Viðskipti erlent

Postulínsverksmiðjan Royal Worcester er gjaldþrota

Hin sögufræga breska postulínsverksmiðja Royal Worcester and Spode er gjaldþrota. Pricewaterhouse Coopers hafa verið ráðnir sem skiptastjórar að þrotabúinu.

Royal Worcester er þekktasta postulínsverksmiðja Bretlands og hefur verið starfrækt í Stoke-on-Trent síðan árið 1751. Starfsmenn voru 388 talsins. Gjaldþrot verksmiðjunnar er rakið til breyttra markaðsaðstæðna og þess að félagið gat ekki selt lóð sína í Stoke-on-Trent.

Gjaldþrotið mun ekki hafa áhrif á rekstur dótturfélags Royal Worcester í Bandaríkjunum en það er The Royal China and Porcelain Companies.

Kaupenda er nú leitað að þrotabúinu í Bretlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×