West Ham tapaði 7,7 milljörðum í fyrra 3. september 2009 08:39 Enska útvalsdeildarliðið West Ham tapaði 37 milljónum punda eða 7,7 milljörðum kr. Í fyrra. Ársuppgjörið er áfall fyrir liðið og segir Nick Igoe fjármálasstjóri liðsins að viðskiptastefna hinna íslensku eigenda West Ham hafi reynst…"gölluð í grundvallaratriðum". Í frétt um málið í The Guardian segir að samkvæmt uppgjörinu nemi heildarskuldir og skuldbindingar West Ham hátt í 100 milljónum punda eða nær 20 milljörðum kr. Þetta sé arfleifð Björgólfs Guðmundssonar en liðið var í eigu hans á þeim tíma sem uppgjörið nær til. Það sem er hvað alvarlegast er að liðið er nú orðið brotlegt gagnvart skilmálum á lánum sínum. Þetta þýðir að fimm bankar hefðu getað gjaldfellt skuldir upp á yfir 20 milljónir punda og þar með sett liðið í þrot. "Það var aðeins velvilji þessara banka sem forðaði því að West Ham yrði fyrsta úrvalsdeildarliðið til að verða gjaldþrota," segir í Guardian. Nick Igoe segir að umfang rekstrartapsins og launagreiðslur á árunum 2007-2008 hafi leitt til þess að fyrrgreindir lánaskilmálar voru brotnir. Á þessu tímabili var launakostnaður West Ham rúmlega 63 milljónir punda en heildarvelta liðsins nam 81,5 milljónum punda. Launin voru sum sé 78% af veltunni sem getur ekki gengið upp. Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Enska útvalsdeildarliðið West Ham tapaði 37 milljónum punda eða 7,7 milljörðum kr. Í fyrra. Ársuppgjörið er áfall fyrir liðið og segir Nick Igoe fjármálasstjóri liðsins að viðskiptastefna hinna íslensku eigenda West Ham hafi reynst…"gölluð í grundvallaratriðum". Í frétt um málið í The Guardian segir að samkvæmt uppgjörinu nemi heildarskuldir og skuldbindingar West Ham hátt í 100 milljónum punda eða nær 20 milljörðum kr. Þetta sé arfleifð Björgólfs Guðmundssonar en liðið var í eigu hans á þeim tíma sem uppgjörið nær til. Það sem er hvað alvarlegast er að liðið er nú orðið brotlegt gagnvart skilmálum á lánum sínum. Þetta þýðir að fimm bankar hefðu getað gjaldfellt skuldir upp á yfir 20 milljónir punda og þar með sett liðið í þrot. "Það var aðeins velvilji þessara banka sem forðaði því að West Ham yrði fyrsta úrvalsdeildarliðið til að verða gjaldþrota," segir í Guardian. Nick Igoe segir að umfang rekstrartapsins og launagreiðslur á árunum 2007-2008 hafi leitt til þess að fyrrgreindir lánaskilmálar voru brotnir. Á þessu tímabili var launakostnaður West Ham rúmlega 63 milljónir punda en heildarvelta liðsins nam 81,5 milljónum punda. Launin voru sum sé 78% af veltunni sem getur ekki gengið upp.
Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira