Viðskipti innlent

Stór sölusamningur um ker í nýja síldarverksmiðju í Rússlandi

Promens Dalvík ehf. hefur gert samning um framleiðslu á um 1000 fiskikerum og lokum fyrir nýja og fullkomna síldarverksmiðju í Rússlandi.

Framleiðsla upp í samninginn er þegar hafin í verksmiðju fyrirtækisins á Dalvík og verður lokið á næstu þremur mánuðum.



Hilmar Guðmundsson, sölu- og markaðsstjóri Promens Dalvík, segir í tilkynningu um málið að vissulega hafi fyrirtækið gert stærri sölusamninga áður en við þær efnahagsaðstæður sem eru í alþjóðasamfélaginu í dag þá skipti verkefni af þessari stærðargráðu umtalsverðu máli.

„Framleiðsla upp í samninginn er þegar hafin hjá okkur og ég geri ráð fyrir að við verðum búnir með þetta verkefni í janúar. Hér er um að ræða nýja og mjög tæknilega búna síldarverksmiðja en við höfum reynslu af framleiðslu kera fyrir slíkar risaverksmiðjur, t.d. í Hollandi," segir Hilmar Guðmundsson.

„Sú reynsla sem komin er af notkun framleiðsluvara okkar í hliðstæðum verksmiðjum skipti máli þegar kom að því að velja ker í rússnesku verksmiðjuna. En fyrst og síðast er mikilvægt að fá öll svona verkefni, ekki síst erlendis og halda þannig áfram atvinnusköpun og gjaldeyrisöflun fyrir þjóðarbúið og."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×