Viðskipti innlent

Skuldatryggingaálag á ríkissjóð heldur áfram að lækka

Skuldatryggingaálag á ríkissjóð heldur áfram að lækka og hefur nú lækkað um 100 punkta á undanförnum tveimur vikum. Það stóð í 660 punktum um miðjan mánuðinn en er komið niður í 556 punkta í dag samkvæmt CMAvision.

Álagið fór að minnka eftir að ljóst varð að við myndum sækja um aðildarviðræður að Evrópusambandinu og hélt sú þróun áfram eftir að ríkisstjórnin kynnti endurskipulagningu bankakerfisins.

Eins og fram hefur komið í fréttum er skuldatryggingarálag í heiminum almennt að lækka þessa daganna en lækkunin hjá Íslandi er nokkuð meiri en nemur meðaltalinu.

Skuldatryggingaálag á ríkissjóð í 556 punktum samsvarar því að reiða þurfi fram tæp 5,6% af nafnverði skuldabréfs til að tryggja eiganda þess gegn greiðslufalli næstu 5 árin.

Þrátt fyrir lækkunina er Ísland áfram í fimmta sæti hjá CMA yfir þær 10 þjóðir sem taldar eru í mestu hættu á að verða gjaldþrota.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×