Segir stöðu Íslands mun betri en hún virðist vera 29. júlí 2009 12:30 Staða Íslands er mun betri en virðist í fyrstu sýn. Þetta segir blaðamaður The Daily Telegraph og furðar sig á því hvers vegna matsfyrirtækin færa Ísland í ruslflokk. Breski blaðamaðurinn Ambrose Evans-Pritchard segir í grein sem birtist í The Daily Telegraph í vikunni að staða Íslands sé miklu betri en virðist við fyrstu sýn. Hann segir það óskiljanlegt hvers vegna matsfyrirtæki láti enn í veðri vaka, að þau muni lækka lánshæfismat Íslands og færa það í rusl-flokk. Landið ætti að koma úr hruninu með opinberar skuldir sem 80 til 100% af landsframleiðslu en það er álíka og Bretland. Evans-Pritchard bendir á að Ísland búi við best fjármagnaða lífeyriskerfi heims. Þá telur hann að Íslendingar sem nú horfi vonaraugum til Evrópusambandsins, verði því síðar afhuga. Evans-Pritchard skrifar um efnahags- og Evrópumál í Daily Telegraph og hefur sýnt Íslandi mikinn áhuga á síðustu árum. Hann segir að Íslendingar muni ná sér fyrr á strik efnahagslega en evru-þjóðirnar. Menn hafi og muni taka snemma út refsingu sína með gengisfellingu, eins og Bretar gerðu árið 1931, þegar þeir sögðu skilið við gullfótinn, eða þegar pínu þýska marksins lauk árið 1992. Það eru þeir, sem eru fastir í gildru verðhjöðnunar með föstu gengu, sem bíður hæg köfnun og meiri félagslegur skaði. Alþingi hefur samþykkt að hefja aðildarviðræður. Pritchet segir storminn muni hins vegar hafa lægt löngu áður en gengið verður til ESB-þjóðaratkvæðagreiðslu eftir tvö eða þrjú ár. Þá mun tímastillta klasasprengja atvinnuleysis hafa sprungið í Evrópu. Reynið þá að selja ESB-vernd segir Pritchet að lokum. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Staða Íslands er mun betri en virðist í fyrstu sýn. Þetta segir blaðamaður The Daily Telegraph og furðar sig á því hvers vegna matsfyrirtækin færa Ísland í ruslflokk. Breski blaðamaðurinn Ambrose Evans-Pritchard segir í grein sem birtist í The Daily Telegraph í vikunni að staða Íslands sé miklu betri en virðist við fyrstu sýn. Hann segir það óskiljanlegt hvers vegna matsfyrirtæki láti enn í veðri vaka, að þau muni lækka lánshæfismat Íslands og færa það í rusl-flokk. Landið ætti að koma úr hruninu með opinberar skuldir sem 80 til 100% af landsframleiðslu en það er álíka og Bretland. Evans-Pritchard bendir á að Ísland búi við best fjármagnaða lífeyriskerfi heims. Þá telur hann að Íslendingar sem nú horfi vonaraugum til Evrópusambandsins, verði því síðar afhuga. Evans-Pritchard skrifar um efnahags- og Evrópumál í Daily Telegraph og hefur sýnt Íslandi mikinn áhuga á síðustu árum. Hann segir að Íslendingar muni ná sér fyrr á strik efnahagslega en evru-þjóðirnar. Menn hafi og muni taka snemma út refsingu sína með gengisfellingu, eins og Bretar gerðu árið 1931, þegar þeir sögðu skilið við gullfótinn, eða þegar pínu þýska marksins lauk árið 1992. Það eru þeir, sem eru fastir í gildru verðhjöðnunar með föstu gengu, sem bíður hæg köfnun og meiri félagslegur skaði. Alþingi hefur samþykkt að hefja aðildarviðræður. Pritchet segir storminn muni hins vegar hafa lægt löngu áður en gengið verður til ESB-þjóðaratkvæðagreiðslu eftir tvö eða þrjú ár. Þá mun tímastillta klasasprengja atvinnuleysis hafa sprungið í Evrópu. Reynið þá að selja ESB-vernd segir Pritchet að lokum.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira