Viðskipti erlent

Fjármálaráðherra Skotlands vill komast í sjóði evrópusambandsins

John Swinney
John Swinney

Skoskir bankar ættu að íhuga að taka 4 milljarða punda lán hjá sjóðum evrópusambandsins til þess að auðvelda aðgang að fé segir skoski fjármálaráðherrann.

John Swinney fjármálaráðherra Skotlands lét þessa skoðun sína í ljós í bréfi sem hann sendi fjórum stærstu bönkunum í Skotlandi. The Royal Banks of Scotland, HBOS, Lloyds TSB og Clydesdale.

Hann sagðist ítrekað hafa heyrt sögur þess efnis að fyrirtæki ættu í erfiðleikum með að fá fé.

Gordon Brown hefur þegar lýst yfir þeirri skoðun sinni að peningar EIB (Fjárfestingarbanki Evrópu) gætu skipt sköpum ef þeir færu inn í fyrirtækin í gegnum bankastofnanir.

Bæði Brown og Alistari Darling fjármálaráðherra Bretlands hafa reyndar sagt að fé frá bankanum gæti skipt sköpum ef það færi í að styrkja fyrirtækja sem eiga í erfiðleikum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×