Fleiri fréttir Norræni lánapakkinn á lokastigum Háttsettur maður í Seðlabanka Svíþjóðar segir að verið sé að leggja lokahönd á lánapakka frá Norðurlöndunum til Íslands. Fundað var Stokkhólmi í gær og sat Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri fundinn fyrir hönd Íslands. Í samtali við Reuters fréttastofuna segir Mattias Persson að búið sé að ákveða hvernig lánapakkinn verði samsettur, aðeins eigi eftir að ljúka nokkrum smáatriðum. 6.11.2008 11:01 Hætta rannsókn á sölu Moderna á Carnegie-hlut Efnahagsbrotadeild lögreglunnar í Svíþjóð hefur ákveðið að hætta rannsókn sinni á sölu Moderna Finance, dótturfélags Milestone sem er félag Karls Wernerssonar og fjölskyldu, á um það bil 7,5 prósentum af hlut sínum í sænska fjárfestingarbankanum Carnegie í síðasta mánuði. 6.11.2008 10:18 Century Aluminum fellur um sex prósent Gengi hlutabréfa í Century Aluminum hefur fallið um 6,38 prósent frá því viðskipti hófust á hlutabréfamarkaði í Kauphöllinni í dag. Þá hefur gengi bréfa í Marel Food Systems lækkað um 0,65 prósent. Aðrar hreyfingar eru ekki í Kauphöllinni. 6.11.2008 10:12 Fall á evrópskum hlutabréfamörkuðum Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað mikið í evrópskum fjármálamörkuðum í dag. Virðist sem ótti bandarískra fjárfesta og fall vestanhafs í gær um óburðugt alþjóðlegt hagkerfi og hugsanlegt samdráttarskeið víða hafi smitað út frá sér heiminn á enda. 6.11.2008 09:28 Líkur á mikilli stýrivaxtalækkun í Evrópu Greinendur og fjármálasérfræðingar reikna flestir með mikilli lækkun stýrivaxta í Evrópu í dag. Vaxtaákvörðunardagur er víðar en hér á landi, svo sem hjá evrópska seðlabankanum og Englandsbanka í Bretlandi. 6.11.2008 09:03 Óvissa um IMF-lánið Óvissa ríkir um lánafyrirgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til íslenskra stjórnvalda, vegna þess að fulltrúar Breta í sjóðnum setja sem skilyrði fyrir lánveitingunni, að fyrst verði samið við Breta vegna Icesave-reikninganna. 6.11.2008 08:32 Asíulækkun í kjölfar Wall Street Hlutabréf í Asíu lækkuðu í verði í morgun og fylgdu þannig rúmlega fimm prósentustiga lækkun á Wall Street í gær. 6.11.2008 07:30 Fundað um lán til Íslands í Stokkhólmi Fulltrúar norrænu Seðlabankanna og fjármálaráðuneyta landanna funduðu í Stokkhólmi í dag um hugsanlega aðstoð hinna norrænu ríkjanna við Ísland í kreppunni. Eftir því sem fram kemur á fréttavef breska blaðsins Financial Times sat Ingimundur Friðriksson, einn seðlabankastjóra, fundinn fyrir hönd Íslands. 5.11.2008 23:43 Veiking krónunnar hefur lítil áhrif á lausafjárstöðu Straums Sú þróun sem átt hefur sér stað á alþjóðafjármálamörkuðum, eftir 30. Júní, hefur haft mikil áhrif á fjármálastofnanir og fyrirtæki, þar á meðal Straum Fjárfestingabanka hf. (Straumur). Straumur hefur gert allt innan eðlilegra marka til að upplýsa hluthafa og lánveitendur um áhrif þessarar þróunar. 5.11.2008 22:18 Telja 2-3% nást upp í erlendar skuldir bankanna Alþjóðlegir uppboðshaldarar á skuldatryggingum íslensku bankanna í útlöndum, telja að aðeins muni fást tvö til þrjú prósent upp í skuldirnar, sem eru taldar vera um sex þúsund milljarðar króna, eða þrettánfaldar árstekjur ríkissjóðs. 5.11.2008 18:45 Vilja að stjórn Seðlabanka víki Óbreyttir vextir á óvissutíma. 5.11.2008 18:00 Sterling verður selt í heilu lagi en ekki í pörtum Þrotabú Sterling flugfélagsins verður selt í heilu lagi en ekki í pörtum. Þetta hefur business.dk eftir einum af skiptastjórum þrotabúsins. Formaður Sambands danskra ferðaskrifstofa segir að hann myndi ekki borga krónu (danska) fyrir þrotabúið. 5.11.2008 16:12 Landsbankinn segist ekki mega tjá sig um mál 365 Landsbankinn hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðna á Alþingi og í fjölmiðlum í gær um samskipti bankans og fjölmiðlafyrirtækisins 365. Segir bankinn að honum sé óheimilt samkvæmt lögum að tjá sig um einstök viðskipti eða málefni viðskiptamanna sinna og mun sem fyrr fylgja þeim lögum. 5.11.2008 15:38 FME segir óháða sérfræðinga komna í rannsóknarvinnu Fjármálaeftirlitið (FME) segir að hafin sé rannsóknarvinna óháðra sérfræðinga sem skilanefndir bankanna hafi fengið til liðs við sig vegna tilmæla frá FME. 5.11.2008 15:36 Össur valið markaðsfyrirtæki ársins Markaðsfyrirtæki ársins 2008 er Össur og Markaðsmaður ársins 2008 er Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri. 5.11.2008 15:09 Microsoft flytur inn ráðstefnu til landsins Farandráðstefna um vefhönnun og vefhýsingu mun hefja Evróputúr sinn á Íslandi þann 18. nóvember næstkomandi. 5.11.2008 14:31 Danir fjalla um vanda Seðlabankans vegna veðsins í FIH Danska vefsíðan business.dk fjallar um vanda Seðlabanka Íslands vegna veðsins sem bankinn á í FIH bankanum í Danmörku. Eins og kunnugt er af fréttum hér heima tók SÍ veði í FIH vegna 500 milljóna evra láns til Kaupþings skömmu fyrir gjaldþrot þess banka. 5.11.2008 13:57 Gjaldeyrismiðlun tekur nú daga í stað mínútna áður Ólafur Ottóson aðstoðarbankastjóri Sparisjóðabankans segir að gjaldeyrir sé nú aftur tekinn að streyma til viðskiptavina þeirra í gegnum Swift gátt Sparisjóðabankans. Hinsvegar gangi allt hægar og millifærslur sem tóku mínútur áður taka einn til þrjá daga nú. 5.11.2008 13:20 Íslandspóstur og Verslanir Hans Petersen hefja samstarf Verslanir Hans Petersen og Íslandspóstur hafa hafið samstarf um framköllunarþjónustu í pósthúsinu að Síðumúla. Þangað er hægt að koma með myndir í framköllun en á pósthúsinu verða til sölu vörur til sölu vörur tengdar ljósmyndum svo sem rammar, albúm, filmur, rafhlöður og fleira. 5.11.2008 12:49 Kröfuhafar í þrotabú Nyhedsavisen orðnir 160 talsins Nú liggur fyrir að kröfuhafar í þrotabú Nyhedsavisen eru orðnir 160 talsins. Skráðar kröfur nema 52 milljónum danskra kr. eða nokkuð yfir einum milljarði kr.. 5.11.2008 12:38 Skuldabréf Glitnis metin á 2% af nafnverði Uppboð á skuldatryggingum Glitnis fer fram í dag og samkvæmt frétt á Reuters mun niðurstaða uppboðsins að öllum líkindum verða sú að seljendur trygginganna verði að borga 98% af tryggðum upphæðum. Með öðrum orðum skuldabréfin eru metin á 2% af nafnverði. 5.11.2008 12:15 Nordea tekur yfir viðskiptavini Glitnis í Luxemborg Nordea bankinn í Luxemborg mun taka yfir einkabankaþjónustu Glitnis þar í landi. Þetta var tilkynnt af Nordea og skilanefnd Glitnis í Luxemborg í dag. 5.11.2008 12:02 Segir vaxtadag Seðlabankans á morgun vera óþarfan Greining Glitnis segir að vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans á morgun sé í raun óþarfur þar sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) hefur í samvinnu við ríkisstjórnina tekið við stjórnun peningamála, a.m.k tímabundið. 5.11.2008 11:19 SAS-stjóri óttast gjaldþrot Mats Jansson forstjóri SAS flugfélagsins óttast gjaldþrot en félagið rær nú lífróður eftir mjög slæmt uppgjör á þriðja ársfjórðungi. Tap félagsins á þessu tímabili nemur 2 milljörðum sænskra kr. eða hátt í 40 milljörðum kr. 5.11.2008 11:05 Marel og Bakkavör hækka í byrjun dags Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems, sem skilaði góðu uppgjöri í gær, hækkaði talsvert í Kauphöllinni í byrjun dags, eða um 3,45 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa í Bakkavör um 0,88 prósent á fyrsta stundarfjórðungi dagsins eftir tólf prósenta fall í gær. 5.11.2008 10:29 Erlendir lánardrottnar skipa í nefndir á Íslandi Á næstu vikum munu erlendir lánardrottnar bankanna hittast hér á landi, halda fundi og skipa í sérstakar lánadrottnanefndir eina fyrir hvern af bönkunum þremur. 5.11.2008 10:29 Olíuframleiðslan hjá Atlantic Petroleum eykst eftir áramót Olíuframleiðslan hjá Atlantic Petroleum mun aukast eftir áramótin þegar önnur borhola félagsins kemst í notkun á Chestnut-svæðinu. Sú fyrsta sem tekin var í notkun í byrjun september hefur þegar gefið af sér 500.000 tunnur. 5.11.2008 10:00 Kröfur aukast um opinbera rannsókn í Bretlandi vegna Íslands Kröfur um opinbera rannsókn á því hvernig bresk stjórnvöld brugðust við hruni íslensku bankanna færast í aukana á breska þinginu. Íhaldsflokkurinn gerir nú kröfu um slíka rannsókn en áður hafa Frjáslyndir demókratar gert slíka kröfu. 5.11.2008 09:31 Stærsti banki Frakklands tapaði miklu á hruni íslensku bankanna BNP Paribas, stærsti banki Frakklands, tapaði miklu á hruni íslensku bankanna. Þarf bankinn að afskrifa 83 milljónir evra vegna íslensku bankanna eða nær 13 milljörðrum kr. 5.11.2008 09:20 Tæplega 11 prósenta hækkun hráolíuverðs Verð á hráolíu hækkaði um tæp ellefu prósent í gær í kjölfar frétta um að Sádi-Arabar hefðu ákveðið að draga úr útflutningi á olíu til nokkurra viðskiptaríkja sinna. 5.11.2008 08:23 Hækkanir í Asíu Hlutabréf hækkuðu í verði á mörkuðum Asíu í morgun og telja greiningaraðilar að sigur Baracks Obama í forsetakosningunum hafi haft þar eitthvað að segja 5.11.2008 07:16 Lufthansa vill SAS fremur en Sterling Þýska flugfélagið Lufthansa mun að líkindum ekki bjóða í þrotabú Sterling-flugfélagsins heldur reyna fremur að kaupa norræna flugfélagið SAS. Frá þessu er greint á fréttavef Jótlandspóstins. 5.11.2008 06:46 Óbreyttir vextir á óvissutíma Hluti af því að endurvekja traust á hagstjórn landsins er að bankastjórn Seðlabanka Íslands víki. Þetta er samdóma álit skuggabankastjórnar Markaðarins, en hana skipa Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, og Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands. 5.11.2008 05:30 Bankahólfið: Engin þota Vart varð þverfótað fyrir einkaþotum á Reykjavíkurflugvelli á síðasta ári. Þotunum hefur nú fækkað um eina en Bakkabræður hafa losað sig við skýjafákinn. 5.11.2008 04:00 Fyrsta flugi Dreamliner frestað Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur hefur frestað fyrsta flugi Boeing 787 Dreamliner flugvélanna um óákveðinn tíma. 4.11.2008 23:18 Hreinn Loftsson kaupir Birtíng Austursel ehf sem er alfarið í eigu Hreins Loftssonar stjórnarmanns í Baugi, hefur keypt útgáfufélagið Birtíng ehf. Aðaleigandi Birtíngs fyrir þessi viðskipti voru Stoðir Invest, sem er í meirihluta eigu Gaums félags Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu. 4.11.2008 21:01 Kosningagleði á bandarískum hlutabréfamarkaði Kosningagleði smitaði út frá sér inn á hlutabréfamarkaði víða um heim í dag, ekki síst í Bandaríkjunum, og enduðu vísitölur víðast hvar í góðum plús 4.11.2008 21:00 Reyna að rifta ákvörðun stjórnar gamla Kaupþings Skömmu eftir yfirlýsingu frá fyrrverandi stjórn Kaupþings sendi nýja stjórnin frá sér yfirlýsingu. Í fyrri yfirlýsingunni kemur fram að persónulegar ábyrgðir starfsmanna vegna hlutabréfakaupa í Kaupþing hafi verið felldar niður þann 25.september sl. Nýja stjórnin segir hinsvegar að hún ætli að fá állit utanaðkomandi lögmanns um hvort ákvörðunin sé riftanleg. Þegar slík álitsgerð liggi fyrir muni stjórn bankans innheimta umræddar kröfur. 4.11.2008 18:36 Milljarðar millifærðir úr sjóðum Kaupþings fyrir þjóðnýtingu Hundrað milljarðar voru millifærðir úr sjóðum Kaupþings inn á erlenda bankareikninga skömmu áður en bankinn var þjóðnýttur. Skilanefnd bankans rannsakar nú hvort þessum fjárhæðum hafi verið skotið undan. 4.11.2008 18:32 Felldu niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna vegna hlutabréfakaupa Í tilkynningu frá fyrrverandi stjórn Kaupþings banka kemur fram að stjórnin hafi ákveðið á fundi sínum þann 25.september síðastliðinn að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna af lánum til hlutabréfakaupa í Kaupþing banka. 4.11.2008 18:16 Peningarnir ekki fengnir úr Landsbankanum Það hefur ekkert breyst varðandi eignarhald á fjölmiðlum 365 frá því á föstudag, segir Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður 365 hf og stofnandi Rauðsólar. 4.11.2008 17:39 Atorka og Bakkavör féllu í dag Gengi hlutabréfa í Atorku féll um 23,08 prósent í dag og Bakkavarar um 12,05 prósent. Þetta er eina lækkun dagsins í Kauphöllinni og dró Úrvalsvísitöluna niður. 4.11.2008 16:30 Marel skilar góðu uppgjöri á þriðja ársfjórðungi Marel skilaði 14,5 milljóna evra eða um 2,3 milljarða kr. hagnaði á þriðja ársfjórðungi ársins. Forstjórinn er ánægður með afkomu félagsins. 4.11.2008 16:17 Skuldabréf Landsbankans metin á 1,25% af nafnverði Uppboði með skuldatryggingar á skuldabréfum Landsbankans er nú lokið. Niðurstaðan varð sú að seljendu trygginganna verða að borga 98,75% af nafnverði bréfanna til þeirra sem tryggðu bréfin. Voru bréfin því metin á 1,25% af nafnverði. 4.11.2008 15:25 Samson eignarhaldsfélag gjaldþrota Það var ekkert inni í félaginu til að mæta skuldbindingum þess, segir Ásgeir Friðgeirsson. Hann er talsmaður Björgólfsfeðga sem eiga Samson. Héraðsdómur Reykjavíkur synjaði þeim í dag um áframhaldandi greiðslustöðvun. 4.11.2008 15:16 Sjá næstu 50 fréttir
Norræni lánapakkinn á lokastigum Háttsettur maður í Seðlabanka Svíþjóðar segir að verið sé að leggja lokahönd á lánapakka frá Norðurlöndunum til Íslands. Fundað var Stokkhólmi í gær og sat Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri fundinn fyrir hönd Íslands. Í samtali við Reuters fréttastofuna segir Mattias Persson að búið sé að ákveða hvernig lánapakkinn verði samsettur, aðeins eigi eftir að ljúka nokkrum smáatriðum. 6.11.2008 11:01
Hætta rannsókn á sölu Moderna á Carnegie-hlut Efnahagsbrotadeild lögreglunnar í Svíþjóð hefur ákveðið að hætta rannsókn sinni á sölu Moderna Finance, dótturfélags Milestone sem er félag Karls Wernerssonar og fjölskyldu, á um það bil 7,5 prósentum af hlut sínum í sænska fjárfestingarbankanum Carnegie í síðasta mánuði. 6.11.2008 10:18
Century Aluminum fellur um sex prósent Gengi hlutabréfa í Century Aluminum hefur fallið um 6,38 prósent frá því viðskipti hófust á hlutabréfamarkaði í Kauphöllinni í dag. Þá hefur gengi bréfa í Marel Food Systems lækkað um 0,65 prósent. Aðrar hreyfingar eru ekki í Kauphöllinni. 6.11.2008 10:12
Fall á evrópskum hlutabréfamörkuðum Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað mikið í evrópskum fjármálamörkuðum í dag. Virðist sem ótti bandarískra fjárfesta og fall vestanhafs í gær um óburðugt alþjóðlegt hagkerfi og hugsanlegt samdráttarskeið víða hafi smitað út frá sér heiminn á enda. 6.11.2008 09:28
Líkur á mikilli stýrivaxtalækkun í Evrópu Greinendur og fjármálasérfræðingar reikna flestir með mikilli lækkun stýrivaxta í Evrópu í dag. Vaxtaákvörðunardagur er víðar en hér á landi, svo sem hjá evrópska seðlabankanum og Englandsbanka í Bretlandi. 6.11.2008 09:03
Óvissa um IMF-lánið Óvissa ríkir um lánafyrirgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til íslenskra stjórnvalda, vegna þess að fulltrúar Breta í sjóðnum setja sem skilyrði fyrir lánveitingunni, að fyrst verði samið við Breta vegna Icesave-reikninganna. 6.11.2008 08:32
Asíulækkun í kjölfar Wall Street Hlutabréf í Asíu lækkuðu í verði í morgun og fylgdu þannig rúmlega fimm prósentustiga lækkun á Wall Street í gær. 6.11.2008 07:30
Fundað um lán til Íslands í Stokkhólmi Fulltrúar norrænu Seðlabankanna og fjármálaráðuneyta landanna funduðu í Stokkhólmi í dag um hugsanlega aðstoð hinna norrænu ríkjanna við Ísland í kreppunni. Eftir því sem fram kemur á fréttavef breska blaðsins Financial Times sat Ingimundur Friðriksson, einn seðlabankastjóra, fundinn fyrir hönd Íslands. 5.11.2008 23:43
Veiking krónunnar hefur lítil áhrif á lausafjárstöðu Straums Sú þróun sem átt hefur sér stað á alþjóðafjármálamörkuðum, eftir 30. Júní, hefur haft mikil áhrif á fjármálastofnanir og fyrirtæki, þar á meðal Straum Fjárfestingabanka hf. (Straumur). Straumur hefur gert allt innan eðlilegra marka til að upplýsa hluthafa og lánveitendur um áhrif þessarar þróunar. 5.11.2008 22:18
Telja 2-3% nást upp í erlendar skuldir bankanna Alþjóðlegir uppboðshaldarar á skuldatryggingum íslensku bankanna í útlöndum, telja að aðeins muni fást tvö til þrjú prósent upp í skuldirnar, sem eru taldar vera um sex þúsund milljarðar króna, eða þrettánfaldar árstekjur ríkissjóðs. 5.11.2008 18:45
Sterling verður selt í heilu lagi en ekki í pörtum Þrotabú Sterling flugfélagsins verður selt í heilu lagi en ekki í pörtum. Þetta hefur business.dk eftir einum af skiptastjórum þrotabúsins. Formaður Sambands danskra ferðaskrifstofa segir að hann myndi ekki borga krónu (danska) fyrir þrotabúið. 5.11.2008 16:12
Landsbankinn segist ekki mega tjá sig um mál 365 Landsbankinn hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðna á Alþingi og í fjölmiðlum í gær um samskipti bankans og fjölmiðlafyrirtækisins 365. Segir bankinn að honum sé óheimilt samkvæmt lögum að tjá sig um einstök viðskipti eða málefni viðskiptamanna sinna og mun sem fyrr fylgja þeim lögum. 5.11.2008 15:38
FME segir óháða sérfræðinga komna í rannsóknarvinnu Fjármálaeftirlitið (FME) segir að hafin sé rannsóknarvinna óháðra sérfræðinga sem skilanefndir bankanna hafi fengið til liðs við sig vegna tilmæla frá FME. 5.11.2008 15:36
Össur valið markaðsfyrirtæki ársins Markaðsfyrirtæki ársins 2008 er Össur og Markaðsmaður ársins 2008 er Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri. 5.11.2008 15:09
Microsoft flytur inn ráðstefnu til landsins Farandráðstefna um vefhönnun og vefhýsingu mun hefja Evróputúr sinn á Íslandi þann 18. nóvember næstkomandi. 5.11.2008 14:31
Danir fjalla um vanda Seðlabankans vegna veðsins í FIH Danska vefsíðan business.dk fjallar um vanda Seðlabanka Íslands vegna veðsins sem bankinn á í FIH bankanum í Danmörku. Eins og kunnugt er af fréttum hér heima tók SÍ veði í FIH vegna 500 milljóna evra láns til Kaupþings skömmu fyrir gjaldþrot þess banka. 5.11.2008 13:57
Gjaldeyrismiðlun tekur nú daga í stað mínútna áður Ólafur Ottóson aðstoðarbankastjóri Sparisjóðabankans segir að gjaldeyrir sé nú aftur tekinn að streyma til viðskiptavina þeirra í gegnum Swift gátt Sparisjóðabankans. Hinsvegar gangi allt hægar og millifærslur sem tóku mínútur áður taka einn til þrjá daga nú. 5.11.2008 13:20
Íslandspóstur og Verslanir Hans Petersen hefja samstarf Verslanir Hans Petersen og Íslandspóstur hafa hafið samstarf um framköllunarþjónustu í pósthúsinu að Síðumúla. Þangað er hægt að koma með myndir í framköllun en á pósthúsinu verða til sölu vörur til sölu vörur tengdar ljósmyndum svo sem rammar, albúm, filmur, rafhlöður og fleira. 5.11.2008 12:49
Kröfuhafar í þrotabú Nyhedsavisen orðnir 160 talsins Nú liggur fyrir að kröfuhafar í þrotabú Nyhedsavisen eru orðnir 160 talsins. Skráðar kröfur nema 52 milljónum danskra kr. eða nokkuð yfir einum milljarði kr.. 5.11.2008 12:38
Skuldabréf Glitnis metin á 2% af nafnverði Uppboð á skuldatryggingum Glitnis fer fram í dag og samkvæmt frétt á Reuters mun niðurstaða uppboðsins að öllum líkindum verða sú að seljendur trygginganna verði að borga 98% af tryggðum upphæðum. Með öðrum orðum skuldabréfin eru metin á 2% af nafnverði. 5.11.2008 12:15
Nordea tekur yfir viðskiptavini Glitnis í Luxemborg Nordea bankinn í Luxemborg mun taka yfir einkabankaþjónustu Glitnis þar í landi. Þetta var tilkynnt af Nordea og skilanefnd Glitnis í Luxemborg í dag. 5.11.2008 12:02
Segir vaxtadag Seðlabankans á morgun vera óþarfan Greining Glitnis segir að vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans á morgun sé í raun óþarfur þar sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) hefur í samvinnu við ríkisstjórnina tekið við stjórnun peningamála, a.m.k tímabundið. 5.11.2008 11:19
SAS-stjóri óttast gjaldþrot Mats Jansson forstjóri SAS flugfélagsins óttast gjaldþrot en félagið rær nú lífróður eftir mjög slæmt uppgjör á þriðja ársfjórðungi. Tap félagsins á þessu tímabili nemur 2 milljörðum sænskra kr. eða hátt í 40 milljörðum kr. 5.11.2008 11:05
Marel og Bakkavör hækka í byrjun dags Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems, sem skilaði góðu uppgjöri í gær, hækkaði talsvert í Kauphöllinni í byrjun dags, eða um 3,45 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa í Bakkavör um 0,88 prósent á fyrsta stundarfjórðungi dagsins eftir tólf prósenta fall í gær. 5.11.2008 10:29
Erlendir lánardrottnar skipa í nefndir á Íslandi Á næstu vikum munu erlendir lánardrottnar bankanna hittast hér á landi, halda fundi og skipa í sérstakar lánadrottnanefndir eina fyrir hvern af bönkunum þremur. 5.11.2008 10:29
Olíuframleiðslan hjá Atlantic Petroleum eykst eftir áramót Olíuframleiðslan hjá Atlantic Petroleum mun aukast eftir áramótin þegar önnur borhola félagsins kemst í notkun á Chestnut-svæðinu. Sú fyrsta sem tekin var í notkun í byrjun september hefur þegar gefið af sér 500.000 tunnur. 5.11.2008 10:00
Kröfur aukast um opinbera rannsókn í Bretlandi vegna Íslands Kröfur um opinbera rannsókn á því hvernig bresk stjórnvöld brugðust við hruni íslensku bankanna færast í aukana á breska þinginu. Íhaldsflokkurinn gerir nú kröfu um slíka rannsókn en áður hafa Frjáslyndir demókratar gert slíka kröfu. 5.11.2008 09:31
Stærsti banki Frakklands tapaði miklu á hruni íslensku bankanna BNP Paribas, stærsti banki Frakklands, tapaði miklu á hruni íslensku bankanna. Þarf bankinn að afskrifa 83 milljónir evra vegna íslensku bankanna eða nær 13 milljörðrum kr. 5.11.2008 09:20
Tæplega 11 prósenta hækkun hráolíuverðs Verð á hráolíu hækkaði um tæp ellefu prósent í gær í kjölfar frétta um að Sádi-Arabar hefðu ákveðið að draga úr útflutningi á olíu til nokkurra viðskiptaríkja sinna. 5.11.2008 08:23
Hækkanir í Asíu Hlutabréf hækkuðu í verði á mörkuðum Asíu í morgun og telja greiningaraðilar að sigur Baracks Obama í forsetakosningunum hafi haft þar eitthvað að segja 5.11.2008 07:16
Lufthansa vill SAS fremur en Sterling Þýska flugfélagið Lufthansa mun að líkindum ekki bjóða í þrotabú Sterling-flugfélagsins heldur reyna fremur að kaupa norræna flugfélagið SAS. Frá þessu er greint á fréttavef Jótlandspóstins. 5.11.2008 06:46
Óbreyttir vextir á óvissutíma Hluti af því að endurvekja traust á hagstjórn landsins er að bankastjórn Seðlabanka Íslands víki. Þetta er samdóma álit skuggabankastjórnar Markaðarins, en hana skipa Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, og Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands. 5.11.2008 05:30
Bankahólfið: Engin þota Vart varð þverfótað fyrir einkaþotum á Reykjavíkurflugvelli á síðasta ári. Þotunum hefur nú fækkað um eina en Bakkabræður hafa losað sig við skýjafákinn. 5.11.2008 04:00
Fyrsta flugi Dreamliner frestað Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur hefur frestað fyrsta flugi Boeing 787 Dreamliner flugvélanna um óákveðinn tíma. 4.11.2008 23:18
Hreinn Loftsson kaupir Birtíng Austursel ehf sem er alfarið í eigu Hreins Loftssonar stjórnarmanns í Baugi, hefur keypt útgáfufélagið Birtíng ehf. Aðaleigandi Birtíngs fyrir þessi viðskipti voru Stoðir Invest, sem er í meirihluta eigu Gaums félags Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu. 4.11.2008 21:01
Kosningagleði á bandarískum hlutabréfamarkaði Kosningagleði smitaði út frá sér inn á hlutabréfamarkaði víða um heim í dag, ekki síst í Bandaríkjunum, og enduðu vísitölur víðast hvar í góðum plús 4.11.2008 21:00
Reyna að rifta ákvörðun stjórnar gamla Kaupþings Skömmu eftir yfirlýsingu frá fyrrverandi stjórn Kaupþings sendi nýja stjórnin frá sér yfirlýsingu. Í fyrri yfirlýsingunni kemur fram að persónulegar ábyrgðir starfsmanna vegna hlutabréfakaupa í Kaupþing hafi verið felldar niður þann 25.september sl. Nýja stjórnin segir hinsvegar að hún ætli að fá állit utanaðkomandi lögmanns um hvort ákvörðunin sé riftanleg. Þegar slík álitsgerð liggi fyrir muni stjórn bankans innheimta umræddar kröfur. 4.11.2008 18:36
Milljarðar millifærðir úr sjóðum Kaupþings fyrir þjóðnýtingu Hundrað milljarðar voru millifærðir úr sjóðum Kaupþings inn á erlenda bankareikninga skömmu áður en bankinn var þjóðnýttur. Skilanefnd bankans rannsakar nú hvort þessum fjárhæðum hafi verið skotið undan. 4.11.2008 18:32
Felldu niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna vegna hlutabréfakaupa Í tilkynningu frá fyrrverandi stjórn Kaupþings banka kemur fram að stjórnin hafi ákveðið á fundi sínum þann 25.september síðastliðinn að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna af lánum til hlutabréfakaupa í Kaupþing banka. 4.11.2008 18:16
Peningarnir ekki fengnir úr Landsbankanum Það hefur ekkert breyst varðandi eignarhald á fjölmiðlum 365 frá því á föstudag, segir Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður 365 hf og stofnandi Rauðsólar. 4.11.2008 17:39
Atorka og Bakkavör féllu í dag Gengi hlutabréfa í Atorku féll um 23,08 prósent í dag og Bakkavarar um 12,05 prósent. Þetta er eina lækkun dagsins í Kauphöllinni og dró Úrvalsvísitöluna niður. 4.11.2008 16:30
Marel skilar góðu uppgjöri á þriðja ársfjórðungi Marel skilaði 14,5 milljóna evra eða um 2,3 milljarða kr. hagnaði á þriðja ársfjórðungi ársins. Forstjórinn er ánægður með afkomu félagsins. 4.11.2008 16:17
Skuldabréf Landsbankans metin á 1,25% af nafnverði Uppboði með skuldatryggingar á skuldabréfum Landsbankans er nú lokið. Niðurstaðan varð sú að seljendu trygginganna verða að borga 98,75% af nafnverði bréfanna til þeirra sem tryggðu bréfin. Voru bréfin því metin á 1,25% af nafnverði. 4.11.2008 15:25
Samson eignarhaldsfélag gjaldþrota Það var ekkert inni í félaginu til að mæta skuldbindingum þess, segir Ásgeir Friðgeirsson. Hann er talsmaður Björgólfsfeðga sem eiga Samson. Héraðsdómur Reykjavíkur synjaði þeim í dag um áframhaldandi greiðslustöðvun. 4.11.2008 15:16