Mistök að fara inn í Glitni 8. nóvember 2008 12:00 Tryggvi Þór Herbertsson Tryggvi Þór Herbertsson fyrrverandi efnahagsráðgjafi Ríkisstjórnarinnar segir að þeir Geir H. Haarde hafi ekki verið sammála um hvaða leiðir ætti að fara. „Ég lagði til aðrar leiðir, stundum var hlustað og stundum ekki," sagði Tryggvi í Markaðnum hjá Birni Inga á Stöð 2 fyrir stundu. Hann segir neyðarlögin hafa verið skrifuð nóttina áður en þau voru sett og myndi ekki snerta á pólitík með tveggja metra löngu priki. Tryggvi hætti óvænt sem efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar og hefur lítið gefið upp um ástæður þeirrar ákvörðunnar til þessa. Hann segir að eftir 15.september þegar Lehman borthers fóru á hausinn og lánalínur hafi byrjað að þorna, ekki síst á jaðarsvæðum eins og Íslandi hafi hann séð að það stefndi í óefni. „En að þetta skyldi fara nákvæmlega svona sá maður ekki fyrir. En ég sá það mjög fljótlega að með því að fara svokallaða Glitnisleið myndi það valda dómínóáhrifum inn í hagkerfið," segir Tryggvi. Tryggvi viðurkenndi að honum hefði fundist sín rödd ekki ná nægjanlega í gegn. Aðspurður um stirð samskipti við Davíð Oddsson seðlabankastjóra sagði Tryggvi það einungis vera sögusagnir. „Það er kjaftað um að það hafi verið núningur okkar á milli. En það voru ekki mikil samskipti og við töluðum ekki mikið saman um þessa hluti. En ég heyri úti í bæ að það sé ekki talað alltof vel um mann á þeim vígsstöðvum, það dæmir sig bara sjálft." Tryggvi sagðist sjálfur hafa séð lögfræðingana sem skrifuðu neyðarlögin hafa verið við þá iðju nóttina áður en lögin voru sett. „Það að búið væri að skrifa þau, stenst því ekki." Tryggvi var síðan spurður hvort að þessi stuttu og snörpu kynni hans af stjórnmálum hefðu kveikt áhuga hans á að hella sér út í pólitík. „Ég viðurkenni að fyrir nokkrum árum kitlaði það mig en það hefur dregið allverulega úr þeim áhuga eftir að ég varð vitni að þeim hlutum sem hafa verið í gangi. Í dag myndi ég ekki snerta á stjórnmálum með tveggja metra löngu priki, ekki frekar en þú," sagði Tryggvi við Björn Inga Hrafnsson og hló. Tryggvi sagðist einnig hafa upplýsingar um það innan úr Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að það stæði ekki til að samskipti okkar við Bretland og Holland kæmu í veg fyrir lánið. „Það eru allavega algjörlega þau skilaboð sem ég hef fengið og það er ekki héðan frá Íslandi." Tryggvi ráðleggur fólki líka að frysta húsnæðislánin sín fyrst sá möguleiki er fyrir hendi. „Ég ætla ekki að borga af íbúðalánunum mínum á meðan þessi möguleiki er fyrir hendi, ég ætla að bíða þar til gengið jafnar sig." Tryggvi sagði einnig að brýnasta verkefnið væri að koma gjaldeyrismarkaðnum í gang og við það að krónan færi á flot myndi gengið falla mjög mikið. Hann telur hinsvegar að við eigum að taka þann skell því gengið muni jafna sig fljótt aftur, á nokkrum vikum. Hann sagði að við ættum allra síst að fara í skömmtun á gjaldeyri. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Tryggvi Þór Herbertsson fyrrverandi efnahagsráðgjafi Ríkisstjórnarinnar segir að þeir Geir H. Haarde hafi ekki verið sammála um hvaða leiðir ætti að fara. „Ég lagði til aðrar leiðir, stundum var hlustað og stundum ekki," sagði Tryggvi í Markaðnum hjá Birni Inga á Stöð 2 fyrir stundu. Hann segir neyðarlögin hafa verið skrifuð nóttina áður en þau voru sett og myndi ekki snerta á pólitík með tveggja metra löngu priki. Tryggvi hætti óvænt sem efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar og hefur lítið gefið upp um ástæður þeirrar ákvörðunnar til þessa. Hann segir að eftir 15.september þegar Lehman borthers fóru á hausinn og lánalínur hafi byrjað að þorna, ekki síst á jaðarsvæðum eins og Íslandi hafi hann séð að það stefndi í óefni. „En að þetta skyldi fara nákvæmlega svona sá maður ekki fyrir. En ég sá það mjög fljótlega að með því að fara svokallaða Glitnisleið myndi það valda dómínóáhrifum inn í hagkerfið," segir Tryggvi. Tryggvi viðurkenndi að honum hefði fundist sín rödd ekki ná nægjanlega í gegn. Aðspurður um stirð samskipti við Davíð Oddsson seðlabankastjóra sagði Tryggvi það einungis vera sögusagnir. „Það er kjaftað um að það hafi verið núningur okkar á milli. En það voru ekki mikil samskipti og við töluðum ekki mikið saman um þessa hluti. En ég heyri úti í bæ að það sé ekki talað alltof vel um mann á þeim vígsstöðvum, það dæmir sig bara sjálft." Tryggvi sagðist sjálfur hafa séð lögfræðingana sem skrifuðu neyðarlögin hafa verið við þá iðju nóttina áður en lögin voru sett. „Það að búið væri að skrifa þau, stenst því ekki." Tryggvi var síðan spurður hvort að þessi stuttu og snörpu kynni hans af stjórnmálum hefðu kveikt áhuga hans á að hella sér út í pólitík. „Ég viðurkenni að fyrir nokkrum árum kitlaði það mig en það hefur dregið allverulega úr þeim áhuga eftir að ég varð vitni að þeim hlutum sem hafa verið í gangi. Í dag myndi ég ekki snerta á stjórnmálum með tveggja metra löngu priki, ekki frekar en þú," sagði Tryggvi við Björn Inga Hrafnsson og hló. Tryggvi sagðist einnig hafa upplýsingar um það innan úr Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að það stæði ekki til að samskipti okkar við Bretland og Holland kæmu í veg fyrir lánið. „Það eru allavega algjörlega þau skilaboð sem ég hef fengið og það er ekki héðan frá Íslandi." Tryggvi ráðleggur fólki líka að frysta húsnæðislánin sín fyrst sá möguleiki er fyrir hendi. „Ég ætla ekki að borga af íbúðalánunum mínum á meðan þessi möguleiki er fyrir hendi, ég ætla að bíða þar til gengið jafnar sig." Tryggvi sagði einnig að brýnasta verkefnið væri að koma gjaldeyrismarkaðnum í gang og við það að krónan færi á flot myndi gengið falla mjög mikið. Hann telur hinsvegar að við eigum að taka þann skell því gengið muni jafna sig fljótt aftur, á nokkrum vikum. Hann sagði að við ættum allra síst að fara í skömmtun á gjaldeyri.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira