Viðskipti innlent

Skíðaskálaviðskiptum hugsanlega rift

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson.

Skiptastjóri þrotabús Baugs Group, Erlendur Gíslason, er að skoða hvort það séu forsendur fyrir því að rifta kaupum Gaums, eignarhaldsfélags Jóns Ágeirs Jóhannessonar, á frönskum skíðaskála.

Þetta kom fram í Morgunblaðinu í morgun.

Þar sagði Erlendur í viðtali við Morgunblaðið að skálinn hefði ekki verið rétt verðlagður og því sé verið að leita að leiðum til þess að rifta þetta.

Þá var Morgunblaðið með undir höndum tölvupóst sem Jón Ásgeir sendi lögfræðingi sínum Einari Þór Sverrissyni þar sem hann útlistaði svokallað „Game plan"varðandi endurfjármögnun og að lokum sölu á skíðaskálanum.

Í póstinum kemur fram taka átti að taka lán frá belgíska bankanum Fortis upp á 21 milljón evra til þess að losa um 17,6 milljónir evra handa Jóni Ásgeiri sjálfum og honum tengdum.

„Game planið" var í tveimur skrefum.

Jón Ásgeir vildi ekki tjá sig um málið að sögn Morgunblaðsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.