Viðskipti erlent

Lán Norðurlandanna í samræmi við stærð hagkerfa þeirra

Lán Norðurlandanna til Íslands munu að öllum líkindum verða í hlutfalli við stærð hagkerfa þeirra. Þetta kom fram í viðtali finnska sjónvarpsins við Erkki Liikanen seðlabankastjóra Finnlands fyrr í dag.

Stærð lánsins frá Norðmönnum liggur þegar fyrir en þeir ætla að leggja 80 milljarða kr. í pakkann. Miðað við landsframleiðslu Norðmanna og hinna Norðurlandanna, Danmerkur, Svíþjóðar og Finnlands má reikna með að heildarlánið nemi í kringum 300 milljarða kr.

Liikanen segir að samningaviðræður milli Norðurlandanna um lánið standi enn yfir en þær fara fram í sérstakri nefnd undir forsæti Svíþjóðar. Ekki kom fram hjá seðlabankastjóranum hvenær stærð lánsins og skilmálar liggja fyrir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×