Viðskipti erlent

Bjóða 260 milljarða kr. í tóbaksrisa

British American Tobacco hefur boðist til að kaupa stærsta tóbaksfyrirtæki Norðurlandanna, Scandinavisk Tobakscompagni, á 260 milljarða króna.

Scandinavisk sem framleiðir m.a. Prins sígarettur er í meirihlutaeign þriggja fjölskyldna í Danmörku sem munu fá um 65% af kaupverðinu í sína vasa.

Margir af 2.600 starfsmönnum Scandinavisk Tobakscompagni eiga hluti í fyrirtækinu eða samtals um 3%. Reikna má með að hver þeirra fái um 3 milljonir kr. að meðaltali í sinn hlut eftir söluna. Þetta samsvarar 7.100 pökkum af Prins, það er ef þær eru keyptar í Danmörku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×