Fleiri fréttir FME gat ekki komið í veg fyrir Icesave vanda Fjármálaeftirlitið gat ekki knúið Landsbankann til þess að færa Icesave reikningana úr útibúi þess á Íslandi yfir í dótturfélag í Bretlandi. Engu að síður hafði eftilitið mælst til þess við Landsbankann að svo yrði gert. Þetta kemur fram í svari Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn Vísis varðandi Icesave. 9.11.2008 22:49 Ræddi ekki við Björgvin um Icesave-vanda í vor Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segist ekki hafa rætt sérstaklega um málefni Icesave-reikninganna og að væri að breytingum félagsins í dótturfélag eða gerð samkomulags við breska Fjármálaeftirlitið um umgjörð reikninganna við viðskiptaráðherra í vor. 9.11.2008 19:01 Fjármálaráðherra Skotlands vill komast í sjóði evrópusambandsins Skoskir bankar ættu að íhuga að taka 4 milljarða punda lán hjá sjóðum evrópusambandsins til þess að auðvelda aðgang að fé segir skoski fjármálaráðherrann. 9.11.2008 14:37 Pálmi tjáir sig ekki um milljarðana þrjá frá FL Sumarið 2005 lét Hannes Smárason, þá stjórnarformaður FL, flytja án heimildar þrjá milljarða króna af reikningum FL til Kaupþings í Lúxemborg, til þess að hjálpa Pálma Haraldssyni við að greiða fyrir kaupin á lággjaldaflugfélaginu Sterling í Danmörku. Þetta kemur fram í grein Agnesar Bragadóttur blaðamanns í Morgunblaðinu í dag. 9.11.2008 13:02 Vissi ekki af vanda Icesave í mars Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og yfirmaður bankamála hér á landi segist ekki hafa vitað um vanda Icesave í mars á þessu ári líkt og Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings hélt fram í Markaðnum í morgun. Björgvin segist fyrst hafa vitað af málinu í blálokin á ágúst. 8.11.2008 20:25 Landsbankinn segist hafa átt fyrir Icesave innistæðum Fyrrverandi stjórnendur Landsbankans segja eignir bankans hafa verið vel umfram innistæður á svokölluðum Icesave reikningum í Bretlandi. Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings sagði í Markaðnum á Stöð 2 í morgun að eignir Landsbankans hefðu ekki dugað fyrir innistæðunum. 8.11.2008 18:14 Sterling laug allt fram að gjaldþroti Fyrrverandi upplýsingafulltrúi lágjaldaflugfélagsins Sterling segir að stjórn félagsins hafi gefið villandi upplýsingar um stöðu félagsins allt fram á síðasta dag. 8.11.2008 17:05 Icesave viðvörunarbjöllur byrjuðu að hringja í mars Viðvörunarbjöllur varðandi Icesave í Bretlandi fóru að hringja í marsmánuði ef marka má orð Sigurðar Einarssonar fyrrum stjórnarformanns Kaupþings í Markaðnum á Stöð 2 í morgun. Hann segir vanta svör við ýmsu tengdu Icesave sem hann segir að hafi komið niður á Kaupþingi í Bretlandi. 8.11.2008 17:00 Stærstu mistökin voru að fara ekki úr landi Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings segir stjórn Seðlabanka Íslands gjörsamlega hafa brugðist þegar ekkert var gert eftir að nefnd sem hann var formaður skilaði af sér skýrslu árið 2003. Þar var varað við ástandinu en ekkert var að gert. Þetta sagði Sigurður í viðtali við Markaðinn á Stöð 2 í morgun. 8.11.2008 15:32 Segir Davíð Oddsson hafa hótað því að taka Kaupþing niður Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings segir að þeim Davíði Oddssyni hafi lent illilega saman á fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington í fyrra. Davíð hafi meðal annars hótað Sigurði að taka bankann niður ef þeir hættu ekki við umsókn sína um að fá að gera upp í evrum. Hann segir samskipti Seðlabankans við yfirstjórn Kaupþings hafa snarminnkað eftir að Davíð varð seðlabankastjóri. 8.11.2008 12:24 Mistök að fara inn í Glitni Tryggvi Þór Herbertsson fyrrverandi efnahagsráðgjafi Ríkisstjórnarinnar segir að þeir Geir H. Haarde hafi ekki verið sammála um hvaða leiðir ætti að fara. „Ég lagði til aðrar leiðir, stundum var hlustað og stundum ekki,“ sagði Tryggvi í Markaðnum hjá Birni Inga á Stöð 2 fyrir stundu. Hann segir neyðarlögin hafa verið skrifuð nóttina áður en þau voru sett og myndi ekki snerta á pólitík með tveggja metra löngu priki. 8.11.2008 12:00 Fjárfestingarfyrirtæki Warren Buffet tilkynnir um gríðarlegt tap Berkshire Hathaway, fjárfestingarfyrirtæki Warren Buffet, eins ríkasta manns veraldar tilkynnti um 77% samdrátt á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Félagið tapaði rúmlega einum milljarði bandaríkjadollara á afleiðuviðskiptum og öðrum fjárfestingum auk slæmrar afkomu fyrirtækisins erlendis. 8.11.2008 10:39 Valdi ekki Icesave sem viðskipti ársins Ólafur Ísleifsson hagfræðingur og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík segir í bréfi til þingmannsins Bjarna Harðarsonar í Morgunblaðinu í dag að hann hafi ekki setið í nefnd sem valdi Icesave ein af viðskiptum ársins, líkt og Bjarni hefur haldið fram á heimasíðu sinni. 8.11.2008 09:34 Hækkun í Bandaríkjunum Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu í dag í fyrsta sinn þrjá daga í dag. 7.11.2008 21:45 Obama gladdi bandaríska fjárfesta Fjárfestar fóru væntanlega margir hverjir glaðir inn í helgina í Bandaríkjunum í dag eftir hækkun á þarlendum hlutabréfamarkaði í kjölfar verðfalls síðustu tvo daga á undan. 7.11.2008 21:41 SPRON frestar uppgjöri vegna fjármálakreppu SPRON hf. hefur ákveðið að fresta birtingu uppgjörs fyrir þriðja ársfjórðung vegna áframhaldandi óvissu á íslenskum fjármálamarkaði. 7.11.2008 19:59 Samson fer fram á gjaldþrotaskipti Stjórn Samson eignarhaldsfélags hefur óskað eftir við Héraðsdóm Reykjavíkur að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. 7.11.2008 18:02 Össur steig hæst í Kauphöllinni í dag Gengi hlutabréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri hækkaði um 3,56 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins. Þá hækkaði gengi bréfa í Atorku um 1,82 prósent, Eimskipafélagsins um 1,5 prósent og Marel Food Systems um 1,33. 7.11.2008 16:51 Ellilífeyrisþegar á Spáni að tapa húsum sínum á Landsbankanum Hundruðir ellilífeyrisþega á Spáni, að mestu Bretar, standa frammi fyrir því að tapa húsum sínum vegna fjárfestingarsjóðs á vegum Landsbankans í Luxemborg. 7.11.2008 15:30 Íslandsferð gerði Sirkus Agora gjaldþrota Íslandsferð Sirkus Agora frá Noregi gerði sirkusinn gjaldþrota. Þetta kemur fram í Sunnmöreposten. Forstjóri sirkusins segir í samtali við blaðið að hann verði að fara að vinna sem línudansari á ný. 7.11.2008 14:33 Stór sölusamningur um ker í nýja síldarverksmiðju í Rússlandi Promens Dalvík ehf. hefur gert samning um framleiðslu á um 1000 fiskikerum og lokum fyrir nýja og fullkomna síldarverksmiðju í Rússlandi. 7.11.2008 13:54 Lán Norðurlandanna í samræmi við stærð hagkerfa þeirra Lán Norðurlandanna til Íslands munu að öllum líkindum verða í hlutfalli við stærð hagkerfa þeirra. Þetta kom fram í viðtali finnska sjónvarpsins við Erkki Liikanen seðlabankastjóra Finnlands fyrr í dag. 7.11.2008 13:32 Fjármálaráðuneyti Póllands staðfestir lán Pólska fjármálaráðuneytið segir í yfirlýsingu á heimasíðu sinni að þarlend yfirvöld muni lána Íslendingum 200 milljónir dollara. Vitnað er til yfirlýsingarinnar í virtum erlendum fréttamiðlum, þar á meðal hjá AFP-fréttaveitunni og Reuters. 7.11.2008 12:46 Óvissa um vaxtastig og frekari stýrivaxtahækkanir framundan Mikil óvissa er nú um skammtímavaxtastig hérlendis á næstunni í kjölfar áherslubreytinga Seðlabankans, og er hætt við að vaxtamyndun á skuldabréfamarkaði verði óskilvirkari og sveiflukenndari fyrir vikið á næstunni. 7.11.2008 12:00 Segir stöðu VBS góða þrátt fyrir erfiðleika á byggingarmarkaði Jón Þórisson, forstjóri VBS fjárfestingarbanka, segir stöðu félagsins góða þrátt fyrir að félagið hafi lánað nokkuð til framkvæmda á byggingarmarkaði þar sem nú ríkir nánast algjör stöðnun. 7.11.2008 11:03 Segir að það séu "viðskipti eins og venjulega" hjá Baugi í Bretlandi Gunnar Sigurðsson forstjóri Baugs í Bretlandi segir að félagið ætli ekki að breyta eignasafni sínu á næstunni og það séu "viðskipti eins og venjulega" í öllum félögum Baugs í Bretlandi. 7.11.2008 10:51 Postulínsverksmiðjan Royal Worcester er gjaldþrota Hin sögufræga breska postulínsverksmiðja Royal Worcester and Spode er gjaldþrota. Pricewaterhouse Coopers hafa verið ráðnir sem skiptastjórar að þrotabúinu. 7.11.2008 10:19 Össur og Marel hækka í morgunsárið Gengi hlutabréfa í Össuri hækkaði um 0,85 prósent í Kauphöllinni dag og í Marel Food Systems um 0,8 prósent. Þetta eru einu hækkanir dagsins. 7.11.2008 10:18 Misvísandi upplýsingar um stórbyggingu Landic í Árósum Börsen.dk birtir í dag frétt undir fyrirsögninni "Landic: Engin áform um að hætta við háhýsi í Árósum" en þar er átt við 142 metra háa byggingu sem ber heitið Lighthouse og á að lýsa upp borgina. 7.11.2008 09:54 Sjóðseigendur hjá Byr fá 95 prósent af fé sínu Byr sparisjóður hefur ákveðið að greiða út fjármuni úr peningarmarkaðssjóði sínum og er útgreiðsluhlutfall til sjóðsfélaga nærri 95 prósent miðað við síðasta skráða viðskiptagengi sjóðsins þann 6. október. 7.11.2008 09:31 Kröfuhafar í þrotabú Kaupþings telja að 6,6% fáist út búinu Niðurstaðan úr uppboðinu á skuldatryggingum Kaupþings í gærdag er að kröfuhafar í þrotabú bankans reikna með því að fá 6,6% af kröfum sínum í búið. 7.11.2008 09:11 Ungverjar fá 2.000 milljarða frá IMF Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur ákveðið að veita Ungverjum lán að upphæð 15,7 milljarða Bandaríkjadala, sem jafngildir rúmlega tvö þúsund milljörðum króna. 7.11.2008 08:15 Bréf í Toyota lækkuðu um 12 prósentustig Verðhrun varð á asískum hlutabréfamörkuðum í morgun og lækkuðu bréf í Toyota um tæplega 12 prósentustig. 7.11.2008 07:29 Atorka og Össur hækkuðu ein í dag Gengi hlutabréfa í Atorku Group hækkaði um tíu prósent í dag og í Össuri um 0,34 prósent. Þetta er eina hækkun dagsins á annars rauðum degi. 6.11.2008 16:59 Markaðír í Evrópu í rauðu sem og opnunin á Wall Street Helstu markaðir Evrópu enduðu daginn með miklum mínus. Og opnunin á Wall Street var einnig með rauðum tölum í dag. 6.11.2008 16:24 Dótturfélag Icelandair leigir Boeingþotu til Síberíu Í dag var undirritaður samningur milli Loftleiða Icelandic, dótturfélags Icelandair Group, og Yakutia Air Company í sjálfstjórnarlýðveldinu Sakha í Síberíu í Rússlandi um leigu á þriðju Boeing 757-200 farþegaþotunni til Yakutia. 6.11.2008 15:58 Danski seðlabankinn lækkar stýrivexti um hálft prósentustig Danski seðlabankinn, Nationalbanken, ákvað í dag að lækka stýrivexti sína um hálft prósentustig og fylgir þar með eftir vaxtalækkun Evrópubankans. Eftir lækkunin eru stýrivextir Nationalbanken slétt 5%. 6.11.2008 15:19 Segir að IMF sé búinn að staðfesta lánið til Íslands Í frétt á vefsíðunni E24.no segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sé búinn að staðfesta lánveitingu sína til Íslands upp á 2,1 milljarða dollara. E24.no hefur þetta eftir NTB-fréttaveitunni. 6.11.2008 14:27 Straumur segir mun á eignum og áhættu vera einn milljarð evra Straumur hefur unnið að því að minnka efnahagsreikning og áhættu bankans, vernda eigið fé og bæta lausafjárstöðu. Þann 31. október sl. voru heildareignir Straums undir 5 milljörðum evra og áhættugrunnur bankans undir 4 milljörðum evra. Munurinn er því einn milljarður evra eða 166 milljarðar kr.. 6.11.2008 14:16 Landic Ísland leigir Miðbæjarhótelum Aðalstræti 6 og 8 Samningur hefur verið undirritaður milli Landic Ísland og Miðbæjarhótela/Centerhotels um leigu á rúmlega 3000 fermetrum í Aðalstræti 6 og 8 í Reykjavík. Um er að ræða hluta jarðhæðar, og aðra, þriðju og fjórðu hæð. 6.11.2008 14:04 Gjaldþrot fyrirtækja í Danmörku hafa aldrei verið fleiri Gjaldþrot fyrirtækja í Danmörku hafa aldrei verið fleiri í sögunni en tvo síðustu mánuðina. Í október urðu þau 391 talsins og í september 350 talsins. 6.11.2008 13:44 Funda um framtíð deCode í Nasdaq-kauphöllinni DeCODE hefur farið fram á fund með nefnd á vegum Nasdaq-kauphallarinnar til þess að kynna áætlun félagsins um hvernig það hyggst mæta kröfum Nasdaq um lágmarksverðmæti hluta. 6.11.2008 13:12 Evrópski seðlabankinn lækkar stýrivexti Seðlabanki Evrópu lækkaði í morgun stýrivexti um fimmtíu punkta til að bregðast við samdrætti á evrusvæðinu. Þetta er í annað sinn á minna en mánuði sem bankinn lækkar stýrivexti sína, en þeir eru nú 3,25 prósent. 6.11.2008 13:11 Mögulegt að verðbólgumarkmið Seðlabankans heyri sögunni til Seðlabankinn hefur vikið verðbólgumarkmiði sínu til hliðar til bráðabirgða og mun einbeita sér að því að skapa stöðugleika í gengi krónu næsta kastið. Mögulegt er að tímar peningamálastefnu sem byggir á flotkrónu og verðbólgumarkmiði séu nú að baki fyrir fullt og allt. 6.11.2008 12:49 Seðlabanki Sviss lækkar stýrivexti Svissneski seðlabankinn lækkaði stýrivexti um hálft prósentustig í dag og fara vextir við það í tvö prósent. Vaxtaákvörðunin er í beinu framhaldi af vaxtalækkun evrópska seðlabankans, að sögn Associated Press-fréttastofunnar. 6.11.2008 12:47 Sjá næstu 50 fréttir
FME gat ekki komið í veg fyrir Icesave vanda Fjármálaeftirlitið gat ekki knúið Landsbankann til þess að færa Icesave reikningana úr útibúi þess á Íslandi yfir í dótturfélag í Bretlandi. Engu að síður hafði eftilitið mælst til þess við Landsbankann að svo yrði gert. Þetta kemur fram í svari Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn Vísis varðandi Icesave. 9.11.2008 22:49
Ræddi ekki við Björgvin um Icesave-vanda í vor Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segist ekki hafa rætt sérstaklega um málefni Icesave-reikninganna og að væri að breytingum félagsins í dótturfélag eða gerð samkomulags við breska Fjármálaeftirlitið um umgjörð reikninganna við viðskiptaráðherra í vor. 9.11.2008 19:01
Fjármálaráðherra Skotlands vill komast í sjóði evrópusambandsins Skoskir bankar ættu að íhuga að taka 4 milljarða punda lán hjá sjóðum evrópusambandsins til þess að auðvelda aðgang að fé segir skoski fjármálaráðherrann. 9.11.2008 14:37
Pálmi tjáir sig ekki um milljarðana þrjá frá FL Sumarið 2005 lét Hannes Smárason, þá stjórnarformaður FL, flytja án heimildar þrjá milljarða króna af reikningum FL til Kaupþings í Lúxemborg, til þess að hjálpa Pálma Haraldssyni við að greiða fyrir kaupin á lággjaldaflugfélaginu Sterling í Danmörku. Þetta kemur fram í grein Agnesar Bragadóttur blaðamanns í Morgunblaðinu í dag. 9.11.2008 13:02
Vissi ekki af vanda Icesave í mars Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og yfirmaður bankamála hér á landi segist ekki hafa vitað um vanda Icesave í mars á þessu ári líkt og Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings hélt fram í Markaðnum í morgun. Björgvin segist fyrst hafa vitað af málinu í blálokin á ágúst. 8.11.2008 20:25
Landsbankinn segist hafa átt fyrir Icesave innistæðum Fyrrverandi stjórnendur Landsbankans segja eignir bankans hafa verið vel umfram innistæður á svokölluðum Icesave reikningum í Bretlandi. Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings sagði í Markaðnum á Stöð 2 í morgun að eignir Landsbankans hefðu ekki dugað fyrir innistæðunum. 8.11.2008 18:14
Sterling laug allt fram að gjaldþroti Fyrrverandi upplýsingafulltrúi lágjaldaflugfélagsins Sterling segir að stjórn félagsins hafi gefið villandi upplýsingar um stöðu félagsins allt fram á síðasta dag. 8.11.2008 17:05
Icesave viðvörunarbjöllur byrjuðu að hringja í mars Viðvörunarbjöllur varðandi Icesave í Bretlandi fóru að hringja í marsmánuði ef marka má orð Sigurðar Einarssonar fyrrum stjórnarformanns Kaupþings í Markaðnum á Stöð 2 í morgun. Hann segir vanta svör við ýmsu tengdu Icesave sem hann segir að hafi komið niður á Kaupþingi í Bretlandi. 8.11.2008 17:00
Stærstu mistökin voru að fara ekki úr landi Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings segir stjórn Seðlabanka Íslands gjörsamlega hafa brugðist þegar ekkert var gert eftir að nefnd sem hann var formaður skilaði af sér skýrslu árið 2003. Þar var varað við ástandinu en ekkert var að gert. Þetta sagði Sigurður í viðtali við Markaðinn á Stöð 2 í morgun. 8.11.2008 15:32
Segir Davíð Oddsson hafa hótað því að taka Kaupþing niður Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings segir að þeim Davíði Oddssyni hafi lent illilega saman á fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington í fyrra. Davíð hafi meðal annars hótað Sigurði að taka bankann niður ef þeir hættu ekki við umsókn sína um að fá að gera upp í evrum. Hann segir samskipti Seðlabankans við yfirstjórn Kaupþings hafa snarminnkað eftir að Davíð varð seðlabankastjóri. 8.11.2008 12:24
Mistök að fara inn í Glitni Tryggvi Þór Herbertsson fyrrverandi efnahagsráðgjafi Ríkisstjórnarinnar segir að þeir Geir H. Haarde hafi ekki verið sammála um hvaða leiðir ætti að fara. „Ég lagði til aðrar leiðir, stundum var hlustað og stundum ekki,“ sagði Tryggvi í Markaðnum hjá Birni Inga á Stöð 2 fyrir stundu. Hann segir neyðarlögin hafa verið skrifuð nóttina áður en þau voru sett og myndi ekki snerta á pólitík með tveggja metra löngu priki. 8.11.2008 12:00
Fjárfestingarfyrirtæki Warren Buffet tilkynnir um gríðarlegt tap Berkshire Hathaway, fjárfestingarfyrirtæki Warren Buffet, eins ríkasta manns veraldar tilkynnti um 77% samdrátt á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Félagið tapaði rúmlega einum milljarði bandaríkjadollara á afleiðuviðskiptum og öðrum fjárfestingum auk slæmrar afkomu fyrirtækisins erlendis. 8.11.2008 10:39
Valdi ekki Icesave sem viðskipti ársins Ólafur Ísleifsson hagfræðingur og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík segir í bréfi til þingmannsins Bjarna Harðarsonar í Morgunblaðinu í dag að hann hafi ekki setið í nefnd sem valdi Icesave ein af viðskiptum ársins, líkt og Bjarni hefur haldið fram á heimasíðu sinni. 8.11.2008 09:34
Hækkun í Bandaríkjunum Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu í dag í fyrsta sinn þrjá daga í dag. 7.11.2008 21:45
Obama gladdi bandaríska fjárfesta Fjárfestar fóru væntanlega margir hverjir glaðir inn í helgina í Bandaríkjunum í dag eftir hækkun á þarlendum hlutabréfamarkaði í kjölfar verðfalls síðustu tvo daga á undan. 7.11.2008 21:41
SPRON frestar uppgjöri vegna fjármálakreppu SPRON hf. hefur ákveðið að fresta birtingu uppgjörs fyrir þriðja ársfjórðung vegna áframhaldandi óvissu á íslenskum fjármálamarkaði. 7.11.2008 19:59
Samson fer fram á gjaldþrotaskipti Stjórn Samson eignarhaldsfélags hefur óskað eftir við Héraðsdóm Reykjavíkur að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. 7.11.2008 18:02
Össur steig hæst í Kauphöllinni í dag Gengi hlutabréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri hækkaði um 3,56 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins. Þá hækkaði gengi bréfa í Atorku um 1,82 prósent, Eimskipafélagsins um 1,5 prósent og Marel Food Systems um 1,33. 7.11.2008 16:51
Ellilífeyrisþegar á Spáni að tapa húsum sínum á Landsbankanum Hundruðir ellilífeyrisþega á Spáni, að mestu Bretar, standa frammi fyrir því að tapa húsum sínum vegna fjárfestingarsjóðs á vegum Landsbankans í Luxemborg. 7.11.2008 15:30
Íslandsferð gerði Sirkus Agora gjaldþrota Íslandsferð Sirkus Agora frá Noregi gerði sirkusinn gjaldþrota. Þetta kemur fram í Sunnmöreposten. Forstjóri sirkusins segir í samtali við blaðið að hann verði að fara að vinna sem línudansari á ný. 7.11.2008 14:33
Stór sölusamningur um ker í nýja síldarverksmiðju í Rússlandi Promens Dalvík ehf. hefur gert samning um framleiðslu á um 1000 fiskikerum og lokum fyrir nýja og fullkomna síldarverksmiðju í Rússlandi. 7.11.2008 13:54
Lán Norðurlandanna í samræmi við stærð hagkerfa þeirra Lán Norðurlandanna til Íslands munu að öllum líkindum verða í hlutfalli við stærð hagkerfa þeirra. Þetta kom fram í viðtali finnska sjónvarpsins við Erkki Liikanen seðlabankastjóra Finnlands fyrr í dag. 7.11.2008 13:32
Fjármálaráðuneyti Póllands staðfestir lán Pólska fjármálaráðuneytið segir í yfirlýsingu á heimasíðu sinni að þarlend yfirvöld muni lána Íslendingum 200 milljónir dollara. Vitnað er til yfirlýsingarinnar í virtum erlendum fréttamiðlum, þar á meðal hjá AFP-fréttaveitunni og Reuters. 7.11.2008 12:46
Óvissa um vaxtastig og frekari stýrivaxtahækkanir framundan Mikil óvissa er nú um skammtímavaxtastig hérlendis á næstunni í kjölfar áherslubreytinga Seðlabankans, og er hætt við að vaxtamyndun á skuldabréfamarkaði verði óskilvirkari og sveiflukenndari fyrir vikið á næstunni. 7.11.2008 12:00
Segir stöðu VBS góða þrátt fyrir erfiðleika á byggingarmarkaði Jón Þórisson, forstjóri VBS fjárfestingarbanka, segir stöðu félagsins góða þrátt fyrir að félagið hafi lánað nokkuð til framkvæmda á byggingarmarkaði þar sem nú ríkir nánast algjör stöðnun. 7.11.2008 11:03
Segir að það séu "viðskipti eins og venjulega" hjá Baugi í Bretlandi Gunnar Sigurðsson forstjóri Baugs í Bretlandi segir að félagið ætli ekki að breyta eignasafni sínu á næstunni og það séu "viðskipti eins og venjulega" í öllum félögum Baugs í Bretlandi. 7.11.2008 10:51
Postulínsverksmiðjan Royal Worcester er gjaldþrota Hin sögufræga breska postulínsverksmiðja Royal Worcester and Spode er gjaldþrota. Pricewaterhouse Coopers hafa verið ráðnir sem skiptastjórar að þrotabúinu. 7.11.2008 10:19
Össur og Marel hækka í morgunsárið Gengi hlutabréfa í Össuri hækkaði um 0,85 prósent í Kauphöllinni dag og í Marel Food Systems um 0,8 prósent. Þetta eru einu hækkanir dagsins. 7.11.2008 10:18
Misvísandi upplýsingar um stórbyggingu Landic í Árósum Börsen.dk birtir í dag frétt undir fyrirsögninni "Landic: Engin áform um að hætta við háhýsi í Árósum" en þar er átt við 142 metra háa byggingu sem ber heitið Lighthouse og á að lýsa upp borgina. 7.11.2008 09:54
Sjóðseigendur hjá Byr fá 95 prósent af fé sínu Byr sparisjóður hefur ákveðið að greiða út fjármuni úr peningarmarkaðssjóði sínum og er útgreiðsluhlutfall til sjóðsfélaga nærri 95 prósent miðað við síðasta skráða viðskiptagengi sjóðsins þann 6. október. 7.11.2008 09:31
Kröfuhafar í þrotabú Kaupþings telja að 6,6% fáist út búinu Niðurstaðan úr uppboðinu á skuldatryggingum Kaupþings í gærdag er að kröfuhafar í þrotabú bankans reikna með því að fá 6,6% af kröfum sínum í búið. 7.11.2008 09:11
Ungverjar fá 2.000 milljarða frá IMF Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur ákveðið að veita Ungverjum lán að upphæð 15,7 milljarða Bandaríkjadala, sem jafngildir rúmlega tvö þúsund milljörðum króna. 7.11.2008 08:15
Bréf í Toyota lækkuðu um 12 prósentustig Verðhrun varð á asískum hlutabréfamörkuðum í morgun og lækkuðu bréf í Toyota um tæplega 12 prósentustig. 7.11.2008 07:29
Atorka og Össur hækkuðu ein í dag Gengi hlutabréfa í Atorku Group hækkaði um tíu prósent í dag og í Össuri um 0,34 prósent. Þetta er eina hækkun dagsins á annars rauðum degi. 6.11.2008 16:59
Markaðír í Evrópu í rauðu sem og opnunin á Wall Street Helstu markaðir Evrópu enduðu daginn með miklum mínus. Og opnunin á Wall Street var einnig með rauðum tölum í dag. 6.11.2008 16:24
Dótturfélag Icelandair leigir Boeingþotu til Síberíu Í dag var undirritaður samningur milli Loftleiða Icelandic, dótturfélags Icelandair Group, og Yakutia Air Company í sjálfstjórnarlýðveldinu Sakha í Síberíu í Rússlandi um leigu á þriðju Boeing 757-200 farþegaþotunni til Yakutia. 6.11.2008 15:58
Danski seðlabankinn lækkar stýrivexti um hálft prósentustig Danski seðlabankinn, Nationalbanken, ákvað í dag að lækka stýrivexti sína um hálft prósentustig og fylgir þar með eftir vaxtalækkun Evrópubankans. Eftir lækkunin eru stýrivextir Nationalbanken slétt 5%. 6.11.2008 15:19
Segir að IMF sé búinn að staðfesta lánið til Íslands Í frétt á vefsíðunni E24.no segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sé búinn að staðfesta lánveitingu sína til Íslands upp á 2,1 milljarða dollara. E24.no hefur þetta eftir NTB-fréttaveitunni. 6.11.2008 14:27
Straumur segir mun á eignum og áhættu vera einn milljarð evra Straumur hefur unnið að því að minnka efnahagsreikning og áhættu bankans, vernda eigið fé og bæta lausafjárstöðu. Þann 31. október sl. voru heildareignir Straums undir 5 milljörðum evra og áhættugrunnur bankans undir 4 milljörðum evra. Munurinn er því einn milljarður evra eða 166 milljarðar kr.. 6.11.2008 14:16
Landic Ísland leigir Miðbæjarhótelum Aðalstræti 6 og 8 Samningur hefur verið undirritaður milli Landic Ísland og Miðbæjarhótela/Centerhotels um leigu á rúmlega 3000 fermetrum í Aðalstræti 6 og 8 í Reykjavík. Um er að ræða hluta jarðhæðar, og aðra, þriðju og fjórðu hæð. 6.11.2008 14:04
Gjaldþrot fyrirtækja í Danmörku hafa aldrei verið fleiri Gjaldþrot fyrirtækja í Danmörku hafa aldrei verið fleiri í sögunni en tvo síðustu mánuðina. Í október urðu þau 391 talsins og í september 350 talsins. 6.11.2008 13:44
Funda um framtíð deCode í Nasdaq-kauphöllinni DeCODE hefur farið fram á fund með nefnd á vegum Nasdaq-kauphallarinnar til þess að kynna áætlun félagsins um hvernig það hyggst mæta kröfum Nasdaq um lágmarksverðmæti hluta. 6.11.2008 13:12
Evrópski seðlabankinn lækkar stýrivexti Seðlabanki Evrópu lækkaði í morgun stýrivexti um fimmtíu punkta til að bregðast við samdrætti á evrusvæðinu. Þetta er í annað sinn á minna en mánuði sem bankinn lækkar stýrivexti sína, en þeir eru nú 3,25 prósent. 6.11.2008 13:11
Mögulegt að verðbólgumarkmið Seðlabankans heyri sögunni til Seðlabankinn hefur vikið verðbólgumarkmiði sínu til hliðar til bráðabirgða og mun einbeita sér að því að skapa stöðugleika í gengi krónu næsta kastið. Mögulegt er að tímar peningamálastefnu sem byggir á flotkrónu og verðbólgumarkmiði séu nú að baki fyrir fullt og allt. 6.11.2008 12:49
Seðlabanki Sviss lækkar stýrivexti Svissneski seðlabankinn lækkaði stýrivexti um hálft prósentustig í dag og fara vextir við það í tvö prósent. Vaxtaákvörðunin er í beinu framhaldi af vaxtalækkun evrópska seðlabankans, að sögn Associated Press-fréttastofunnar. 6.11.2008 12:47