Viðskipti erlent

Markaðir í Asíu tóku dýfu í morgun

Markaðir í Asíu hafa tekið mikla dýfu í morgun. Nikkei-vísitalan í Japan hefur lækkað um 4% og úrvalsvísitalan í Ástralíu um 3%.

Ástæðan er slæmur dagur á Wall Street á föstudag svo og að dollarinn heldur áfram að veikjast. Hefur dollarinn ekki verið veikari gagnvart jeninu í þrjú ár.

Í Taílandi eru menn hinsvegar brosmildir í dag og markaðurinn þar í góðri uppsveiflu eftir að hömlum á fjárfestingum í landinu var aflétt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×