Fleiri fréttir

Róleg byrjun í kauphöllinni

Viðskipti hafa farið rólega af stað í kauphöllinni í morgun eftir að opnað var fyrir viðskiptin nú kl 11. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,2% og stendur í 4.887 stigum.

Sterling ræður nýjan framkvæmdarstjóra

Sterling Airlines dótturfélag Northern Travel Holding hf hefur ráðið Christian Gormsen sem framkvæmdastjóra rekstrarsviðs (COO) og tekur hann við starfinu af John Robertson. Christian mun leiða flugvéla-, áhafna- og viðhaldsdeildir félagsins og taka stöðu í framkvæmdastjórn félagsins.

Fjórir rauðir mánuðir í röð í Kauphöllinni

Úrvalsvísitalan lækkaði í febrúar, fjórða mánuðinn í röð. Fram kemur í Morgunkorni Glitnis að lækkunin í febrúar hafi numið nærri ellefu prósentum og hafa hlutabréf í Kauphöllinni lækkað um 22 prósent frá áramótum.

Klukkutíma frestun á opnun kauphallarinnar

Vegna tæknilegra örðugleika hefur ekki reynst unnt að opna markaðinn í kauphöllinni á réttum tíma í morgun. Mun opnun frestast um klukkutíma eða til kl. 11 af þessum sökum.

HSBC afskrifar 1.100 milljarða króna

Breski bankinn HSBC, einn af stærstu bönkum Evrópu, hagnaðist um 12,2 milljarða punda, jafnvirði 1.600 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er tíu prósenta aukning frá í hitteðfyrra.

Geir vill að bankarnir hægi á vexti sínum

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir í viðtali við Financial Times að hann telji að íslensku bankarnir þurfi að hægja á vexti sínum til þess að auka tiltrú alþjóðafjárfesta á íslenska hagkerfinu. Í grein Financial Times er greint frá því að tiltrú á íslensku bönkunum hafi minnkað að undanförnu vegna of mikils skuldatryggingaálags.

Innkalla næstum allar tegundir Heparin

Einungis einum degi eftir að bandaríska lyfjafyrirtækið Baxter innkallaði blóðþynningalyfið Heparin kom í ljós að einn sjúklingur til viðbótar hafði látið lífið af völdum þess.

Airbus fagnar samningi við Bandaríkin

EADS sem framleiðir Airbus farþegaþoturnar í Evrópu fagnar því að hafa gert samning við Bandaríkjastjórn um smíði eldsneytisflugvéla fyrir bandaríska herinn. Samningurinn er áfall fyrir Boeing verksmiðjurnar í Bandaríkjunum.

Er Heathrow tilbúinn fyrir flugtak?

Flugstöðvarbygging 5 á Heathrow flugvelli í London hefur kostað 285 milljarða króna og tekið 60 þúsund iðnaðarmenn sex ár í byggingu. Nú er innan við mánuður þar til fyrirhugað er að Elísabet Bretadrottning opni bygginguna. Bresku flugmálayfirvöldin BAA vonast til að flugstöðvarbyggingin muni sanna fyrir umheiminum að þau séu fær um að koma flugvellinum aftur á kortið sem góðum flugvelli.

Bílaverksmiðjum lokað vegna verkfalls í Bandaríkjunum

Skortur á varahlutum vegna verkfalls tveggja birgðasala er farið að bitna á bílaframleiðslu General Motors og Chrysler bílaframleiðendanna. GM sagði í gær að þeir myndu leggja niður starfsemi þriggja pallbílaverksmiðja í Fort Wayne í Indiana, Flint í Michican og Oshawa í Ontario, vegna skorts á varahlutum frá American Axle & Manufacturing holdings Inc.

Mannleg mistök orsökuðu rafmagnsleysi 2,5 milljón manns

Bandaríska orkufyrirtækið Florida Power and Light segir mannleg mistök hafa átt sér stað þegar meira en tvær og hálf milljón viðskiptavina þeirra urðu rafmagnslausir vegna bilunar. Tveggja síðna bráðabirgðaskýrsla var gefin út um málið þar sem sökinni er skellt á viðgerðarmann sem var að rannsaka bilaðan rofa í rafstöð vestur af Miami.

Deilur vegna samnings um eldsneytisflugvélar

Deilur hafa sprottið upp í bandaríska þinginu vegna samnings sem gerður hefur verið við evrópska flugvélaframleiðandann Airbus og Northrop Grumman um framleiðslu eldsneytisflugvéla fyrir bandaríska herinn. Þingmenn frá Washington og Kansas eru æfareiðir vegna samningsins en í ríkjum þeirra eru einmitt verksmiðjur Boeing flugvélaframleiðandans.

Olíuverð nálgast met

Verð á olíutunnu lækkaði við lok kauphallarinnar í New York í gær eftir að hafa náð hæstu hæðum fyrr um daginn. Mikil eftirspurn eftir olíu og áframhaldandi veikleiki dollarans halda verðinu háu. Tunna af léttri bandarískri hráolíu nálgaðist 103,05 dollara yfir daginn, en við lok dags var verðið komið niður í 101,72 dollara. Olíutunna frá bresku Brent olíulindunum lækkaði um 69 sent og var 100,21 dollar á tunnu.

Hrun á Wall Street

Hlutabréf í kauphöllinni á Wall Street hrundu í dag. Helsta skýringin er fréttir af metttapi AIG tryggingafélagsinssú viðvarandi ótti um meiri samdrátt í efnahagslífinu. Dow Jones vísitalan lækkaði um 2,51%. Standard & Poor lækkaði um 2,7% og Nasdaq lækkaði um 2,58%.

Bakkavör lækkaði um rúm 2,5%

Íslenska úrvalsvísitalan lækkaði um 1,18%. Mest lækkaði gengi hlutabréfa í Bakkavör Group eða um 2,52%. Century Aluminum Company lækkaði um 1,43%, FL Group um 1,15%.

Kristinn Þór Geirsson forstjóri B&L

Þann 10.mars næstkomandi verða forstjóraskipti hjá bifreiðaumboðinu B&L. Kristinn Þór Geirsson tekur við forstjórastöðunni hjá félaginu, en Erna Gísladóttir sem verið hefur forstjóri hverfur til annarra starfa.

Þrýstingur á evrópska seðlabanka að lækka vexti

Þrýstingur er á evrópska seðlabanka að lækka vexti. Vaxtaákvarðanir verða teknar í Bretlandi og víða á evrusvæðinu í næstu viku. Þetta kom fram í máli Þórðar Jónassonar, sérfræðings hjá Askar Capital, sem var gestur hjá Sindra Sindrasyni „Í lok dags.“

Hluthafar í Kaupþingi fá 14,8 milljarða í arð

Stjórn Kaupþings banka leggur til að hluthöfum verði greiddur arður að upphæð 14,8 milljarðar króna vegna rekstrarársins 2007. Þetta kemur fram í fundarboði fyrir aðalfund Kaupþings, sem haldinn verður næstkomandi föstudag.

Krónan hindrar aðkomu erlendra langtímafjárfesta

Eitt helsta vandamál íslensks fjármálamarkaðar er að ekki hefur tekist að laða að erlenda langtímafjárfesta. Þetta sagði Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþins, í erindi á málstofu BSRB um lífeyrismál.

Skellur á bandarískum hlutabréfamarkaði

Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um heil 200 stig, rúmt prósentustig við upphaf viðskiptadagsins í Bandaríkjunum í dag. Heldur blés í lækkunina eftir því sem á leið og féllu helstu vísitölurnar um 1,8 prósent að meðaltali rúmum klukkutíma síðar.

Stálkóngurinn selur sumarbústaðinn sinn

Lakshmi Mittal, indverski stáljöfurinn sem er einn ríkasti maður heims, hefur sett húsið sitt á sölu. Verðmiðinn er um 5,3 milljarðar króna en um er að ræða „sumarbústaðinn" hans í London en hann á annað hús í borginni sem er enn dýrara.

Exista afnemur starfslokasamninga til forstjóra

Samþykkt var á aðalfundi Exista í gær að við starfslok forstjóra félagsins skuli almennt ekki samið um starfslokagreiðslur umfram það sem kemur fram í ráðningarsamningi.

Straumur hækkar mest í Kauphöllinni

Gengi bréfa í Straumi hefur hækkað um tæp 1,3 prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgir gengi banka og fjármálafyrirtækja að Atlantic Petroleum undanskildu. Gengi bréfa í Landsbankanum hefur hækkað um 1,12 prósent, Existu um 1,08 prósent, Atlantic Petroleum um 0,76 prósent, í Glitni um 0,6 og Kaupþing um 0,55 prósent.

Tryggingarisi tapar 348 milljörðum króna

Bandaríski trygginga- og fjárfestingarrisinn AIG tapaði 5,3 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 348 milljörðum íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Þetta er mesta tap í sögu fyrirtækisins og langt undir væntingum markaðsaðila. Mestu munar um afskriftir fyrirtækisins á skuldabréfavafningum sem tengjast bandarískum fasteignalánum.

Actavis markaðssetur krabbameinslyf vestan hafs

Actavis hefur fengið samþykki bandarísku Matvæla- og lyfjastofnunarinnar fyrir markaðssetningu krabbameinslyfs á Bandaríkjamarkað. Lyfið er stungulyf og hefst dreifing þess nú þegar.

Börsen fjallar um lækkun Moodys

Lækkun Moody´s á lánshæfismati íslensku bankana í gær er til umfjöllunnar í viðskiptablaðinu Börsen í dag.

Seðlabankinn á að vera strangur áfram

Hagkerfið er hér sveigjanlegt en viðkvæmt fyrir viðhorfi erlendra fjárfesta, samkvæmt nýju áliti Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Ríki og sveit þurfa að taka sig á í útgjöldum og Íbúðalánasjóður þarfnast endurskoðunar.

Hagnaður Royal Bank of Scotland jókst um 18 prósent

Royal Bank of Scotland, næststærsti banki Bretlandseyja, hagnaðist um 7,3 milljarða punda, jafnvirði um 950 milljarða íslenskra króna á síðasta ári samanborið við 6,2 milljarða í hitteðfyrra.

Gitnir lokar að mestu leyti í Danmörku

Glitnir hefur ákveðið að loka skrifstofu sinni í Kaupmannahöfn og flytja stærstan hluta núverandi starfsemi sinnar í Danmörku til London og í höfuðstöðvar bankans á Íslandi.

Lánshæfismatseinkunn bankanna lækkar

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's Investors Service hefur í dag lækkað lánshæfismatseinkunn Landsbankans og Glitnis, þ.e. fyrir langtímaskuldbindingar í A2 úr Aa3 og einkunn fyrir fjárhagslegan styrk í C- úr C, eftir því sem fram kemur í tilkynningum frá bönkunum.

SPRON lækkar áfram í Kauphöllinni

Gengi bréfa í SPRON lækkaði mest allra í Kauphöll Íslands í dag eða um 6,4 prósent. Stendur gengið nú í 5,41. FL Group lækkaði næstmest, um 2,43 prósent, og Landsbankinn fylgdi þar á eftir með 2,36 prósenta lækkun.

Novator með tvo í Elisu

Samningar hafa tekist um að Novator fái tvo fulltrúa í stjórn finnska fjarskiptafyrirtækisins Elisa. Novator hefur sóst eftir stjórnarsæti um nokkurt skeið.

Nauðsynlegt að koma stöðugleika á og draga úr kostnaði

Stöðugleika íslensks efnahagslífs stafar ógn af hræringum á erlendum fjármálamörkuðum og verður það verkefni stjórnvalda á næstunni að koma á stöðugleika á nýjan leik. Upptaka evru er ekki einn af kostunum í stöðunni nú um stundir. Þetta segir í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um íslenskt efnahagslíf sem birt var í dag.

SPRON fellur um rúm tvö prósent

Gengi bréfa í SPRON féll um 2,25 prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag og stendur það í 5,65 krónum á hlut. SPRON samþykkti á aðalfundi bankans í gær að greiða helming hagnaðar síðasta árs út í arð og skýrir það lækkunina í dag.

Bjóða 260 milljarða kr. í tóbaksrisa

British American Tobacco hefur boðist til að kaupa stærsta tóbaksfyrirtæki Norðurlandanna, Scandinavisk Tobakscompagni, á 260 milljarða króna.

Formlega gengið frá samruna OMX við NASDAG

Nú hefur formlega verið gengið frá samruna OMX við NASDAG og þar með hefur stærsta kauphallarfyrirtæki í heimi litið dagsins ljós. Hið nýja nafn á fyrirtækinu verður NASDAG OMX Group. Íslenska kauphöllin er hluti af hinu nýja fyrirtæki.

Búist við að Bernanke lækki vexti frekar

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, ýjaði að því í dag að Seðlabankinn gæti lækkað stýrivexti enn frekar til þess að draga úr ótta við aukinn samdrátt í efnahagslífinu.

Eimskip hækkaði mest í dag

Eimskip hækkaði mest allra félaga í Kauphöll Íslands í dag. Félagið hækkaði um 1,23% og stendur gengi félagsins nú í 28,6. Atlantic Airways lækkaði mest eða um 4,40%.

Sjá næstu 50 fréttir