Viðskipti innlent

Fjórir rauðir mánuðir í röð í Kauphöllinni

Þórður Friðjónsson er forstjóri Kauphallar Íslands.
Þórður Friðjónsson er forstjóri Kauphallar Íslands. MYND/GVA

Úrvalsvísitalan lækkaði í febrúar, fjórða mánuðinn í röð. Fram kemur í Morgunkorni Glitnis að lækkunin í febrúar hafi numið nærri ellefu prósentum og hafa hlutabréf í Kauphöllinni lækkað um 22 prósent frá áramótum.

Úrvalsvísitalan stendur nú í 4.887 stigum en komst í 9.000 stig um miðjan júlí áður en áhrifa lausafjárkrísunnar fór að gæta á hlutabréfamörkuðum víða um heim.

Það sama er upp á teningnum á hlutabréfamörkuðum vestanhafs en þar hafa hlutabréf líkt og hér heima lækkað fjóra mánuði í röð. Lækkun Dow Jones og S&P-hlutabréfavísitalnanna í febrúar nemur rúmlega 2,5 prósent en Nasdaq vísitalan lækkaði um 4,6 prósent í mánuðinum, segir greiningardeild Glitnis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×