Viðskipti innlent

Landic Ísland leigir Miðbæjarhótelum Aðalstræti 6 og 8

Örn V. Kjartansson framkvæmdastjóri Landic Ísland og og Svanfríður Jónsdóttir og Kristófer Oliversson framkvæmdastjóri eigendur Miðbæjarhótela handsala samninginn.
Örn V. Kjartansson framkvæmdastjóri Landic Ísland og og Svanfríður Jónsdóttir og Kristófer Oliversson framkvæmdastjóri eigendur Miðbæjarhótela handsala samninginn.

Samningur hefur verið undirritaður milli Landic Ísland og Miðbæjarhótela/Centerhotels um leigu á rúmlega 3000 fermetrum í Aðalstræti 6 og 8 í Reykjavík. Um er að ræða hluta jarðhæðar, og aðra, þriðju og fjórðu hæð.

 

Stefnt er að því að Hótel Plaza muni opna á milli núverandi hótels í Aðalstræti 4 yfir í húsnæðið í Aðalstræti 6 og 8.

Með stækkuninni mun herbergjum fjölga í Hótel Plaza um sjötíu og fimm og verða samtals 180 gistiherbergi í hjarta miðborgarinnar. Stefnt er að opnun nýja rýmisins á vormánuðum á næsta ári.

 

 

Örn V. Kjartansson framkvæmdastjóri Landic Ísland segir í tilkynningu um málið að það sé mjög ánægjulegt fyrir Landic Ísland að stuðla að uppbyggingu ferðaþjónustu í miðbænum með allt að tvöfaldri stækkun á Hótel Plaza."

 

 

Kristófer Oliversson framkvæmdastjóri Miðbæjarhótela segir að þessi stækkun sé góð viðbót við þau hótel sem þeir rek. nú í miðborginni. Haustið sé betur bókað hjá þeim en á sama tíma í fyrra og á góðum dögum munum við þá geta hýst yfir 800 gesti. Þetta er líklega skjótvirkasta leiðin til að skila gjaldeyristekjum inn í landið."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×