Viðskipti erlent

Olíuverð nálgast met

MYND/Getty Images

Verð á olíutunnu lækkaði við lok kauphallarinnar í New York í gær eftir að hafa náð hæstu hæðum fyrr um daginn. Mikil eftirspurn eftir olíu og áframhaldandi veikleiki dollarans halda verðinu háu. Tunna af léttri bandarískri hráolíu nálgaðist 103,05 dollara yfir daginn, en við lok dags var verðið komið niður í 101,72 dollara. Olíutunna frá bresku Brent olíulindunum lækkaði um 69 sent og var 100,21 dollar á tunnu.

Verð á olíutunnu lækkaði við lok kauphallarinnar í New York í gær eftir að hafa náð hæstu hæðum fyrr um daginn. Mikil eftirspurn eftir olíu og áframhaldandi veikleiki dollarans halda verðinu háu. Tunna af léttri bandarískri hráolíu nálgaðist 103,05 dollara yfir daginn, en við lok dags var verðið komið niður í 101,72 dollara. Olíutunna frá bresku Brent olíulindunum lækkaði um 69 sent og var 100,21 dollar á tunnu.

Eftirspurn eftir olíu og öðrum vörum er mikil meðal fjárfesta vegna ótta við kreppu í Bandaríkjunum. Olíuverðið féll örlítið í lok dags eftir að Tyrkir drógu herlið sitt til baka frá norðurhluta írak þar sem þeir höfðu herjað á kúrdíska aðskilnaðarsinna.

Kaupmenn segja að fréttirnar hafi létt á alþjóðlegri pólitískri spennu sem sé einn þáttanna sem haldi olíuverði háu.

Hugo Chavez forseti Venesúela spáði því að heimsmarkaðsverð á olíu myndi áfram hækka. „Allt bendir itl að olíuverð haldi áfram að styrkjast," var haft eftir forsetanum á fréttavef BBC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×