Viðskipti innlent

Íslenskt vatn til sölu á JFK og LaGuardia

Frá vatnframleiðslu Icelandic Water Holdings í Þorlákshöfn.
Frá vatnframleiðslu Icelandic Water Holdings í Þorlákshöfn. Mynd/Anton Brink
Icelandic Water Holdings, sem framleiðir Icelandic Glacial vatnið, hefur náð samningum við bandarískt fyrirtæki, sem rekur fleiri en 80 veitingastaði á níu flugvöllum víðs vegar um Bandaríkin, um sölu á vatninu á veitingastöðum fyrirtækisins. Vatnið verður meðal annars til sölu á JFK og LaGuardia í New York og O'Hare flugvellinum í Chicago.

„Markmið okkar er að auka dreifingu vatnsins í Bandaríkjunum," segir Jón Ólafsson, stjórnarformaður og annar af stofnendum Icelandic Water Holdings, í tilkynningu.

„Vatnið er nú í boði á nokkrum af fjölförnustu flugvöllum Bandaríkjanna sem gríðarlegur fjöldi fólks fer um á ári hverju og við erum virkilega ánægð með þetta samstarf," segir Jón.

Fram kemur í tilkynningunni að samningurinn er sá fjórði í röðinni hjá Icelandic Water Holdings á stuttum tíma sem tengist flugi. Áður hafi fyrirtækið gert samning við flugfélögin Icelandair, NetJets Europe og AirTran Airways um sölu á vatninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×