Viðskipti erlent

Sterling laug allt fram að gjaldþroti

Óli Tynes skrifar
Rulle Westergaard
Rulle Westergaard

Fyrrverandi upplýsingafulltrúi lágjaldaflugfélagsins Sterling segir að stjórn félagsins hafi gefið villandi upplýsingar um stöðu félagsins allt fram á síðasta dag.

Rulle Westergaard upplýsingafullgtrúi var látin taka pokann sinn tveimur vikum áður en Sterling varð gjaldþrota.

Í samtali við fréttastofuna sagði hún að það hefði verið vegna þess að hún neitaði að taka þátt í því að segja að allt væri í himnalagi og kreppan á Íslandi hefði engin áhrif á flugfélagið.

Westergaard heyrði beint undir Reza Taleghani forstjóra Sterling. Hún segist hafa reynt að úrskýra fyrir yfirstjórninni hvaða afleiðingar það gæti haft fyrir trúverðugleika félagsins í framtíðinni að ljúga til um stöðuna. Þá hafi hún verið látin fara.

Westergaard segir að Pálmi Haraldsson eigandi Sterling hafi ekki skipt sér af samskiptum hennar við fjölmiðla. Henni persónulega hafi hann sagt að staðan væri slæm.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×