Viðskipti innlent

CCP hf. frestar greiðslum á víxlum upp á 1,2 milljarða

CCP hf., sem rekur tölvuleikinn Eve Online, hefur frestað greiðslu af víxlaflokki upp á 1.23 milljarða kr. fram í október en víxlarnir voru á gjalddaga í vikunni.

Í tilkynningu segir að víxlarnir eru vaxtalaus eingreiðslubréf, hver víxill er að fjárhæð kr. 10.000.000 og skulu víxlarnir endurgreiðast þann 28. júlí 2009. Víxlarnir voru teknir til viðskipta í kauphöllinni þann 11. desember 2008.

Það tilkynnist hér með að CCP hf. hefur samið við eigendur víxlana að gjalddagi þeirra verði 28. október 2009. Eingöngu dagsetning víxlanna breytist en CCP hefur greitt eigendum víxlanna vexti fyrir tímabilið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×