Fleiri fréttir

Verkefni til úrlausnar

Mörg sveitarfélög búa við fjárhagsvanda eftir efnahagshrunið sem má rekja til mistaka við einkavæðingu bankanna og eftirlitsleysi með fjármálastarfi.

Þetta er landið okkar líka

Greinina, sem hér fer á eftir, skrifaði ég 1. maí 1995 til birtingar í Morgunblaðinu í tilefni af myndun nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Tveir yfirlesarar réðu mér frá að birta greinina. Ég fór að ráðum þeirra. Þegar greinin var skrifuð, hafði ríkt stöðnun í efnahagslífinu frá 1987, en samningurinn um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) hafði verið samþykktur árið áður, 1994, með 33 atkvæðum af 63 á Alþingi. Í ljósi þess, sem síðan hefur gerzt, þykir mér rétt að birta greinina nú óbreytta og leggja hana í dóm lesandans fjórtán og hálfu ári eftir að hún var skrifuð.

Stjórnin til vinstri en þjóðin á miðjunni

Kjarni málsins er sá að það er ekki nægjanlega breið pólitísk samstaða á Alþingi til þess að líklegt sé að endurreisn efnahagslífsins takist á þeim tíma sem að var stefnt. Sú framlenging sem ríkisstjórnin fór fram á við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn gæti hæglega verið upphaf að enn frekara undanhaldi.

Eftirlitshlutverk Alþingis

Íslenskt samfélag stendur á margan hátt á tímamótum. Hrun fjármálakerfisins hér á landi og ein dýpsta kreppa í íslensku efnahagslífi á síðari tímum leiðir ekki aðeins hugann að þeirri óráðsíu sem virðist hafa einkennt rekstur bankanna og margra fyrirtækja sem flugu hátt á veikburða útrásarvængjum heldur einnig að stjórnkerfinu í heild og þeim gildum sem það er reist á. Hrunið hefur enda leitt til mjög mikillar samfélagsumræðu um lýðræði og ríkisvald þar sem hlutverk Alþingis og tengsl þess við framkvæmdarvaldið hefur oft borið á góma.

Sigur í tapleik eða tap í sigurleik

Á hverju ári deyr fjöldi manns ótímabært af völdum alkóhólisma, fjölskyldur þjást og einstaklingar missa starfsþrek og samfélagslegan dug. Ungmenni tapa áttum, flosna úr skóla og tapa dýrmætum tækifærum, jafnvel lífinu sjálfu.

Framtíðarsýn borgarbúa

Í þessari viku hófust hverfafundir í borginni um nýtt aðalskipulag Reykjavíkur sem nær fram til ársins 2030 en með skipulagssýn allt til ársins 2050. Þetta er gríðarlega mikilvægt verkefni og mikið undir að vel takist til. Vinnuferlið verður ekki hin hefðbundna aðferð að setja saman og afgreiða skipulagstillögu í nefndum og ráðum borgarinnar og leita síðan eftir afstöðu borgarbúa eftir á.

Að gefa er að þiggja

„Ég vaknaði upp við það að mamma var að reyna að kyrkja mig," sagði Bianca hágrátandi þegar hún bankaði upp á hjá Hjálparsamtökunum Enza í Suður-Afríku um miðja nótt. „Ég hef engan annan stað að fara á." Bianca er 16 ára og varð ófrísk eftir hópnauðgun í fátækrahverfinu sínu í Suður-Afríku. Hún var gerð brottræk úr samfélaginu af því að staða hennar var svo mikill smánarblettur á fjölskyldunni.

Verstir í heimi?

Nú á dögunum hafði Gylfi Magnússon orð á því í erlendu blaði að íslenskir bankamenn hefðu verið þeir verstu í heimi. Fréttin á vísir.is hafði hins vegar fyrirsögnina: Íslenskir bankamenn þeir verstu í heimi. Þarna var ekki skilið á milli fortíðar og nútíðar eins og eðlilegt væri að gera. Gylfi var að tala um þá sem stýrðu bönkunum á einkavæðingartímabilinu en ekki þá sem gera það nú, hvorki stjórnendur né starfsmenn.

AGS frá Íslandi

Í þessari viku (25.-31. okt.) heldur Norðurlandaráð sinn árlega fund, nú í Stokkhólmi. Norðurlöndin hafa gefið Íslandi lánsloforð undir stjórn AGS. Nú er orðið alveg ljóst að AGS ræður ekki við verkefnið, og aðgerðir sjóðsins gera ekki annað en dýpka kreppuna á Íslandi. Attac-samtökin á Norðurlöndum telja að Norðurlöndin verði að veita Íslandi lán sem leysi AGS undan skyldum sínum hér.

Athyglisverður dómur

Þann 15. október sl. gekk dómur hjá EB-dómstólnum, mál C-263/08, beiðni um forúrskurð. Í málinu lagði Hæstiréttur Svíþjóðar fyrir dómstólinn nokkrar spurningar sem vörðuðu túlkun á tilskipun um mat á umhverfisáhrifum (85/337/EBE) með síðari breytingum, m.a. þeim sem voru gerðar með tilskipun (2003/35/EB) sem innleiðir í EB-rétt þriðju stoð Árósasamningsins um aðgang að réttlátri málsmeðferð, þ.m.t. aðgang almennings og umhverfisverndarsamtaka að endurskoðunarleiðum í stjórnsýslunni og fyrir dómstólum.

Ánægjuleg tíðindi

Þær fréttir að alvarlegum umferðarslysum hefur fækkað frá síðasta ári um tæp 17% eru mjög ánægjulegar. Sérstaklega er vert að benda á þetta því það hefur alls ekki dregið úr umferðinni, nema síður sé.

Orkulindir Íslands eru miklar

Sigmundur Einarsson skrifar grein um „Hinar miklu orkulindir Íslands" á vefritið Smuguna. Greinin er um margt ágæt í umræðunni um orkumál, en niðurstaða hennar er sú helst að ekki verði næga raforku að hafa eftir að virkjað hefur verið fyrir álver á Bakka og í Helguvík.

Markaðstorg hugmynda

Efnahagskreppan hefur verið afhjúpandi fyrir hagfræði- og viðskiptagreinar, því nú hefur reynt á margar rótgrónar og viðteknar hugmyndir. Ef vísindi eru skilgreind út frá forspárgildi þeirra ætti það að vera áhyggjuefni hversu fáir úr stétt hagfræðinga sáu hrunið fyrir.

Ódýrt og afar mikilvægt öryggistæki

Nú er skammdegið skollið á og þá er mikilvægt að allir vegfarendur séu með endurskinsmerki svo að þeir séu sem öruggastir í umferðinni. Myrkrið veldur því að ökumenn sjá oft illa í kringum sig þrátt fyrir götulýsingu og yfirleitt góð ökuljós á bifreiðum.

Er stóriðja leiðin út úr kreppunni?

Staðhæfingar án raka öðlast stundum vægi umfram inntak þeirra. Tvær slíkar staðhæfingar í umræðu um orku- og stóriðjuver eru sérstaklega varhugaverðar

Orku- og umhverfisskattar

Talsverð umræða hefur orðið um þau áform ríkisstjórnarinnar sem fram koma í fjárlagafrumvarpi 2010 að taka hér á landi upp orku- og auðlindaskatta.

Blásið til sóknar

Í dómi Hæstaréttar Íslands frá 22. október sl. (mál nr. 259/2009) er faðir dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir að misnota kynferðislega kornunga dóttur sína. Sannað þykir að hann hafi haft við hana kynferðismök önnur en samræði frá því í september 2007 til nóvember 2008. Stúlkan er fædd í maí 2005 og var því aðeins 2-3 ára meðan á brotunum stóð.

Landsbankinn og aðgengi fatlaðra

leiðaragrein Þorkels Sigurlaugssonar sem birtist í Fréttablaðinu 26. október var vakin athygli á myndbroti úr þætti þess snjalla tvíeykis Audda og Sveppa frá því föstudagskvöldið 23. október á Stöð 2. Í þættinum höfðu þeir Auddi og Sveppi reynt að komast inn í aðalútibú Landsbankans á hjólastólum á tveimur stöðum, en gengið afleitlega og verið fremur illa tekið af hálfu öryggisvarðar í bankanum.

Hvað gengur skólastjórnendum til?

Bænahald, sálmasöngur, dreifing trúarrita, samþætting skólakóra við kirkjustarf, heimsóknir presta, samskráning í skólagæslu og trúarlegt starf, kirkjuferðir, setning skóla í kirkjum og skólum lokað til að sinna fermingarstarfi.

Hver leggur meira af mörkum?

Spurt er hvort stóriðjufyrirtækin vilji leggja sitt af mörkum til að hjálpa íslensku samfélagi og þjóðarbúskap á miklum erfiðleikatímum. Tilefnið er gagnrýni á orku-, umhverfis- og auðlindaskatta sem boðaðir eru í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2010.

Um þjónustu

Halldóra Traustadóttir skrifar

Hvað dettur ykkur helst í hug þegar hugtakið „þjónusta" er nefnt? Öldrunarþjónusta, góð þjónusta á veitingastað, þjónustuver stórra fyrirtækja- og stofnana, eða…? Það er örugglega hægt að hugsa sér margs konar þjónustu sem bæta mætti við upptalninguna. En þegar t.d. þrælar vinna fyrir þrælahaldara, stunda þrælarnir þá þjónustustörf? Er hægt að kaupa sér þrælaþjónustu?

Norrænt velferðarkerfi á Íslandi IV

Guðmundur Magnússon skrifar

Guðmundur Magnússon skrifar um velferðarmál Ný hugsun, nýjar leiðir og önnur nálgun eru þau úrræði sem við höfum þegar kreppir að. Lykilhugtak á þessum tímum er SAMRÁÐ. Orð sem var gengisfellt í þensluástandinu, vegna ólöglegs samráðs.

Ingalls fjölskyldan

Dofri Hermannsson skrifar um húsnæðismál Upp úr 2000 fór húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu að hækka en tók árlegt stökk eftir að 90% húsnæðislán Framsóknar og Sjálfstæðisflokks tóku gildi 2003 og bankarnir fylgdu eftir með 90-110% húsnæðislánum sínum. Til varð stór hópur nýrra kaupenda og eftirspurn eftir lóðum jókst gríðarlega. Allir vildu byggja og selja á tvöföldum byggingarkostnaði.

Betri Reykjavík fyrir alla

Þorkell Sigurlaugsson skrifar

Í gær var Hugmyndaþing haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem fjöldi fyrirlesara og annarra þátttakenda kom sama og ræddu stefnu og framtíðarsýn höfuðborgarinnar. Áherslur borgarbúa snúast eðlilega mikið um sjálfbærni, umhverfismál og almenn lífsgæði borgarbúa. Þétta þarf byggðina og sinna betur mannlegum þörfum og lífsgæðum í stað ofuráherslu á mannvirkjagerð.

Niðurlæging þjóðar

Njörður P. Njarðvík skrifar

Það er rétt sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis­flokksins, sagði á dögunum: Þjóðin hefur verið niðurlægð. Hún hefur verið niðurlægð svo skelfilega, að hún berst nú við þrenninguna reiði, skömm og sorg. Formanni Sjálfstæðisflokksins láðist hins vegar að bæta við, að það er hans eigin flokkur sem ber meginábyrgð á niðurlægingunni. Út á þá ógæfubraut var lagt þegar sjálfstæðismenn fleygðu Þorsteini Pálssyni fyrir Davíð Oddsson.

Konur sem töggur er í

Gerður Kristný skrifar

Lætin voru svo mikil í mellunum, að þær hlupu unnvörpum um borð, ruku niður í lúkar og berháttuðu sig þar umsvifalaust, til að sýna á sér skrokkana. ... Þær voru bráðmyndarlegar stúlkur margar, nokkuð þykkvaxnar. Það er einhver töggur í þessu kvenfólki,“ segir Íslendingur nokkur um rússneskar vændiskonur í ævisögu frá áttunda áratug síðustu aldar.

Aflaráðgjöf sjómanna

Kristinn H. Gunnarsson skrifar

Hafrannsóknastofnun hefur ekki tekist að kveða niður langvarandi óánægju með veiðiráðgjöf stofnunarinnar. Vantraust sjómanna í garð stofnunarinnar hefur farið vaxandi og er svo komið að nær alger trúnaðarbrestur virðist vera milli sjómanna og stofnunarinnar. Að sönnu er vitneskja sjómanna engan veginn tæmandi né óbrigðul, en á hitt er líka að líta að þekking vísindamanna á lífríki hafsins og viðgangi fiskistofna er háð miklum takmörkunum. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar hefur reynst víðs fjarri því að vera óskeikul og sjómenn hafa gagnrýnt veigamikla þætti í rannsóknaraðferðum stofnunarinnar. Síðustu ár hafa stjórnvöld fylgt nær eingöngu ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar. Þekking og álit sjómanna hefur verið fyrir borð borið. Við þetta er ekki gott að búa. Það vantar of mikið af upplýsingum og þekkingu um fiskistofnana til þess að veiðiráðgjöf sé á nægilega traustum grunni.

Yfirtaka sjálfstæðismanna á Álftanesi

Kristján Sveinbjörnsson skrifar

Nú hefur sjálfstæðisfélagið á Álftanesi komist til valda á ný. Því er ekki úr vegi að líta um öxl og skoða hvernig sú niðurstaða fékkst. Svo virðist sem D-listinn hafi þurft nokkra mánuði til að kyngja þeirri staðreynd að flokkurinn hafi virkilega tapað kosningunum 2006.

Eru foreldrar vannýtt auðlind?

Guðrún Valdimarsdóttir skrifar

Foreldrar eru mikilvægasta breytan þegar kemur að velgengni barnanna í lífinu. Þegar foreldrar sýna barni sínu umhyggju og aðhald, taka þátt í daglegu lífi þess, sýna náminu áhuga og miðla jákvæðu viðhorfi til menntunar eru meiri líkur á að börnum líði vel, þau standi sig vel í námi og velji síður áfengi og önnur vímuefni.

Er stjórnin sek um landráð?

Jón Þór Ólafsson skrifar

Evrópusambandið er ekki aðeins efnahagssamband. ESB er erlent yfirvald með yfirráð yfir mörgum innanríkismálum aðildarríkjanna. Svo spurning vaknar hvort það séu landráð að reyna að koma Íslandi undir erlend yfirráð. Almenn hegningarlög tala um landráð í 86. gr: „Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.“

Samstarf foreldra og skóla skilar árangri

Sjöfn Þórðardóttir skrifar

Vika 43 – vímuvarnarvikan beinir nú sjónum að kannabisneyslu. Foreldrar fá þau skilaboð frá sérfræðingum í vímuvörnum að hægt sé að tala um kannabis sem vímuefni unga fólksins og mikilvægt sé að leggjast í forvarnir til að bjarga komandi kynslóðum.

Nokkur orð um döffleikhús

Margrét Pétursdóttir skrifar

Í Fréttablaðinu laugardaginn 3. október skrifaði Páll Baldvin áhugaverða grein um þann niðurskurð sem fyrirsjáanlegur er í menningarlífi okkar Íslendinga á komandi fjárlögum. Það sem vakti hins vegar athygli mína var umræða hans um fjárveitingu af fjárlögum 2009 til Draumasmiðjunnar vegna leiklistarhátíðarinnar DRAUMAR 2009.

Framtíðin

Þorsteinn Pálsson skrifar

Þótt hugmyndafræðilegur ágreiningur sé í reynd minni en látið er í veðri vaka er hann eigi að síður til staðar. Hann kemur til að mynda fram í ólíkum hugmyndum til stóriðju. Þar greinir menn á um náttúruvernd en þó öllu meir um hlutverk erlendra fjárfesta í íslenskum þjóðarbúskap.

Gegn atvinnuleysi í Reykjavík

Oddný Sturludóttir skrifar

Einn alvarlegasti fylgifiskur efnahagshrunsins sem varð á Íslandi síðasta haust er atvinnuleysið. Nú eru 14.780 þúsund einstaklingar atvinnulausir á landinu öllu, í Reykjavík voru í september 6.177 manns atvinnulausir, þar af höfðu 3.507 verið atvinnulausir í sex mánuði eða lengur. Spá borgarhagfræðings um atvinnuleysi á árinu 2010 gerir ráð fyrir 11,5% atvinnuleysi.

Hugmyndafræðin

Þorsteinn Pálsson skrifar

Stóra spurningin er þessi: Er það í raun og veru svo að þetta hugmyndafræðilega gap skilji flokka og kjósendur að? Margt bendir til að svo sé ekki í þeim mæli sem gefið er í skyn.

Ekki drepa málum á dreif

Jón Sigurðsson skrifar

Yfir þjóðina rignir blaðagreinum, sjónvarpsþáttum og bókum um bankahrunið. Innan um annað hefur ýmislegt skynsamlegt og sannfærandi verið sagt um þessa atburði. Þó mun nokkuð enn líða áður en vænta má viðhlítandi skýringa.

Kaupmátturinn og dýrðin

Brynhildur Björnsdóttir skrifar

Nú líður að jólaverslun með tilheyrandi auglýsingum, útbíuðum í jólatrjám og jólasveinum, löngu áður en það er einu sinni hægt að láta börn undir sex ára telja niður daga sem eru þrisvar sinnum fleiri en tær og fingur. Að vanda munu þrír helstu verslunar­kjarnar höfuðborgarsvæðisins keppa um hylli neytenda (hylli neytenda er einn uppáhalds­frasinn minn) með því að bjóða betri kjör, meiri söng, fleiri pipar­kökur og mörg tonn af ókeypis skyndi­jólaskapi sem verður úðað út í mengað stórborgarloftið. Við þessi árlegu tímamót er vert að skoða hvernig kjarnarnir þrír taka á móti viðskipta­vinum sínum og kunningjum.

Skrefi á undan

Svanhildur Konráðsdóttir skrifar

Reykjavíkurborg býður til Hugmyndaþings í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á sunnudaginn milli kl. 13 og 16. Hugmyndaþingið er liður í þeirri viðleitni borgarstjórnar að hvetja til aukinnar þátttöku íbúa í ákvarðanatöku og stefnumótun fyrir borgina.

Rangfærslur leiðréttar

Baldur Guðlaugsson skrifar

Fréttablaðið birti í gær frétt þess efnis að ástæður þess að Fjármálaeftirlitið hafi í sumar ákveðið að endurupptaka athugun sem lauk í maí sl. á viðskiptum mínum með hlutabréf í Landsbanka Íslands í september 2008 séu annars vegar þær að Fjármálaeftirlitið hafi komist að því að upplýsingar um yfirvofandi fall íslensku bankanna hafi í mars 2008 verið kynntar á fundi í samráðshópi ráðuneyta og stofnana sem ég átti sæti í og hins vegar fundur sem ég sat ásamt fleiri fulltrúum Íslands með fjármálaráðherra Breta haustið 2008.

Endurreisn eða annað hrun?

Eygló Harðardóttir skrifar

Í stjórnarsáttmála Samfylkingar og VG segir: „Íslenskur sjávarútvegur mun gegna lykilhlutverki við þá endurreisn atvinnulífsins sem fram undan er. Það er því afar mikilvægt að skapa greininni bestu rekstrarskilyrði sem völ er á og treysta þannig rekstrargrundvöllinn til langs tíma, en jafnframt verði leitað sátta um stjórn fiskveiða.“ Í kjölfarið segir að áætlun um innköllun og endurráðstöfun aflaheimilda taki gildi í upphafi næsta fiskveiðiárs, hinn 1. september 2010.

Kirkjunni ber að vera öruggt skjól

Prestar skrifar

Í bréfi til Biskups Íslands, dagsettu 12. september 2009, frá sex starfandi prestum og fjórum prestum sem hættir eru störfum er gagnrýnd sú ákvörðun að færa sóknarprestinn á Selfossi til í starfi. Þar er einkum byggt á þeim rökum að með því sé ekki farið eftir þeim lögum sem í landinu ríkja og þar af leiðandi verði til fordæmi á þá leið að auðvelt gæti reynst að koma presti úr embætti með jafnvel tilefnislausum ákærum. Við lýsum okkur ósammála þessu bréfi og þeirri röksemdafærslu sem þar birtist.

Fólk í fréttum?

Þurý Björk Björgvinsdóttir skrifar

Fimmtudaginn 15. október stofnaði ég hóp á Facebook sem ber nafnið Burt með slúðurfréttirnar af Vísi.is. Hef ég á stuttum tíma fengið miklar og góðar viðtökur en þegar þetta er ritað eru alls 724 meðlimir í hópnum og fjölgar þar stöðugt. Það er deginum ljósara að ég er ekki ein um þær skoðanir sem hér á eftir fara.

Hættuleg meinloka

Tryggvi Agnarsson skrifar

Sú alvarlega meinloka virðist nú ríkjandi meðal ýmissa ráðamanna þjóðarinnar og hjá ríkis­bönkunum að alls ekki megi koma skuldugum fyrirtækjum til hjálpar með niðurfærslum eða afskriftum skulda nema nýir eigendur taki fyrst við rekstri þeirra.

Aðstandendur sjúklinga

Kolbrún Ýrr Ronaldsdóttir skrifar

Að vera aðstandandi sjúklings með lífshættulegan sjúkdóm er krefjandi. Enginn getur verið almennilega undirbúinn undir það að fjölskyldumeðlimur greinist með slíkan sjúkdóm. Ákveðið ferli fer í gang og í sumum tilfellum hefst það á skjótri reiði; mikil óvissa myndast, vitneskja um sjúkdóminn og lífslíkur eru kannski ekki miklar og forgangsröðun í lífinu gjörbreytist.

Sjá næstu 50 greinar