Viðskipti erlent

Bílaverksmiðjum lokað vegna verkfalls í Bandaríkjunum

Bílar settir saman í Chrysler/Daimler-Benz verksmiðjunum í Tuscaloosa í Alabama.
Bílar settir saman í Chrysler/Daimler-Benz verksmiðjunum í Tuscaloosa í Alabama. MYND/AFP

Skortur á varahlutum vegna verkfalls tveggja birgðasala er farið að bitna á bílaframleiðslu General Motors og Chrysler bílaframleiðendanna. GM sagði í gær að þeir myndu leggja niður starfsemi þriggja pallbílaverksmiðja í Fort Wayne í Indiana, Flint í Michican og Oshawa í Ontario, vegna skorts á varahlutum frá American Axle & Manufacturing holdings Inc.

Í byrjun vikunnar þurfti að hætta framleiðslu pallbíla í GM verksmiðjunni í Pontiac í Michican. Starfsmenn verksmiðjanna fjögurra eru samtals um 12 þúsund.

Verkfall Verkalýðsfélags bandaríska bifreiðaiðnaðarins skall á American Axle verksmiðjunum í Michigan og New York á þriðjudag þegar mistókst að ná samkomulagi um nýan kjarasamning.

Á sama tíma hætti Chrysler bílaframleiðslu í Windsor í Ontaríu vegna verkfalls starfsmanna TRW Automotive Inc sem selur fjöðrunarbúnað fyrir sendibifreiðar.

Lokun verksmiðjanna undirstrikar hversu fljótt spenna meðal verkamanna bílahlutabirgja fer að hafa áhrif á bifreiðaframleiðslu sem stólar á að varahlutirnir berist mjög skömmu áður en þeirra er þörf í framleiðsluferlinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×