Fleiri fréttir Friðrik Guðmundsson skattakóngur á Suðurlandi Friðrik Guðmundsson Ölfushreppi er skattakóngur ársins 2008 á Suðurlandi. Hann greiddi tæpar 20 milljónir í opinber gjöld. Á eftir honum kemur Jón Sigurðsson Bláskógarbyggð með rúmar 17 milljónir. Því næst kemur Hjörleifur Brynjólfsson Ölfushreppi með 51 milljónir. 30.7.2009 09:13 Elínborg Jónsdóttir er skattakóngur Vestmannaeyja Elínborg Jónsdóttir, Hraunslóð 2 er skattakóngur Vestmannaeyja og borgar 33,7 milljónir kr. í skatta vegna síðasta árs. 30.7.2009 08:48 Lánatregða evrópskra banka kemur yfirvöldum í vandræði Evrópskir bankar hafa haldið áfram að herða útlánaskilyrði og eru því enn tregir til að lána viðskiptavinum sínum sem gerir yfirvöldum erfitt fyrir í tilraunum sínum til að snúa við þróun efnahagsmála, en þau hafa útvegað bönkunum mikið af ódýru lausafé til að lána viðskiptavinum sínum. 30.7.2009 08:14 Icelandic Glacial semur við AirTran í Bandaríkjunum Icelandic Water Holdings, sem framleiðir Icelandic Glacial vatnið, og bandaríska flugfélagið AirTran Airways hafa gert með sér samning þess efnis að Icelandic Glacial vatnið verði á boðstólum í öllum vélum félagsins. 30.7.2009 08:07 AGS: Fordæmislausar ráðstafanir til hjálpar fátækum ríkjum Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kemur til með að gera fordæmislausar ráðstafanir til að hjálpa fátækum ríkjum að takast á við samdrátt efnahagslífsins, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins. 29.7.2009 20:00 Icelandair hækkar um 4,8% Hlutir í Icelandair hækkuðu um 4,8% í kauphöllinni í dag. Hinsvegar lækkaði Bakkavör um 1,4% og Össur lækkaði um 0,45%. Úrvalsvísitalan OMX16 lækkaði um 0,1% og stendur í 742 stigum. 29.7.2009 15:52 Alcan á Íslandi er skuldlaust félag Vegna forsíðufréttar Fréttablaðsins í morgun um skuldastöðu álfyrirtækja vill Alcan á Íslandi hf. koma því á framfæri að fyrirtækið greiddi upp allar sínar skuldir við móðurfélagið um mitt síðasta ár. 29.7.2009 13:55 Demantar eru ennþá bestu vinir kvenna Kreppa eða ekki, hin sígilda kenning um að demantar séu bestu vinir kvenna stenst tímans tönn. Þetta leiðir ný könnun í ljós sem greint er frá á vefsíðunni e24.no. 29.7.2009 13:43 Segir stöðu Íslands mun betri en hún virðist vera Staða Íslands er mun betri en virðist í fyrstu sýn. Þetta segir blaðamaður The Daily Telegraph og furðar sig á því hvers vegna matsfyrirtækin færa Ísland í ruslflokk. 29.7.2009 12:30 Mikil tækifæri á alþjóðlegum lyfjamarkaði Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag, mun Róbert Wessman taka við sem starfandi stjórnarformaður bandaríska lyfjafyrirtækisins Alvogen Group. Róbert segir alþjóðlegan lyfjamarkað hafa tekið miklum breytingum undanfarin ár en bjóði engu að síður áfram upp á mikil tækifæri. 29.7.2009 12:12 Lán frá Noregi háð samþykki AGS á efnahagsáætlun Noregur mun ekki lána Íslandi nema samþykki stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á endurskoðaðri efnahagsáætlun Íslands liggi fyrir. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn fréttastofu. Það ræðst í dag hvort Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn frestar enn fyrirtöku á málefnum Íslands. 29.7.2009 12:06 Skuldatryggingaálag á ríkissjóð heldur áfram að lækka Skuldatryggingaálag á ríkissjóð heldur áfram að lækka og hefur nú lækkað um 100 punkta á undanförnum tveimur vikum. Það stóð í 660 punktum um miðjan mánuðinn en er komið niður í 556 punkta í dag samkvæmt CMAdatavision. 29.7.2009 11:05 Verður stjórnarformaður bandarisks lyfjafyrirtækis Róbert Wessman verður starfandi stjórnarformaður bandaríska lyfjafyrirtækisins Alvogen Group. 29.7.2009 10:41 Ríkissjóður Dana hagnast um 840 milljarða á bankaaðstoð Ríkissjóður Danmerkur mun hagnast um 35 milljarða danskra kr. eða um 840 milljarða kr. á aðstoð sinni við banka landsins s.l. vetur. Um var að ræða svokallaða Bankpakke I og II. 29.7.2009 10:07 Skíðaskálaviðskiptum hugsanlega rift Skiptastjóri þrotabús Baugs Group, Erlendur Gíslason, er að skoða hvort það séu forsendur fyrir því að rifta kaupum Gaums, eignarhaldsfélags Jóns Ágeirs Jóhannessonar, á frönskum skíðaskála. 29.7.2009 09:59 Fyrrum fasteignasali ráðinn sem norn í fjölskyldugarð Það var fasteignasalinn fyrrverandi Carole Bonhanan sem hlaut starf sem norn í fjölskyldugarðinum Wookey Hole í Englandi. 29.7.2009 09:30 CCP hf. frestar greiðslum á víxlum upp á 1,2 milljarða CCP hf., sem rekur tölvuleikinn Eve Online, hefur frestað greiðslu af víxlaflokki upp á 1.23 milljarða kr. fram í október en víxlarnir voru á gjalddaga í vikunni. 29.7.2009 09:20 Nákvæm spá um verðbólguna Greining Íslandsbanka spáði nákvæmlega fyrir um hve ársverðbólgan yrði í júlí, eða 11,3%. Aðrir greinendur voru með spár á svipuðu róli og verðbólgumælingin í morgun. 29.7.2009 09:12 Ársverðbólgan mælist nú 11,3% Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 11,3% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 16,4%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,7% sem jafngildir 11,3% verðbólgu á ári. Hefur verðbólgan lækkað úr 12,2% frá í júní. 29.7.2009 09:01 Millibankavextir undir 0,5% í fyrsta sinn Vextir sem bankar greiða þegar þeir lána hver öðrum fjármagn, betur þekktir sem LIBOR-vextir (London Interbank Offering Rate), fóru niður fyrir 0,5% í gær ef miðað er við þriggja mánaða LIBOR vexti í Bandaríkjadölum, en þetta ku vera í fyrsta skipti sem það gerist. 29.7.2009 08:10 Íslendingar svartsýnir og kvíða vetrinum Tiltrú Íslendinga á efnahagsaðstæðum og atvinnumálum lands og þjóðar er ekki mikil um þessar mundir. Hún hefur einungis einu sinni áður verið minni, í janúar síðastliðnum, samkvæmt væntingavísitölu Capacent Gallup fyrir júlí mánuð. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans í dag. 28.7.2009 16:49 Skuldabréfavelta nam tæpum 11 milljörðum í dag Skuldabréfavelta nam rúmum 10,7 milljörðum króna í Kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan stendur í 742,7 stigum og lækkaði hún um 0,32% í dag. Bakkavör lækkaði um 2,74%, Össur lækkaði um 1,75% og Marel lækkaði um 0,39%. 28.7.2009 16:38 Lengsta tímabil stöðugra hækkana á álverðinu í 22 ár Heimsmarkaðsverð á áli heldur áfram að hækka á markaðinum í London, ellefta daginn í röð. Þetta er lengsta tímabil stöðugra hækkana á álverðinu undanfarin 22 ár að því er segir á Bloomberg fréttaveitunni. 28.7.2009 14:35 Icelandair semur við Rússa Icelandair og rússneski flugrekandinn I Fly hafa undirritað samning um tækniþjónustu vegna fjögurra Boeing 757 farþegaþotna, sömu gerðar og Icelandair flýgur. 28.7.2009 13:47 Kaupþing eignast veitingahús Roberts Tchenguiz Skilanefnd Kaupþings hefur eignast meirihlutann í Bay Restaurant Group sem aftur á veitingahúsakeðjurnar La Tasca og Slug and Lettuce. Keðjurnar voru áður í eigu auðmannsins Roberts Tchenguiz. 28.7.2009 13:32 Arðsemi íslenskra orkufyrirtækja margfalt lakari en erlendra Samanburður á arðsemi íslenskra orkufyrirtækja og orkufyrirtækja í Evrópu og Bandaríkjunum bendir til að hún sé margfalt lakari hér á landi. Á því tímabili sem skoðað var, árin 2000-2006/8, var arðsemi af fjármagni sem bundið er í orkuvinnslu og dreifingu eftir skatta í námunda við 10,8% í Bandaríkjunum og um 7% í Evrópu en einungis um 2,4% á Íslandi. 28.7.2009 12:58 Skoðun á aðdraganda og afleiðingum falls Straums ekki lokið Formaður skilanefndar Straums, Reynir Vignir, segir að skilanefndin hafi ekki vitneskju um hvort millifærslur hafi átt sér stað frá bankanum í erlend skattaskjól eins og Stöð 2 greindi frá í gær. Hann segir að verið sé að vinna í þeim málum sem snerta aðdraganda og afleiðingar bankahrunsins en þeirri vinnu sé ekki lokið. 28.7.2009 12:58 Íslendingar draga verulega úr utanlandsferðum Samkvæmt tölum Ferðamálastofu fóru tæplega 27 þúsund Íslendingar frá Leifsstöð í júní mánuði síðastliðnum en í sama mánuði fyrir ári síðan nam þessi fjöldi 35 þúsund og hafa brottfarir Íslendinga um Leifsstöð í júní því dregist saman um 23% á milli ára. 28.7.2009 12:13 Segir krónuna hafa náð tímabundnu jafnvægi Krónan virðist nú hafa náð tímabundnu jafnvægi á stað þar sem verðgildi hennar er afar lágt sögulega séð. Raungengi krónunnar hefur aldrei verið jafnt lágt og nú og ljóst er að fyrir efnahag fyrirtækja og heimila í landinu þá eru þetta ekki ákjósanlegur staður fyrir krónuna. 28.7.2009 12:08 Látlausar hækkanir á helstu hlutabréfamörkuðum ytra Hlutabréf á helstu mörkuðum úti hafa nú hækkað látlaust í verði á aðra viku og hefur annað eins ekki sést um langa hríð. Í Bandaríkjunum hafa helstu hlutabréfavísitölur hækkað samfellt undanfarna 12 daga. 28.7.2009 11:59 U2 hagnast um 50 milljarða á tónleikaferð Rokksveitin U2 er nú á tónleikaferð um heiminn og þess er vænst að yfir þrjár milljónir manna muni mæta á tónleika þeirra. Áætlað er að hagnaður U2 af förinni verði um 50 milljarðar kr. 28.7.2009 11:23 Valitor fylgist með rannsókn á stuldi á kreditkortanúmerum Valitor fylgist með rannsókn sem nú stendur yfir á stuldi á yfir hálfri milljón kreditkortanúmera hjá þjónustufyrirtækinu Network Solutions í Bandaríkjunum. Þórður Jónsson hjá Valitor segir að enn sem komið er bendi ekkert til að Íslendingar hafi lent í því að kortanúmeri þeirra hafi verið stolið. 28.7.2009 10:36 Aukin kreditkortavanskil í Evrópu - mest í Bretlandi Evrópskir lánveitendur undirbúa sig um þessar mundir fyrir aukin kreditkortavanskil en bandarískir bankar hafa nú þegar tapað verulegum fjárhæðum á slíkum vanskilum. 28.7.2009 10:06 Eignir lánafyrirtækja hækkuðu um 36 milljarða í júní Eignir ýmissa lánafyrirtækja námu 1.300 milljarða kr. í lok júní og hækkuðu um 36,3 milljarða kr. í mánuðinum. 28.7.2009 09:53 Yfir hálfri milljón kreditkortanúmera var stolið Hafir þú átt kreditkortaviðskipti við netverslanir í Bandaríkjunum frá því 12. mars og fram til 8. júní í ár borgar sig að fylgjast vel með færslum á kortinu þínu. 28.7.2009 09:43 Ríkisbréf tvöfaldast milli ára Staða ríkisbréfa nam 283,7 milljarða kr. í lok júní, samanborið við 148,8 milljarða kr. í sama mánuði árið áður. 28.7.2009 09:16 Mesta verðlækkun á fasteignum í Danmörku í 50 ár Tore Damgaard Stramer hagfræðingur hjá Danska Bank segir að verðlækkun á fasteignum milli ársin í fyrra og í ár muni verða sú mesta á undanförnum 50 árum í Danmörku. 28.7.2009 08:46 Uppgjör Deutche Bank yfir væntingum Þýski stórbankinn Deutsche Bank skilaði mjög góðu uppgjöri á öðrum ársfjórðungi, töluvert yfir væntingum sérfræðinga. Hagnaður bankans á tímabilinu nam 1,1 milljarði evra eða rúmlega 180 milljörðum kr. 28.7.2009 08:30 Erfitt fram undan hjá Ryanair þrátt fyrir hagnað Ryanair jók hagnað sinn um hvorki meira né minna en 550 prósent milli ársfjórðunga sem verður að teljast þokkalegt miðað við árferði. Michael O'Leary, forstjóri félagsins, þakkar hagnaðinn lægra eldsneytisverði og fjölgun farþega. 28.7.2009 08:29 Hagnaður Össurar 11 milljónir dollara Hagnaður stoðtækjaframleiðandans Össurar hf. fyrstu sex mánuði ársins nam liðlega ellefu milljónum dollara þrátt fyrir þriggja prósenta samdrátt í sölu. 28.7.2009 07:25 Samið um endurfjármögnun banka áður en kröfuhafar liggja fyrir Samningar íslenska ríkisins við skilanefndir Glitnis og Kaupþings gera ráð fyrir því að erlendir kröfuhafar gömlu bankanna geti endurfjármagnað Íslandsbanka og Nýja Kaupþing og eignast í þeim hlut ríkisins. 27.7.2009 19:26 Lárus og Bjarni millifærðu hundruð milljóna rétt fyrir hrun Í skýrslu endurskoðunarfyrirtækisins Ernst og Young um Glitni kemur fram að þáverandi forstjóri bankans, Lárus Welding, og forveri hans, Bjarni Ármannsson, hafi millifært hundruð milljóna úr bankanum skömmu fyrir hrunið. 27.7.2009 21:00 Hvernig fela menn peninga í skattaskjólum - síðari hluti Önnur leið til að fela peninga í skattaskjólum er í gegnum svokallaða styrktarsjóði. 27.7.2009 17:45 Hvernig fela menn peninga í skattaskjólum - fyrsti hluti Hver er ástæðan fyrir því að menn stofnuðu reikninga í skattaskjólum um leið og ríkið tók yfir 75 prósenta hlut í Glitni? 27.7.2009 17:16 Millifærðu milljarða í skattaskjól rétt fyrir hrun Nokkrir af ríkustu mönnum Íslands millifærðu milljarða af gjaldeyrisreikningum sínum í íslenskum banka yfir á nýstofnaða reikninga í erlendum skattaskjólum á sama tíma og tilkynnt var um þjóðnýtingu Glitnis í lok september á síðasta ári. Um er að ræða einstaklinga sem tengjast bankanum sterkum böndum. 27.7.2009 16:08 Sjá næstu 50 fréttir
Friðrik Guðmundsson skattakóngur á Suðurlandi Friðrik Guðmundsson Ölfushreppi er skattakóngur ársins 2008 á Suðurlandi. Hann greiddi tæpar 20 milljónir í opinber gjöld. Á eftir honum kemur Jón Sigurðsson Bláskógarbyggð með rúmar 17 milljónir. Því næst kemur Hjörleifur Brynjólfsson Ölfushreppi með 51 milljónir. 30.7.2009 09:13
Elínborg Jónsdóttir er skattakóngur Vestmannaeyja Elínborg Jónsdóttir, Hraunslóð 2 er skattakóngur Vestmannaeyja og borgar 33,7 milljónir kr. í skatta vegna síðasta árs. 30.7.2009 08:48
Lánatregða evrópskra banka kemur yfirvöldum í vandræði Evrópskir bankar hafa haldið áfram að herða útlánaskilyrði og eru því enn tregir til að lána viðskiptavinum sínum sem gerir yfirvöldum erfitt fyrir í tilraunum sínum til að snúa við þróun efnahagsmála, en þau hafa útvegað bönkunum mikið af ódýru lausafé til að lána viðskiptavinum sínum. 30.7.2009 08:14
Icelandic Glacial semur við AirTran í Bandaríkjunum Icelandic Water Holdings, sem framleiðir Icelandic Glacial vatnið, og bandaríska flugfélagið AirTran Airways hafa gert með sér samning þess efnis að Icelandic Glacial vatnið verði á boðstólum í öllum vélum félagsins. 30.7.2009 08:07
AGS: Fordæmislausar ráðstafanir til hjálpar fátækum ríkjum Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kemur til með að gera fordæmislausar ráðstafanir til að hjálpa fátækum ríkjum að takast á við samdrátt efnahagslífsins, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins. 29.7.2009 20:00
Icelandair hækkar um 4,8% Hlutir í Icelandair hækkuðu um 4,8% í kauphöllinni í dag. Hinsvegar lækkaði Bakkavör um 1,4% og Össur lækkaði um 0,45%. Úrvalsvísitalan OMX16 lækkaði um 0,1% og stendur í 742 stigum. 29.7.2009 15:52
Alcan á Íslandi er skuldlaust félag Vegna forsíðufréttar Fréttablaðsins í morgun um skuldastöðu álfyrirtækja vill Alcan á Íslandi hf. koma því á framfæri að fyrirtækið greiddi upp allar sínar skuldir við móðurfélagið um mitt síðasta ár. 29.7.2009 13:55
Demantar eru ennþá bestu vinir kvenna Kreppa eða ekki, hin sígilda kenning um að demantar séu bestu vinir kvenna stenst tímans tönn. Þetta leiðir ný könnun í ljós sem greint er frá á vefsíðunni e24.no. 29.7.2009 13:43
Segir stöðu Íslands mun betri en hún virðist vera Staða Íslands er mun betri en virðist í fyrstu sýn. Þetta segir blaðamaður The Daily Telegraph og furðar sig á því hvers vegna matsfyrirtækin færa Ísland í ruslflokk. 29.7.2009 12:30
Mikil tækifæri á alþjóðlegum lyfjamarkaði Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag, mun Róbert Wessman taka við sem starfandi stjórnarformaður bandaríska lyfjafyrirtækisins Alvogen Group. Róbert segir alþjóðlegan lyfjamarkað hafa tekið miklum breytingum undanfarin ár en bjóði engu að síður áfram upp á mikil tækifæri. 29.7.2009 12:12
Lán frá Noregi háð samþykki AGS á efnahagsáætlun Noregur mun ekki lána Íslandi nema samþykki stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á endurskoðaðri efnahagsáætlun Íslands liggi fyrir. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn fréttastofu. Það ræðst í dag hvort Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn frestar enn fyrirtöku á málefnum Íslands. 29.7.2009 12:06
Skuldatryggingaálag á ríkissjóð heldur áfram að lækka Skuldatryggingaálag á ríkissjóð heldur áfram að lækka og hefur nú lækkað um 100 punkta á undanförnum tveimur vikum. Það stóð í 660 punktum um miðjan mánuðinn en er komið niður í 556 punkta í dag samkvæmt CMAdatavision. 29.7.2009 11:05
Verður stjórnarformaður bandarisks lyfjafyrirtækis Róbert Wessman verður starfandi stjórnarformaður bandaríska lyfjafyrirtækisins Alvogen Group. 29.7.2009 10:41
Ríkissjóður Dana hagnast um 840 milljarða á bankaaðstoð Ríkissjóður Danmerkur mun hagnast um 35 milljarða danskra kr. eða um 840 milljarða kr. á aðstoð sinni við banka landsins s.l. vetur. Um var að ræða svokallaða Bankpakke I og II. 29.7.2009 10:07
Skíðaskálaviðskiptum hugsanlega rift Skiptastjóri þrotabús Baugs Group, Erlendur Gíslason, er að skoða hvort það séu forsendur fyrir því að rifta kaupum Gaums, eignarhaldsfélags Jóns Ágeirs Jóhannessonar, á frönskum skíðaskála. 29.7.2009 09:59
Fyrrum fasteignasali ráðinn sem norn í fjölskyldugarð Það var fasteignasalinn fyrrverandi Carole Bonhanan sem hlaut starf sem norn í fjölskyldugarðinum Wookey Hole í Englandi. 29.7.2009 09:30
CCP hf. frestar greiðslum á víxlum upp á 1,2 milljarða CCP hf., sem rekur tölvuleikinn Eve Online, hefur frestað greiðslu af víxlaflokki upp á 1.23 milljarða kr. fram í október en víxlarnir voru á gjalddaga í vikunni. 29.7.2009 09:20
Nákvæm spá um verðbólguna Greining Íslandsbanka spáði nákvæmlega fyrir um hve ársverðbólgan yrði í júlí, eða 11,3%. Aðrir greinendur voru með spár á svipuðu róli og verðbólgumælingin í morgun. 29.7.2009 09:12
Ársverðbólgan mælist nú 11,3% Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 11,3% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 16,4%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,7% sem jafngildir 11,3% verðbólgu á ári. Hefur verðbólgan lækkað úr 12,2% frá í júní. 29.7.2009 09:01
Millibankavextir undir 0,5% í fyrsta sinn Vextir sem bankar greiða þegar þeir lána hver öðrum fjármagn, betur þekktir sem LIBOR-vextir (London Interbank Offering Rate), fóru niður fyrir 0,5% í gær ef miðað er við þriggja mánaða LIBOR vexti í Bandaríkjadölum, en þetta ku vera í fyrsta skipti sem það gerist. 29.7.2009 08:10
Íslendingar svartsýnir og kvíða vetrinum Tiltrú Íslendinga á efnahagsaðstæðum og atvinnumálum lands og þjóðar er ekki mikil um þessar mundir. Hún hefur einungis einu sinni áður verið minni, í janúar síðastliðnum, samkvæmt væntingavísitölu Capacent Gallup fyrir júlí mánuð. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans í dag. 28.7.2009 16:49
Skuldabréfavelta nam tæpum 11 milljörðum í dag Skuldabréfavelta nam rúmum 10,7 milljörðum króna í Kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan stendur í 742,7 stigum og lækkaði hún um 0,32% í dag. Bakkavör lækkaði um 2,74%, Össur lækkaði um 1,75% og Marel lækkaði um 0,39%. 28.7.2009 16:38
Lengsta tímabil stöðugra hækkana á álverðinu í 22 ár Heimsmarkaðsverð á áli heldur áfram að hækka á markaðinum í London, ellefta daginn í röð. Þetta er lengsta tímabil stöðugra hækkana á álverðinu undanfarin 22 ár að því er segir á Bloomberg fréttaveitunni. 28.7.2009 14:35
Icelandair semur við Rússa Icelandair og rússneski flugrekandinn I Fly hafa undirritað samning um tækniþjónustu vegna fjögurra Boeing 757 farþegaþotna, sömu gerðar og Icelandair flýgur. 28.7.2009 13:47
Kaupþing eignast veitingahús Roberts Tchenguiz Skilanefnd Kaupþings hefur eignast meirihlutann í Bay Restaurant Group sem aftur á veitingahúsakeðjurnar La Tasca og Slug and Lettuce. Keðjurnar voru áður í eigu auðmannsins Roberts Tchenguiz. 28.7.2009 13:32
Arðsemi íslenskra orkufyrirtækja margfalt lakari en erlendra Samanburður á arðsemi íslenskra orkufyrirtækja og orkufyrirtækja í Evrópu og Bandaríkjunum bendir til að hún sé margfalt lakari hér á landi. Á því tímabili sem skoðað var, árin 2000-2006/8, var arðsemi af fjármagni sem bundið er í orkuvinnslu og dreifingu eftir skatta í námunda við 10,8% í Bandaríkjunum og um 7% í Evrópu en einungis um 2,4% á Íslandi. 28.7.2009 12:58
Skoðun á aðdraganda og afleiðingum falls Straums ekki lokið Formaður skilanefndar Straums, Reynir Vignir, segir að skilanefndin hafi ekki vitneskju um hvort millifærslur hafi átt sér stað frá bankanum í erlend skattaskjól eins og Stöð 2 greindi frá í gær. Hann segir að verið sé að vinna í þeim málum sem snerta aðdraganda og afleiðingar bankahrunsins en þeirri vinnu sé ekki lokið. 28.7.2009 12:58
Íslendingar draga verulega úr utanlandsferðum Samkvæmt tölum Ferðamálastofu fóru tæplega 27 þúsund Íslendingar frá Leifsstöð í júní mánuði síðastliðnum en í sama mánuði fyrir ári síðan nam þessi fjöldi 35 þúsund og hafa brottfarir Íslendinga um Leifsstöð í júní því dregist saman um 23% á milli ára. 28.7.2009 12:13
Segir krónuna hafa náð tímabundnu jafnvægi Krónan virðist nú hafa náð tímabundnu jafnvægi á stað þar sem verðgildi hennar er afar lágt sögulega séð. Raungengi krónunnar hefur aldrei verið jafnt lágt og nú og ljóst er að fyrir efnahag fyrirtækja og heimila í landinu þá eru þetta ekki ákjósanlegur staður fyrir krónuna. 28.7.2009 12:08
Látlausar hækkanir á helstu hlutabréfamörkuðum ytra Hlutabréf á helstu mörkuðum úti hafa nú hækkað látlaust í verði á aðra viku og hefur annað eins ekki sést um langa hríð. Í Bandaríkjunum hafa helstu hlutabréfavísitölur hækkað samfellt undanfarna 12 daga. 28.7.2009 11:59
U2 hagnast um 50 milljarða á tónleikaferð Rokksveitin U2 er nú á tónleikaferð um heiminn og þess er vænst að yfir þrjár milljónir manna muni mæta á tónleika þeirra. Áætlað er að hagnaður U2 af förinni verði um 50 milljarðar kr. 28.7.2009 11:23
Valitor fylgist með rannsókn á stuldi á kreditkortanúmerum Valitor fylgist með rannsókn sem nú stendur yfir á stuldi á yfir hálfri milljón kreditkortanúmera hjá þjónustufyrirtækinu Network Solutions í Bandaríkjunum. Þórður Jónsson hjá Valitor segir að enn sem komið er bendi ekkert til að Íslendingar hafi lent í því að kortanúmeri þeirra hafi verið stolið. 28.7.2009 10:36
Aukin kreditkortavanskil í Evrópu - mest í Bretlandi Evrópskir lánveitendur undirbúa sig um þessar mundir fyrir aukin kreditkortavanskil en bandarískir bankar hafa nú þegar tapað verulegum fjárhæðum á slíkum vanskilum. 28.7.2009 10:06
Eignir lánafyrirtækja hækkuðu um 36 milljarða í júní Eignir ýmissa lánafyrirtækja námu 1.300 milljarða kr. í lok júní og hækkuðu um 36,3 milljarða kr. í mánuðinum. 28.7.2009 09:53
Yfir hálfri milljón kreditkortanúmera var stolið Hafir þú átt kreditkortaviðskipti við netverslanir í Bandaríkjunum frá því 12. mars og fram til 8. júní í ár borgar sig að fylgjast vel með færslum á kortinu þínu. 28.7.2009 09:43
Ríkisbréf tvöfaldast milli ára Staða ríkisbréfa nam 283,7 milljarða kr. í lok júní, samanborið við 148,8 milljarða kr. í sama mánuði árið áður. 28.7.2009 09:16
Mesta verðlækkun á fasteignum í Danmörku í 50 ár Tore Damgaard Stramer hagfræðingur hjá Danska Bank segir að verðlækkun á fasteignum milli ársin í fyrra og í ár muni verða sú mesta á undanförnum 50 árum í Danmörku. 28.7.2009 08:46
Uppgjör Deutche Bank yfir væntingum Þýski stórbankinn Deutsche Bank skilaði mjög góðu uppgjöri á öðrum ársfjórðungi, töluvert yfir væntingum sérfræðinga. Hagnaður bankans á tímabilinu nam 1,1 milljarði evra eða rúmlega 180 milljörðum kr. 28.7.2009 08:30
Erfitt fram undan hjá Ryanair þrátt fyrir hagnað Ryanair jók hagnað sinn um hvorki meira né minna en 550 prósent milli ársfjórðunga sem verður að teljast þokkalegt miðað við árferði. Michael O'Leary, forstjóri félagsins, þakkar hagnaðinn lægra eldsneytisverði og fjölgun farþega. 28.7.2009 08:29
Hagnaður Össurar 11 milljónir dollara Hagnaður stoðtækjaframleiðandans Össurar hf. fyrstu sex mánuði ársins nam liðlega ellefu milljónum dollara þrátt fyrir þriggja prósenta samdrátt í sölu. 28.7.2009 07:25
Samið um endurfjármögnun banka áður en kröfuhafar liggja fyrir Samningar íslenska ríkisins við skilanefndir Glitnis og Kaupþings gera ráð fyrir því að erlendir kröfuhafar gömlu bankanna geti endurfjármagnað Íslandsbanka og Nýja Kaupþing og eignast í þeim hlut ríkisins. 27.7.2009 19:26
Lárus og Bjarni millifærðu hundruð milljóna rétt fyrir hrun Í skýrslu endurskoðunarfyrirtækisins Ernst og Young um Glitni kemur fram að þáverandi forstjóri bankans, Lárus Welding, og forveri hans, Bjarni Ármannsson, hafi millifært hundruð milljóna úr bankanum skömmu fyrir hrunið. 27.7.2009 21:00
Hvernig fela menn peninga í skattaskjólum - síðari hluti Önnur leið til að fela peninga í skattaskjólum er í gegnum svokallaða styrktarsjóði. 27.7.2009 17:45
Hvernig fela menn peninga í skattaskjólum - fyrsti hluti Hver er ástæðan fyrir því að menn stofnuðu reikninga í skattaskjólum um leið og ríkið tók yfir 75 prósenta hlut í Glitni? 27.7.2009 17:16
Millifærðu milljarða í skattaskjól rétt fyrir hrun Nokkrir af ríkustu mönnum Íslands millifærðu milljarða af gjaldeyrisreikningum sínum í íslenskum banka yfir á nýstofnaða reikninga í erlendum skattaskjólum á sama tíma og tilkynnt var um þjóðnýtingu Glitnis í lok september á síðasta ári. Um er að ræða einstaklinga sem tengjast bankanum sterkum böndum. 27.7.2009 16:08