Viðskipti erlent

Ungverjar fá 2.000 milljarða frá IMF

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur ákveðið að veita Ungverjum lán að upphæð 15,7 milljarða Bandaríkjadala, sem jafngildir rúmlega tvö þúsund milljörðum króna.

Lánið er veitt til að bjarga Ungverjum úr kröppum öldudal þarlends efnahagslífs og fá þeir þegar aðgang að tæpum helmingi lánsfjárins. Heildarlán til Ungverja að meðtöldum lánveitingum Evrópusambandsins og Alþjóðabankans nema þá tæpum 26 milljörðum Bandaríkjadala sem eru rúmlega 3.300 milljarðar króna.

Úkraína fékk sitt lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í fyrradag en lánsumsókn Íslands bíður enn afgreiðslu þrátt fyrir að falast hafi verið eftir því nokkru á undan Ungverjalandi og Úkraínu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×