Viðskipti innlent

Alcan á Íslandi er skuldlaust félag

Vegna forsíðufréttar Fréttablaðsins í morgun um skuldastöðu álfyrirtækja vill Alcan á Íslandi hf. koma því á framfæri að fyrirtækið greiddi upp allar sínar skuldir við móðurfélagið um mitt síðasta ár.

Alcan á Íslandi hf. er skuldlaust fyrirtæki, bæði við móðurfélag og lánastofnanir, að því er segir í tilkynningu um málið.

Ólafur Teitur Guðnason framkvæmdastjóri samskiptasviðs Alcan segir að félagið hafi skuldað móðurfélaginu um 70 milljónir dollar, eða um 9 milljarða kr.í fyrra og að sú upphæð hafi verið gerð upp að fullu á þeim tíma.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×