Rangfærslur leiðréttar Baldur Guðlaugsson skrifar 22. október 2009 06:00 Fréttablaðið birti í gær frétt þess efnis að ástæður þess að Fjármálaeftirlitið hafi í sumar ákveðið að endurupptaka athugun sem lauk í maí sl. á viðskiptum mínum með hlutabréf í Landsbanka Íslands í september 2008 séu annars vegar þær að Fjármálaeftirlitið hafi komist að því að upplýsingar um yfirvofandi fall íslensku bankanna hafi í mars 2008 verið kynntar á fundi í samráðshópi ráðuneyta og stofnana sem ég átti sæti í og hins vegar fundur sem ég sat ásamt fleiri fulltrúum Íslands með fjármálaráðherra Breta haustið 2008. Má skilja frétt blaðsins á þann veg að það hafi ekki verið fyrr en í sumar, eftir að athugun Fjármálaeftirlitsins á umræddum hlutabréfaviðskiptum lauk, sem Fjármálaeftirlitið komst á snoðir um tilvist umrædds samráðshóps og um umræddan fund með fjármálaráðherra Breta! Af þessu tilefni skal eftirfarandi tekið fram : 1. Tilvist umrædds samráðshóps var ekki meira leyndarmál en það að um hann hafði verið gert samkomulag milli þriggja ráðuneyta, Seðlabanka og Fjármálaeftirlits sem greint var frá opinberlega á sínum tíma og var raunar að finna á heimasíðu forsætisráðuneytisins. Fjármálaeftirlitið átti sem sé aðild að samráðshópnum og þekkti því frá fyrstu hendi það sem þar fór fram. Samráðshópnum var ekki ætlað neitt eftirlits- eða stjórnsýsluhlutverk og þar voru ekki kynnt nein gögn um rekstur eða útlán einstakra banka. 2. Það er alrangt að samráðshópnum hafi í mars 2008 verið kynnt skýrsla erlends fjármálastöðugleikasérfræðings um yfirvofandi fall bankanna. Sú skýrsla sem væntanlega er átt við var unnin í framhaldi af norrænni viðlagaæfingu á sviði fjármálastöðugleika haustið 2007 sem Ísland tók þátt í, en slíkar æfingar fóru reglubundið fram víða um lönd og má líkja við nokkurs konar flugslysaæfingar. Umrædd skýrsla var af þessum meiði, þ.e. upplistun sviðsmynda um hugsanlega birtingarmynd og áhrif mögulegra erfiðleika hjá íslensku bönkunum. Skýrslan var kunn samráðshópnum og þar með Fjármálaeftirlitinu. Við athugun Fjármálaeftirlitsins var beinlínis horft til þeirra upplýsinga sem ég hefði haft vegna setu í umræddum samráðshópi. 3. Um fáa fundi sem ég hef setið hefur meira verið fjallað opinberlega en fund þáverandi viðskiptaráðherra og nokkurra íslenskra embættismanna með fjármálaráðherra Breta í byrjun september 2008. Er því varla hægt að ætla Fjármálaeftirlitinu það að því hafi ekki verið kunnugt um umræddan fund fyrr en sumarið 2009, ekki síst þar sem fulltrúi þeirra sat fundinn! Margoft hefur komið fram að á þessum fundi var ekkert rætt um fjárhagsstöðu Landsbankans. Höfundur er ráðuneytisstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið birti í gær frétt þess efnis að ástæður þess að Fjármálaeftirlitið hafi í sumar ákveðið að endurupptaka athugun sem lauk í maí sl. á viðskiptum mínum með hlutabréf í Landsbanka Íslands í september 2008 séu annars vegar þær að Fjármálaeftirlitið hafi komist að því að upplýsingar um yfirvofandi fall íslensku bankanna hafi í mars 2008 verið kynntar á fundi í samráðshópi ráðuneyta og stofnana sem ég átti sæti í og hins vegar fundur sem ég sat ásamt fleiri fulltrúum Íslands með fjármálaráðherra Breta haustið 2008. Má skilja frétt blaðsins á þann veg að það hafi ekki verið fyrr en í sumar, eftir að athugun Fjármálaeftirlitsins á umræddum hlutabréfaviðskiptum lauk, sem Fjármálaeftirlitið komst á snoðir um tilvist umrædds samráðshóps og um umræddan fund með fjármálaráðherra Breta! Af þessu tilefni skal eftirfarandi tekið fram : 1. Tilvist umrædds samráðshóps var ekki meira leyndarmál en það að um hann hafði verið gert samkomulag milli þriggja ráðuneyta, Seðlabanka og Fjármálaeftirlits sem greint var frá opinberlega á sínum tíma og var raunar að finna á heimasíðu forsætisráðuneytisins. Fjármálaeftirlitið átti sem sé aðild að samráðshópnum og þekkti því frá fyrstu hendi það sem þar fór fram. Samráðshópnum var ekki ætlað neitt eftirlits- eða stjórnsýsluhlutverk og þar voru ekki kynnt nein gögn um rekstur eða útlán einstakra banka. 2. Það er alrangt að samráðshópnum hafi í mars 2008 verið kynnt skýrsla erlends fjármálastöðugleikasérfræðings um yfirvofandi fall bankanna. Sú skýrsla sem væntanlega er átt við var unnin í framhaldi af norrænni viðlagaæfingu á sviði fjármálastöðugleika haustið 2007 sem Ísland tók þátt í, en slíkar æfingar fóru reglubundið fram víða um lönd og má líkja við nokkurs konar flugslysaæfingar. Umrædd skýrsla var af þessum meiði, þ.e. upplistun sviðsmynda um hugsanlega birtingarmynd og áhrif mögulegra erfiðleika hjá íslensku bönkunum. Skýrslan var kunn samráðshópnum og þar með Fjármálaeftirlitinu. Við athugun Fjármálaeftirlitsins var beinlínis horft til þeirra upplýsinga sem ég hefði haft vegna setu í umræddum samráðshópi. 3. Um fáa fundi sem ég hef setið hefur meira verið fjallað opinberlega en fund þáverandi viðskiptaráðherra og nokkurra íslenskra embættismanna með fjármálaráðherra Breta í byrjun september 2008. Er því varla hægt að ætla Fjármálaeftirlitinu það að því hafi ekki verið kunnugt um umræddan fund fyrr en sumarið 2009, ekki síst þar sem fulltrúi þeirra sat fundinn! Margoft hefur komið fram að á þessum fundi var ekkert rætt um fjárhagsstöðu Landsbankans. Höfundur er ráðuneytisstjóri.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar