Segir stöðu VBS góða þrátt fyrir erfiðleika á byggingarmarkaði 7. nóvember 2008 11:03 MYND/GVA Jón Þórisson, forstjóri VBS fjárfestingarbanka, segir stöðu félagsins góða þrátt fyrir að félagið hafi lánað nokkuð til framkvæmda á byggingarmarkaði þar sem nú ríkir nánast algjör stöðnun. Eins og fram hefur komið í fréttum er mikið af óseldum eignum í nýbyggingum víða á höfuðborgarsvæðinu og þá ríkir mikil óvissa um framhaldið á byggingarmarkaði. Tíðar fregnir hafa borist af uppsögnum hjá verktökum og standa stór fyrirtæki á byggingarmarkaði höllum fæti. Jón Þórisson, forstjóri VBS, segir félagið hafa lánað nokkurt fé til byggingarframkvæmda en það hafi fyrst og fremst verið til smærri verktaka sem hafi verið í smærri verkefnum. „Við höfum verið með módel um fjármögnun á framkvæmdatíma og það vill okkur til happs að við lánuðum til framleiðslu á mannvirkjum en ekki til hlutabréfakaupa. Menn hafa verið að fjármagna kaup á hlutabréfum sem nú eru verðlaus en húsin standa enn þá," segir Jón. Hann segir enn fremur að það muni taka eitthvað lengri tíma að selja fasteignirnar en ýmsir möguleikar séu í stöðunni fyrir verktakana, þar á meðal leiguíbúðafyrirkomulag og verktakalán frá Íbúðalánasjóði. Aðspurður hvaða áhrif hugsanleg gjaldþrot verktaka muni hafa á stöðu VBS segir Jón að bankinn hafi veð í framkvæmdum sem hann hafi lánað til. Vissulega sé óþægilegt þegar hikst verði á markaðnum en „við höfum horft á verkin og gætt þess að þetta séu sölulegar eignir," segir Jón. VBS hefur selt fólki veðskuldabréf með veði í framkvæmdum sem lánað hefur verið fyrir en Jón telur ekki að sá hópur muni tapa á fjárfestingu sinni. Menn séu vissulega í anddyri mikilla erfiðleika í samfélaginu og þá taki lengri tíma að selja fasteignir. Ekki hafi verið lánað til nýrra verkefna og verið sé að klára þau verkefni sem lánað hafi verið til. Þau muni dragast eitthvað en VBS muni gæta hagsmuna þeirra sem fjárfest hafi slíkum veðskuldabréfum. „Hér er fjöldi fólks að halda utan um verkefnin og tryggja hagsmuni þessara fjárfesta," segir Jón. Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira
Jón Þórisson, forstjóri VBS fjárfestingarbanka, segir stöðu félagsins góða þrátt fyrir að félagið hafi lánað nokkuð til framkvæmda á byggingarmarkaði þar sem nú ríkir nánast algjör stöðnun. Eins og fram hefur komið í fréttum er mikið af óseldum eignum í nýbyggingum víða á höfuðborgarsvæðinu og þá ríkir mikil óvissa um framhaldið á byggingarmarkaði. Tíðar fregnir hafa borist af uppsögnum hjá verktökum og standa stór fyrirtæki á byggingarmarkaði höllum fæti. Jón Þórisson, forstjóri VBS, segir félagið hafa lánað nokkurt fé til byggingarframkvæmda en það hafi fyrst og fremst verið til smærri verktaka sem hafi verið í smærri verkefnum. „Við höfum verið með módel um fjármögnun á framkvæmdatíma og það vill okkur til happs að við lánuðum til framleiðslu á mannvirkjum en ekki til hlutabréfakaupa. Menn hafa verið að fjármagna kaup á hlutabréfum sem nú eru verðlaus en húsin standa enn þá," segir Jón. Hann segir enn fremur að það muni taka eitthvað lengri tíma að selja fasteignirnar en ýmsir möguleikar séu í stöðunni fyrir verktakana, þar á meðal leiguíbúðafyrirkomulag og verktakalán frá Íbúðalánasjóði. Aðspurður hvaða áhrif hugsanleg gjaldþrot verktaka muni hafa á stöðu VBS segir Jón að bankinn hafi veð í framkvæmdum sem hann hafi lánað til. Vissulega sé óþægilegt þegar hikst verði á markaðnum en „við höfum horft á verkin og gætt þess að þetta séu sölulegar eignir," segir Jón. VBS hefur selt fólki veðskuldabréf með veði í framkvæmdum sem lánað hefur verið fyrir en Jón telur ekki að sá hópur muni tapa á fjárfestingu sinni. Menn séu vissulega í anddyri mikilla erfiðleika í samfélaginu og þá taki lengri tíma að selja fasteignir. Ekki hafi verið lánað til nýrra verkefna og verið sé að klára þau verkefni sem lánað hafi verið til. Þau muni dragast eitthvað en VBS muni gæta hagsmuna þeirra sem fjárfest hafi slíkum veðskuldabréfum. „Hér er fjöldi fólks að halda utan um verkefnin og tryggja hagsmuni þessara fjárfesta," segir Jón.
Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira