Fleiri fréttir

Gjaldeyrisforði SÍ rýrnaði um 120 milljarða á tíu mánuðum

Gjaldeyrisforði Seðlabankans hefur rýrnað um rúma hundrað milljarða króna á síðustu tíu mánuðum eða því sem nemur láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til íslands. Bankinn notaði rúman hálfan milljarð króna í síðustu viku til að styrkja gengi krónunnar um 3 prósent en óvíst er að sú styrking haldi.

Opin Kerfi Group hf. hagnast um 20 milljónir króna

Hagnaður samstæðu Opinna Kerfa Group hf. nam 20 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 318 milljón króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Eiginfjárhlutfall félagsins er 35,5% og arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli er 3,1% sem er lægri en á fyrri hluta síðasta árs.

Úrvalsvísitalan lækkaði í dag

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,41% í dag. Viðskipti með hlutabréf námu rúmlega 68 milljónum króna. Mest viðskipti voru með bréf Össurar og lækkuðu bréf félagsins um 0,81%. Marel lækkaði um 1,19% en ekkert félag hækkaði í viðskiptum dagsins. Vísitalan stendur nú í 818,9 stigum.

CCP hf. hagnast um 6,2 milljónir dollara

Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP hf., skilaði hagnaði upp á rétt tæplega 6,2 milljónir dollara á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 2,1 milljón dollara hagnað á sama tímabili á síðasta ári. Hagnaðurinn eykst því um 195% á milli ára. Hagnaðurinn á fyrstu sex mánuðum þessa árs jafngildir um 775 milljónum króna.

Hagnaður Landsvaka tæplega eitt hundrað milljónir

Stjórn Landsvaka hf., sem rekur verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóði Landsbankans, hefur staðfest árshlutauppgjör félagsins fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2009. Hagnaður af rekstri félagsins fyrstu sex mánuði ársins nam 96,9 milljónum króna samkvæmt rekstrarreikningi félagsins.

Hagnaður ÍLS nam 465 milljónum á fyrri helming ársins

Hagnaður var af rekstri Íbúðalánasjóðs (ÍLS) á fyrstu sex mánuðum ársins að fjárhæð 463 milljónum kr. skv. rekstrarreikningi. Eigið fé hans í lok júní nam 13,7 milljarða kr. samkvæmt efnahagsreikningi.

27 bankar í mál við íslenska ríkið

Alls hafa 27 alþjóðlegir bankar höfðað skaðabótamál á hendur Seðlabanka Íslands, Fjármálaeftirlitinu, fjármálaráðuneytinu og Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis (SPRON). Flestir bankanna eru þýskir alþjóðlegir bankar. Þarna má einnig finna franskan banka og svo Seðlabanka Egyptalands.

Franskir ofnasmiðir fækka fötum til að bjarga störfum sínum

Starfsmenn hjá frönsku ofnasmiðjunni Chaffoteaux et Maury í Brittany ætla að fækka fötunum til að reyna að bjarga störfum sínum. Þeir ætla að koma fram naktir á dagatali í örvæntingarfullri tilraun til að bjarga 204 störfum í verksmiðju sinni.

Verðmæti grásleppuhrogna og kavíars eykst um 113%

Á fyrri helmingi ársins nam útflutningsverðmæti saltaðra grásleppuhrogna og grásleppukavíars 923 milljónum króna. Það er hvorki meira né minna en 113% aukning frá sama tíma í fyrra.

Disney kaupir Marvel Entertainment

Walt Disney samsteypan hefur fest kaup á Marvel Entertainment en frá þessu var greint í dag rétt fyrir opnun markaðarins á Wall Street.

Ríkið og sveitarfélög gera samning við Skyggni

Ríkiskaup hefur gert rammasamning við rekstrar- og tæknifélagið Skyggni sem felur í sér kaup á lausnum og þjónustu í upplýsingatækni fyrir ríkisfyrirtæki og sveitarfélög sem eru aðilar að rammasamningnum.

Tekjur af hótelherbergjum hækka um 23% í krónum talið

Tekjur fyrir framboðið herbergi á þriggja og fjögurra stjörnu hótelum í Reykjavík mældar í krónum eru 23,0% hærri í júlímánuði en á sama tíma í fyrra, þar af hafa tekjur fyrir fjögurra stjörnu gistingu hækkað um 30,0% á milli ára en tekjur fyrir þriggja stjörnu gistingu hafa hækkað um 12,5% á milli ára.

Mikil lækkun hlutabréfa í Kína

Hlutabréfamarkaðurinn í Shanghai í Kína féll um rúmlega 5% í dag. Markaðir í Kína hafa lokað enda er kvöldið að bresta á þar í landi. Á föstudaginn lækkuðu hlutabréf í Shanghai um 7% og því nemur lækkunin yfir 10% á undanförnum tveimur viðskiptadögum.

Skuldabréf sparisjóða á athugunarlista í kauphöllinni

Kauphöllin hefur ákveðið að færa skuldabréf útgefin af Sparisjóði Bolungarvíkur, Sparisjóðinum í Keflavík og Byr á athugunarlista vegna óvissu um fjárhagslega stöðu útgefanda og mögulega ójafnræði meðal fjárfesta samanber ákvæði í reglum fyrir útgefendur fjármálagerninga í Kauphöllinni.

Einu eignir SPM eru réttindi í Nýja Kaupþingi

„Áður en bráðabirgðastjórn tók við hafði verið samið við Nýja Kaupþing banka hf. (NKB) um nánar tilgreindar eignir og rekstur SPM. Útibú SPM og NKB í Borgarnesi hafa verið sameinuð og SPM er ekki lengur með neinn rekstur á sínum vegum. Einu eignir SPM nú eru réttindi skv. framangreindum kaupsamningi við NKB.“

ICEQ tapaði 15 milljónum á fyrri helming ársins

Tap varð af rekstri ICEQ verðbréfa sjóðsins á fyrstu sex mánuðum ársins að fjárhæð 15 milljónum kr. samkvæmt rekstrarreikningi og er tapið fært til lækkunar á hlutdeildarskírteinum ICEQ verðbréfasjóðs.

Yfir 111 milljarða viðsnúningur á vöruskiptunum í ár

Í júlímánuði voru fluttar út vörur fyrir 41,7 milljarða króna og inn fyrir tæpa 34,9 milljarða króna. Vöruskiptin í júlí voru því hagstæð um 6,8 milljarða króna. Í júlí 2008 voru vöruskiptin óhagstæð um 33,3 milljarða króna á sama gengi.

GM semur við kínverskan bílaframleiðanda

Stjórnendur General Motors hafa skrifað undir 293 milljóna dala samning við kínverska ríkisbílaframleiðandann FAW um framleiðslu léttra flutningabíla og smárúta.

Störfum hjá 365 miðlum hefur fækkað um 180 á þremur árum

Stór hluti þess húsnæðis sem starfsemi 365 miðla, sem rekur fréttavefinn Vísi, Fréttablaðið, Stöð 2 og Bylgjuna, fer fram í var auglýstur til leigu í helgarblaði Fréttablaðsins. Ari Edwald, forstjóri 365, segir ástæðuna vera þá að stöðugildum hjá fyrirtækinu hafi fækkað verulega á undanförnum þremur árum og að starfsemin rúmist fyrir í minna húsnæði en áður.

Yfirlýsing Sigurjóns þvert á fyrri yfirlýsingar frá Landsbankanum

Daginn sem neyðarlögin voru sett vegna yfirvofandi hruns íslensku bankanna fullyrti talsmaður Landsbankans að íslenska ríkið myndi verja innistæður á Icesave. Þetta er þvert á yfirlýsingar Sigurjóns Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.

Efnahagslífið í Bretlandi skárra en búist var við

Samdráttur í breska hagkerfinu varð ekki eins mikill á öðrum ársfjórðungi og óttast hafði verið, segir í frétt á vef Telegraph. Ástæðan er meðal annars rakin til betri sölu á breskum bifreiðum en gert hafði verið ráð fyrir. Breska hagstofan sagði í gær að landsframleiðslan þar í landi hefði dregist saman um 0,7% en ekki 0,8%, sem þýðir 5,5% samdráttur á ársgrundvelli í stað 5,6% eins og gert hafði verið ráð fyrir.

Bakkavör hækkaði um 36,4%

Úrvalsvísitalan heldur áfram að hækka. Í dag hækkaði hún um 2,62% í mjög litlum viðskiptum eða fyrir rúmar 8 milljónir króna. Vísitalan stendur nú í 830,61 stigi. Bakkavör hækkaði um 36,4%, Færeyjabanki hækkaði um 8,65% en Össur lækkaði um 1,2%. Gengi annarra félaga hreyfðist ekki.

Rætt við Sigurjón Þ. Árnason í fréttum Stöðvar 2

Rætt verður við Sigurjón Þ. Árnason fyrrum bankastjóra Landsbankans í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sigurjón hefur hingað til lítt eða ekki viljað tjá sig um Icesaveábyrgðina og ýmislegt annað tengt hruni Landsbankans.

Afkoma SS batnar verulega á milli ára

Sláturfélag Suðurlands tapaði 45,8 milljónum kr. á fyrstu sex mánuðum ársins. Er þetta mun betri afkoma en á sama tímabili í fyrra þegar tapið nam tæpum 472 milljónum kr.

Segir Seðlabankann vondaufan um að krónan styrkist

Greining Íslandsbanka telur að Seðlabanki Íslands sé orðinn vondaufur um að krónan styrkist í náinni framtíð. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar þar sem fjallað er um fundargerð Peningastefnunefndar frá síðasta vaxtaákvörðunardegi en fundargerðin var birt í gær.

Líklegt að ríkið þurfi frekara lánsfé á árinu

Tölur um lánsfjárþörf ríkissjóðs á fyrstu sjö mánuðum ársins sem birtar voru í gær benda til þess að hugsanlega þurfi ríkissjóður að afla sér meira lánsfjár á árinu en áætlanir ríkisins gera nú ráð fyrir. Þetta kemur fram í Morgunkorni Íslandsbanka en greiningin reiknar með því að engin ákvörðun um frekari útgáfu verði tekin fyrr en á síðasta ársfjórðungi.

UK Coal skuldar Landsbankanum 1,2 milljarða

Heildarútlán Landsbankans til UK Coal, stærsta kolanámufélags Bretlands, nam rúmum 5,7 milljónum punda sem jafngildir um 1,2 milljörðum króna. Heildarlánaheimildir til félagsins voru rúmar 21,4 milljónir punda eða tæplega 4,5 milljarðar króna. Líkt og Vísir greindi frá fyrr í morgun glímir UK Coal nú við vaxandi skuldavandamál í rekstri sínum.

FIH bankinn í milljarða klemmu vegna Sjælsö Gruppen

FIH bankinn og Amagerbanken í Danmörku eru í klemmu vegna sambankaláns sem þeir veittu Sjælsö Gruppen að upphæð 1,1 milljarð danskra kr. eða rúmlega 25 milljarða kr. Skilyrðin fyrir láninu eru ekki lengur til staðar en þau voru helst að eiginfjárhlutfall félagsins mætti ekki fara niður fyrir 40%. Það stendur nú í 35,3%.

Sigurjón Árnason fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur

Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, mætir fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag en þar fer fram aðalmeðferð í máli Kjartans Briem, sem átti innistæðu í peningamarkaðssjóði Landsbankans, gegn gamla Landsbankanum og Landsvaka, sem var vörsluaðili sjóðanna.

SA skipar sex starfshópa um ESB

Samtök atvinnulífsins (SA) hafa ákveðið að skipa sex starfshópa til að fjalla um málefni atvinnulífsins vegna aðildarumsóknar Íslands að ESB. Þetta kemur fram á vefsíðu samtakanna.

Vísitala framleiðsluverðs hækkar um 12,2% milli ára

Frá júlí 2008 hefur vísitala framleiðsluverðs hækkað um 12,2% og verðvísitala sjávarafurða um 27,6%. Á sama tíma hefur verð á afurðum stóriðju lækkað um 15% en matvælaverð hefur hækkað um 13,6%. Hagstofan greinir frá þessu í dag.

Landsbankinn flækir skuldavandamálin hjá UK Coal

Stærsta kolanámufélag Bretlands, UK Coal, glímir nú við vaxandi skuldavandamál í rekstri sínum. Landsbankinn er einn af þremur viðskiptabönkum félagsins og hefur staða Landsbankans flækt samningaviðræður við lánadrottnanna um áframhaldandi stuðning við rekstur félagsins.

Sjá næstu 50 fréttir