Athyglisverður dómur 30. október 2009 06:00 Þann 15. október sl. gekk dómur hjá EB-dómstólnum, mál C-263/08, beiðni um forúrskurð. Í málinu lagði Hæstiréttur Svíþjóðar fyrir dómstólinn nokkrar spurningar sem vörðuðu túlkun á tilskipun um mat á umhverfisáhrifum (85/337/EBE) með síðari breytingum, m.a. þeim sem voru gerðar með tilskipun (2003/35/EB) sem innleiðir í EB-rétt þriðju stoð Árósasamningsins um aðgang að réttlátri málsmeðferð, þ.m.t. aðgang almennings og umhverfisverndarsamtaka að endurskoðunarleiðum í stjórnsýslunni og fyrir dómstólum. Málið, sem var til meðferðar fyrir Hæstarétti Svíþjóðar, varðaði kæru fámennra og staðbundinna umhverfisverndarsamtaka á frávísun yfirumhverfisdómstóls en samtökin höfðu kært útgáfu leyfis fyrir matsskylda framkvæmd. Yfirumhverfisdómstóllinn vísaði málinu frá á þeim grundvelli að umhverfisverndarsamtökin uppfylltu ekki lögbundin skilyrði fyrir aðild. Samkvæmt sænskum lögum gátu samtökin hins vegar komið að athugasemdum á meðan leyfisveitingin var undirbúin, þ.m.t. mat á umhverfisáhrifum. Í 13. gr. 16. kafla sænska umhverfisbálksins 1998:808, með síðari breytingum, eru lögfest ákveðin skilyrði sem umhverfisverndarsamtök verða að uppfylla svo þau geti fengið ákveðin leyfi til framkvæmda endurskoðuð af umhverfisdómstól, eftir atvikum yfirumhverfisdómstól eða Hæstarétti Svíþjóðar. Skilyrðin eru að tilgangur samtakanna sé umhverfisvernd, að þau hafi verið virk í Svíþjóð í a.m.k. þrjú ár, og að félagsmenn séu a.m.k. 2000. Hæstiréttur Svíþjóðar beindi m.a. þeirri spurningu til EB-dómstólsins hvort ríki gæti innleitt tilskipun 85/337/EBE með þeim hætti að fámenn, staðbundin umhverfisverndarsamtök hefðu rétt til þess að taka þátt í undirbúningi ákvörðunar án þess að eiga rétt á að fá endanlega ákvörðun (leyfi) endurskoðað þegar þeirri málsmeðferð lyki. Í stuttu máli svaraði EB-dómstóllinn fyrrgreindri spurningu þannig að réttur til þess að taka þátt í undirbúningi ákvörðunar kæmi ekki í stað þess réttar að geta fengið ákvörðunina sjálfa endurskoðaða þegar hún lægi endanlega fyrir. Jafnframt sagði EB-dómstóllinn að 10. gr. a í tilskipun 85/337/EBE útilokaði ákvæði í landsrétti sem einvörðungu heimilaði umhverfisverndarsamtökum með a.m.k. 2000 félagsmenn að áfrýja ákvörðun (endanlegt leyfi) vegna matsskyldrar framkvæmdar. Þótt niðurstaða EB-dómstólsins sé ekki að öllu leyti skýr hefur hún a.m.k. í för með sér að breyta verður ofangreindu skilyrði um lágmarksfjölda félagsmanna. Sennilega verður að lögfesta annað og matskenndara skilyrði eða fella það niður með öllu. Tilskipun 2003/35/EB er ekki hluti af Samningi um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningur) og þ.a.l. hefur hún ekki verið sérstaklega innleidd í íslenskan rétt. Samt sem áður er rétt að skoða þau skilyrði sem umhverfisverndarsamtök verða að uppfylla hér á landi svo þau geti skotið ákveðnum ákvörðunum, þ.m.t. tilteknum leyfum fyrir matsskyldar framkvæmdir, til æðra stjórnvalds. Skilyrðin eru að samtökin eigi varnarþing á Íslandi, að tilgangur samtakanna sé að gæta þeirra hagsmuna sem kæran lýtur að og félagsmenn séu 30 eða fleiri. Ekki verður fjallað hér um hvort varnarþingsskilyrðið stenst EES-samninginn almennt séð eða jafnræðisreglu. Hins vegar er staðan sú samkvæmt íslenskum rétti að öllum er heimilt að taka þátt í málsmeðferð mats á umhverfisáhrifum (undirbúningur ákvörðunar) og allir geta gert athugasemdir við framlagða frummatsskýrslu. Þeir sem ekki eiga einstaklingsbundna hagsmuni samkvæmt íslenskum rétti eiga ekki möguleika á að kæra ákvörðun (endanlegt leyfi) nema að ganga í umhverfisverndarsamtök og þá eiga samtökin hagsmuni lögum samkvæmt ef þau uppfylla ofangreind skilyrði. Jafnframt getur sú staða hæglega komið upp hér á landi að fámenn staðbundin umhverfisverndarsamtök taki þátt í undirbúningi ákvörðunar en hafi hins vegar ekki rétt til þess að kæra endanlega ákvörðun til æðra stjórnvalds vegna þess að skilyrðið um fjölda félagsmanna er ekki uppfyllt. Þótt tilskipun 2003/35/EB sé ekki hluti af EES-samningnum og strangt tiltekið beri Íslandi ekki að taka tillit til ofangreindrar niðurstöðu EB-dómstólsins ætti samt sem áður að endurskoða skilyrðin sem umhverfisverndarsamtök hér á landi verða að uppfylla svo þau geti skotið ákveðnum ákvörðunum til æðra stjórnvalds. Jafnframt ætti án tafar að ganga frá fullgildingu Árósasamningsins. Höfundur er prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Þann 15. október sl. gekk dómur hjá EB-dómstólnum, mál C-263/08, beiðni um forúrskurð. Í málinu lagði Hæstiréttur Svíþjóðar fyrir dómstólinn nokkrar spurningar sem vörðuðu túlkun á tilskipun um mat á umhverfisáhrifum (85/337/EBE) með síðari breytingum, m.a. þeim sem voru gerðar með tilskipun (2003/35/EB) sem innleiðir í EB-rétt þriðju stoð Árósasamningsins um aðgang að réttlátri málsmeðferð, þ.m.t. aðgang almennings og umhverfisverndarsamtaka að endurskoðunarleiðum í stjórnsýslunni og fyrir dómstólum. Málið, sem var til meðferðar fyrir Hæstarétti Svíþjóðar, varðaði kæru fámennra og staðbundinna umhverfisverndarsamtaka á frávísun yfirumhverfisdómstóls en samtökin höfðu kært útgáfu leyfis fyrir matsskylda framkvæmd. Yfirumhverfisdómstóllinn vísaði málinu frá á þeim grundvelli að umhverfisverndarsamtökin uppfylltu ekki lögbundin skilyrði fyrir aðild. Samkvæmt sænskum lögum gátu samtökin hins vegar komið að athugasemdum á meðan leyfisveitingin var undirbúin, þ.m.t. mat á umhverfisáhrifum. Í 13. gr. 16. kafla sænska umhverfisbálksins 1998:808, með síðari breytingum, eru lögfest ákveðin skilyrði sem umhverfisverndarsamtök verða að uppfylla svo þau geti fengið ákveðin leyfi til framkvæmda endurskoðuð af umhverfisdómstól, eftir atvikum yfirumhverfisdómstól eða Hæstarétti Svíþjóðar. Skilyrðin eru að tilgangur samtakanna sé umhverfisvernd, að þau hafi verið virk í Svíþjóð í a.m.k. þrjú ár, og að félagsmenn séu a.m.k. 2000. Hæstiréttur Svíþjóðar beindi m.a. þeirri spurningu til EB-dómstólsins hvort ríki gæti innleitt tilskipun 85/337/EBE með þeim hætti að fámenn, staðbundin umhverfisverndarsamtök hefðu rétt til þess að taka þátt í undirbúningi ákvörðunar án þess að eiga rétt á að fá endanlega ákvörðun (leyfi) endurskoðað þegar þeirri málsmeðferð lyki. Í stuttu máli svaraði EB-dómstóllinn fyrrgreindri spurningu þannig að réttur til þess að taka þátt í undirbúningi ákvörðunar kæmi ekki í stað þess réttar að geta fengið ákvörðunina sjálfa endurskoðaða þegar hún lægi endanlega fyrir. Jafnframt sagði EB-dómstóllinn að 10. gr. a í tilskipun 85/337/EBE útilokaði ákvæði í landsrétti sem einvörðungu heimilaði umhverfisverndarsamtökum með a.m.k. 2000 félagsmenn að áfrýja ákvörðun (endanlegt leyfi) vegna matsskyldrar framkvæmdar. Þótt niðurstaða EB-dómstólsins sé ekki að öllu leyti skýr hefur hún a.m.k. í för með sér að breyta verður ofangreindu skilyrði um lágmarksfjölda félagsmanna. Sennilega verður að lögfesta annað og matskenndara skilyrði eða fella það niður með öllu. Tilskipun 2003/35/EB er ekki hluti af Samningi um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningur) og þ.a.l. hefur hún ekki verið sérstaklega innleidd í íslenskan rétt. Samt sem áður er rétt að skoða þau skilyrði sem umhverfisverndarsamtök verða að uppfylla hér á landi svo þau geti skotið ákveðnum ákvörðunum, þ.m.t. tilteknum leyfum fyrir matsskyldar framkvæmdir, til æðra stjórnvalds. Skilyrðin eru að samtökin eigi varnarþing á Íslandi, að tilgangur samtakanna sé að gæta þeirra hagsmuna sem kæran lýtur að og félagsmenn séu 30 eða fleiri. Ekki verður fjallað hér um hvort varnarþingsskilyrðið stenst EES-samninginn almennt séð eða jafnræðisreglu. Hins vegar er staðan sú samkvæmt íslenskum rétti að öllum er heimilt að taka þátt í málsmeðferð mats á umhverfisáhrifum (undirbúningur ákvörðunar) og allir geta gert athugasemdir við framlagða frummatsskýrslu. Þeir sem ekki eiga einstaklingsbundna hagsmuni samkvæmt íslenskum rétti eiga ekki möguleika á að kæra ákvörðun (endanlegt leyfi) nema að ganga í umhverfisverndarsamtök og þá eiga samtökin hagsmuni lögum samkvæmt ef þau uppfylla ofangreind skilyrði. Jafnframt getur sú staða hæglega komið upp hér á landi að fámenn staðbundin umhverfisverndarsamtök taki þátt í undirbúningi ákvörðunar en hafi hins vegar ekki rétt til þess að kæra endanlega ákvörðun til æðra stjórnvalds vegna þess að skilyrðið um fjölda félagsmanna er ekki uppfyllt. Þótt tilskipun 2003/35/EB sé ekki hluti af EES-samningnum og strangt tiltekið beri Íslandi ekki að taka tillit til ofangreindrar niðurstöðu EB-dómstólsins ætti samt sem áður að endurskoða skilyrðin sem umhverfisverndarsamtök hér á landi verða að uppfylla svo þau geti skotið ákveðnum ákvörðunum til æðra stjórnvalds. Jafnframt ætti án tafar að ganga frá fullgildingu Árósasamningsins. Höfundur er prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun