Viðskipti innlent

Ræddi ekki við Björgvin um Icesave-vanda í vor

Jónas Fr. Jónsson.
Jónas Fr. Jónsson.

Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segist ekki hafa rætt sérstaklega um málefni Icesave-reikninganna og að væri að breytingum félagsins í dótturfélag eða gerð samkomulags við breska Fjármálaeftirlitið um umgjörð reikninganna við viðskiptaráðherra í vor.

Í frétt sem birtist á Vísi fyrir stundu var vitnað í frétt Rúv klukkan 18:00 með fyrirsögninni „Björgvin vissi af vanda Icesave í vor". Sú frétt var tekin út af vefnum í kjölfar yfirlýsingar Jónasar sem sjá má hér að neðan.

„Tilurð Icesave reikninga í Bretlandi var almennt þekkt staðreynd og upplýsingar um þá lágu fyrir í uppgjörum og kynningum Landsbankans. Málefni reikninganna og að unnið væri að breytingum félagsins í dótturfélag eða gerð samkomulags við breska Fjármálaeftirlitið um umgjörð reikninganna var ekki rætt við viðskiptaráðherra síðast liðið vor."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×