Viðskipti innlent

Elínborg Jónsdóttir er skattakóngur Vestmannaeyja

Elínborg Jónsdóttir, Hraunslóð 2 er skattakóngur Vestmannaeyja og borgar 33,7 milljónir kr. í skatta vegna síðasta árs.

Næstur henni kemur Eyjólfur Guðjónsson, Höfðavegi 5 með 24 milljónir kr. Í þriðja sæti er Magnús Kristinsson, Búhamri 11 með rúmar 16 milljónir kr., í fjórða sæti er Sævald Pálsson, Vesturvegi 5 með 15 milljónir kr. og í fimmta sæti er Gunnar Jónsson, Illugagötu 53 með rúmar 10,5 milljónir kr.

Í tilkynningu segir að lokið sé álagningu opinberra gjalda á einstaklinga í Vestmannaeyjum árið 2009. Samtals nema álögð gjöld 2,9 milljörðum kr. á 3.273 gjaldendur, auk kr. 1,1 milljón kr. á 89 börn. Nemur hækkunin 22,81 % frá fyrra ári.

Þar af nemur tekjuskattur 1,2 milljörðum kr. sem er 19.96 % lækkun frá fyrra ári, og útsvar nemur tæpum 1,4 milljörðum kr. Hækkun útsvars milli ára nemur 13,04 %.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×