögum eyjarinnar og þar að auki hafa bandarískir ferðamenn ekki lengur efni á að koma í heimsóknir. Fjárlagagatið stafar einkum af því að á uppgangsárunum, áður en bólan sprakk, var farið í viðamiklar endurbætur á úr sér gengnum innviðum eyjarinar. Endurbætur sem voru fjármagnaðar með lánum. Veislan er búin en reikningarnir bíða. Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hið opinbera á Cayman eyjum rambar nú á barmi gjaldþrots og hafa stjórnvöld því íhugað að koma á fót skattheimtu á eyjunum til að bregðast við ástandinu. Bresk stjórnvöld, sem eyjarnar heyra undir, hafa hafnað því að draga stjórn Cayman að landi hvað þetta varðar. Fjöldi af auðugasta fólki heimsins hefur löngum sleikt sólina á Cayman eyjum og notað þær sem skattaskjól. Þarna er skráður mesti fjölda vogunarsjóða í heiminum og þar er fimmtu stærstu bankamiðstöð heimsins að finna. Þessir aðilar borga ekki skatta heldur aðeins minniháttar gjöld fyrir að fá að starfa á eyjunum. En það hefur ekki dugað til að halda uppi opinberri þjónustu á eyjunum. Opinberir starfsmenn fá ekki lengur lífeyrisgreiðslur eða sjúkratryggingar greiddar í launaumslögum sínum. Verktakar og aðrir sem eiga í viðskiptum við hið opinbera hafa ekki fengið reikninga sína greidda. Samkvæmt frétt um málið í The Guardian grátbað landsstjóri Cayman-eyja, William Mckeeva Bush, bresk stjórnvöld um 190 milljón punda lán. Svarið á móti var krafa um að eyjarnar myndu draga úr lántökum sínum og skera niður skuldir sínar. Í bréfi frá breska fjármálaráðuneytinu var Bush bent á að taka upp skatta, til dæmis tekju- og eignaskatta. Þetta hefur sent skjálftabylgju út meðal vellauðugra íbúa á eyjunum. Bæði Paul Allen annar stofnandi Microsoft og kylfingurinn Tiger Woods eru með heimahöfn fyrir snekkjur sínar á eyjunum. Hinir vellauðugu eru þó aðeins brot af íbúafjöldanum á Cayman. Langflestir eyjaskeggja eru fátækt fólk sem lifir í einföldum einnar hæðar múrsteinshúsum. Flestir þeirra lifa af því að þjónusta hina auðugu. Það er fjármálakreppan í heiminum sem skilið hefur eftir risastórt gat í fjárlögum eyjarinnar og þar að auki hafa bandarískir ferðamenn ekki lengur efni á að koma í heimsóknir. Fjárlagagatið stafar einkum af því að á uppgangsárunum, áður en bólan sprakk, var farið í viðamiklar endurbætur á úr sér gengnum innviðum eyjarinar. Endurbætur sem voru fjármagnaðar með lánum. Veislan er búin en reikningarnir bíða.
Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira