Viðskipti erlent

Íslandsferð gerði Sirkus Agora gjaldþrota

Íslandsferð Sirkus Agora frá Noregi gerði sirkusinn gjaldþrota. Þetta kemur fram í Sunnmöreposten. Forstjóri sirkusSins segir í samtali við blaðið að hann verði að fara að vinna sem línudansari á ný.

Samkvæmt frásögn Sunnmöreposten kom Sirkus Agora til Íslands í haust en í miðri ferðinni hrundi efnahagslíf landsins til grunna.

„Við komum aftur til Noregs og sátum og biðum eftir peningum okkar frá Íslandi en það kom ekkert," segir Jan Ketil Smördal, forstjóri Sirkus Agora. í framhaldinu ákvað stjórn sirkusins að óska eftir gjaldþroti.

Hátt verð á dísilolíu í Noregi og minnkandi aðsókn Norðmanna að sirkusnum spilar hér inn í dæmið en Smördal segir að sirkusinn hefði lifað það af ef þeir hefðu sleppt Íslandsferðinni.

Smördal stofnaði Sirkus Agora fyrir 20 árum síðan en hann var áður þekktur sem besti línudansari Noregs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×