AGS frá Íslandi 30. október 2009 06:00 Í þessari viku (25.-31. okt.) heldur Norðurlandaráð sinn árlega fund, nú í Stokkhólmi. Norðurlöndin hafa gefið Íslandi lánsloforð undir stjórn AGS. Nú er orðið alveg ljóst að AGS ræður ekki við verkefnið, og aðgerðir sjóðsins gera ekki annað en dýpka kreppuna á Íslandi. Attac-samtökin á Norðurlöndum telja að Norðurlöndin verði að veita Íslandi lán sem leysi AGS undan skyldum sínum hér. Nýfrjálshyggjan hóf sigurgöngu sína fyrir rúmlega þrem áratugum. Alfrjálsir fjármálamarkaðir voru drifkraftur þessarar útþenslu. Hagvöxtur á forsendum nýfrjálshyggjunnar byggði á takmarkalausri skuldsetningu einstaklinga og fyrirtækja vegna offramboðs á lánsfé. Kerfi þetta náði endimörkum sínum í hrunadansi banka og fjármálastofnana á árunum 2007 og 2008. Með hruni fjármálamarkaðanna gekk AGS því í endurnýjaða lífdaga fyrir forgöngu þeirra sem hafa völdin á efnahagssviðinu, þrátt fyrir að þeir hefðu sjálfir lagt drögin að hruninu, og þrátt fyrir að sjóðnum hefði mistekist í öllum yfirlýstum markmiðum sínum: tryggja efnahagslegan stöðugleika og koma í veg fyrir kreppur, stuðla að hagvexti og draga úr fátækt. Sú ríkisstjórn sem var við völd á Íslandi þegar kreppan skall á af fullum þunga leitaði ásjár AGS. Sett var upp endurreisnaráætlun fyrir landið undir stjórn AGS, en með kröfum Englands og Hollands um að láta íslenska skattgreiðendur greiða mun meira af skuldum bankanna en kveðið er á um í reglum ESB um tryggingarsjóði. Gamalkunnir fylgifiskar fylgdu aðkomu hans, hávaxtastefna sem gagnast erlendum fjármagnseigendum en drepur niður innlendan atvinnurekstur, niðurskurður í velferðarmálum, gengishrun, uppsagnir opinberra starfsmanna. Allt þetta eykur á kreppuna/samdráttinn, vandamál heimilanna og atvinnuleysið og drepur samfélagið í dróma. Hugmynd AGS er endurreisn efnahagslífsins drifin áfram með erlendri skuldsetningu og erlendu fjármagni. Þar sem valkosti skortir, valkosti sem raunar eru fyrir hendi og hafa meðal annars verið lagðir fram af kreppunefnd SÞ (Stiglitz-nefndin), eru íslensk stjórnvöld þvinguð til að fylgja stefnu AGS í því augnamiði að endurheimta traust fjármálamarkaða heimsins. Mikill þrýstingur er á stjórnvöld að grípa ekki til neinna þeirra ráðstafana, hvort sem er í skattamálum eða umhverfismálum, sem styggt gætu erlenda fjárfesta. Norðurlöndin hafa samþykkt að leggja Íslendingum lið í endurreisnarstarfinu undir handleiðslu AGS með lánsloforðum. Norrænu Attac-samtökin telja að Norðurlöndin ættu að sneiða hjá AGS, og veita frekar tvíhliða stuðning. Þessi lánafyrirgreiðsla ætti að vera í samræmi við þarfir landsmanna en ekki þarfir alþjóðlegra fjármálamarkaða. Til að losna undan þrýstingi og hótunum þeirra þarfnast Íslendingar allra tiltækra bandamanna, vinveittra þjóða, hreyfinga og einstaklinga. Endurreisn undir stjórn AGS er Íslendingum ekki í hag. AGS frá Íslandi! Noregur gæti núna hjálpað Íslandi með afgerandi hætti. Noregur á nægt fé. Með því að bjóða fram lítinn hluta olíusjóðsins væri hægt að losa Ísland undan hinum fáránlegu skilyrðum sem AGS þröngvar upp á landið. Lítil hætta er á að peningarnir fáist ekki greiddir, því sá hluti hins íslenska efnahagslífs sem er utan fjármálageirans, hinn „raunverulegi" efnahagur, hefur gefið af sér öruggan arð allt fram að hruni. Þessi hluti íslensks hagkerfis hefur staðið af sér óveðrið og mun gefa áfram arð, ef komið verður í veg fyrir að AGS sendi reikninginn fyrir hrunið til almennra Íslendinga. Við verðum að byggja upp samfélag, grundvallað á gildum eins og félagslegu réttlæti, efnahagslegum stöðugleika og sjálfbærri þróun, um allan heim og í öllum samfélögum. Við samþykkjum ekki áframhaldandi forræði nýfrjálshyggjunnar, og við megum ekki samþykkja afturhvarf til óbreytts ástands á komandi árum. Endurreisn undir stjórn AGS er Íslendingum ekki í hag. AGS frá Íslandi! Emilie Ekeberg er formaður Attac Norge og Árni Daníel Júlíusson er talsmaður Attac á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Í þessari viku (25.-31. okt.) heldur Norðurlandaráð sinn árlega fund, nú í Stokkhólmi. Norðurlöndin hafa gefið Íslandi lánsloforð undir stjórn AGS. Nú er orðið alveg ljóst að AGS ræður ekki við verkefnið, og aðgerðir sjóðsins gera ekki annað en dýpka kreppuna á Íslandi. Attac-samtökin á Norðurlöndum telja að Norðurlöndin verði að veita Íslandi lán sem leysi AGS undan skyldum sínum hér. Nýfrjálshyggjan hóf sigurgöngu sína fyrir rúmlega þrem áratugum. Alfrjálsir fjármálamarkaðir voru drifkraftur þessarar útþenslu. Hagvöxtur á forsendum nýfrjálshyggjunnar byggði á takmarkalausri skuldsetningu einstaklinga og fyrirtækja vegna offramboðs á lánsfé. Kerfi þetta náði endimörkum sínum í hrunadansi banka og fjármálastofnana á árunum 2007 og 2008. Með hruni fjármálamarkaðanna gekk AGS því í endurnýjaða lífdaga fyrir forgöngu þeirra sem hafa völdin á efnahagssviðinu, þrátt fyrir að þeir hefðu sjálfir lagt drögin að hruninu, og þrátt fyrir að sjóðnum hefði mistekist í öllum yfirlýstum markmiðum sínum: tryggja efnahagslegan stöðugleika og koma í veg fyrir kreppur, stuðla að hagvexti og draga úr fátækt. Sú ríkisstjórn sem var við völd á Íslandi þegar kreppan skall á af fullum þunga leitaði ásjár AGS. Sett var upp endurreisnaráætlun fyrir landið undir stjórn AGS, en með kröfum Englands og Hollands um að láta íslenska skattgreiðendur greiða mun meira af skuldum bankanna en kveðið er á um í reglum ESB um tryggingarsjóði. Gamalkunnir fylgifiskar fylgdu aðkomu hans, hávaxtastefna sem gagnast erlendum fjármagnseigendum en drepur niður innlendan atvinnurekstur, niðurskurður í velferðarmálum, gengishrun, uppsagnir opinberra starfsmanna. Allt þetta eykur á kreppuna/samdráttinn, vandamál heimilanna og atvinnuleysið og drepur samfélagið í dróma. Hugmynd AGS er endurreisn efnahagslífsins drifin áfram með erlendri skuldsetningu og erlendu fjármagni. Þar sem valkosti skortir, valkosti sem raunar eru fyrir hendi og hafa meðal annars verið lagðir fram af kreppunefnd SÞ (Stiglitz-nefndin), eru íslensk stjórnvöld þvinguð til að fylgja stefnu AGS í því augnamiði að endurheimta traust fjármálamarkaða heimsins. Mikill þrýstingur er á stjórnvöld að grípa ekki til neinna þeirra ráðstafana, hvort sem er í skattamálum eða umhverfismálum, sem styggt gætu erlenda fjárfesta. Norðurlöndin hafa samþykkt að leggja Íslendingum lið í endurreisnarstarfinu undir handleiðslu AGS með lánsloforðum. Norrænu Attac-samtökin telja að Norðurlöndin ættu að sneiða hjá AGS, og veita frekar tvíhliða stuðning. Þessi lánafyrirgreiðsla ætti að vera í samræmi við þarfir landsmanna en ekki þarfir alþjóðlegra fjármálamarkaða. Til að losna undan þrýstingi og hótunum þeirra þarfnast Íslendingar allra tiltækra bandamanna, vinveittra þjóða, hreyfinga og einstaklinga. Endurreisn undir stjórn AGS er Íslendingum ekki í hag. AGS frá Íslandi! Noregur gæti núna hjálpað Íslandi með afgerandi hætti. Noregur á nægt fé. Með því að bjóða fram lítinn hluta olíusjóðsins væri hægt að losa Ísland undan hinum fáránlegu skilyrðum sem AGS þröngvar upp á landið. Lítil hætta er á að peningarnir fáist ekki greiddir, því sá hluti hins íslenska efnahagslífs sem er utan fjármálageirans, hinn „raunverulegi" efnahagur, hefur gefið af sér öruggan arð allt fram að hruni. Þessi hluti íslensks hagkerfis hefur staðið af sér óveðrið og mun gefa áfram arð, ef komið verður í veg fyrir að AGS sendi reikninginn fyrir hrunið til almennra Íslendinga. Við verðum að byggja upp samfélag, grundvallað á gildum eins og félagslegu réttlæti, efnahagslegum stöðugleika og sjálfbærri þróun, um allan heim og í öllum samfélögum. Við samþykkjum ekki áframhaldandi forræði nýfrjálshyggjunnar, og við megum ekki samþykkja afturhvarf til óbreytts ástands á komandi árum. Endurreisn undir stjórn AGS er Íslendingum ekki í hag. AGS frá Íslandi! Emilie Ekeberg er formaður Attac Norge og Árni Daníel Júlíusson er talsmaður Attac á Íslandi.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun