Rangfærslur leiðréttar Baldur Guðlaugsson skrifar 22. október 2009 06:00 Fréttablaðið birti í gær frétt þess efnis að ástæður þess að Fjármálaeftirlitið hafi í sumar ákveðið að endurupptaka athugun sem lauk í maí sl. á viðskiptum mínum með hlutabréf í Landsbanka Íslands í september 2008 séu annars vegar þær að Fjármálaeftirlitið hafi komist að því að upplýsingar um yfirvofandi fall íslensku bankanna hafi í mars 2008 verið kynntar á fundi í samráðshópi ráðuneyta og stofnana sem ég átti sæti í og hins vegar fundur sem ég sat ásamt fleiri fulltrúum Íslands með fjármálaráðherra Breta haustið 2008. Má skilja frétt blaðsins á þann veg að það hafi ekki verið fyrr en í sumar, eftir að athugun Fjármálaeftirlitsins á umræddum hlutabréfaviðskiptum lauk, sem Fjármálaeftirlitið komst á snoðir um tilvist umrædds samráðshóps og um umræddan fund með fjármálaráðherra Breta! Af þessu tilefni skal eftirfarandi tekið fram : 1. Tilvist umrædds samráðshóps var ekki meira leyndarmál en það að um hann hafði verið gert samkomulag milli þriggja ráðuneyta, Seðlabanka og Fjármálaeftirlits sem greint var frá opinberlega á sínum tíma og var raunar að finna á heimasíðu forsætisráðuneytisins. Fjármálaeftirlitið átti sem sé aðild að samráðshópnum og þekkti því frá fyrstu hendi það sem þar fór fram. Samráðshópnum var ekki ætlað neitt eftirlits- eða stjórnsýsluhlutverk og þar voru ekki kynnt nein gögn um rekstur eða útlán einstakra banka. 2. Það er alrangt að samráðshópnum hafi í mars 2008 verið kynnt skýrsla erlends fjármálastöðugleikasérfræðings um yfirvofandi fall bankanna. Sú skýrsla sem væntanlega er átt við var unnin í framhaldi af norrænni viðlagaæfingu á sviði fjármálastöðugleika haustið 2007 sem Ísland tók þátt í, en slíkar æfingar fóru reglubundið fram víða um lönd og má líkja við nokkurs konar flugslysaæfingar. Umrædd skýrsla var af þessum meiði, þ.e. upplistun sviðsmynda um hugsanlega birtingarmynd og áhrif mögulegra erfiðleika hjá íslensku bönkunum. Skýrslan var kunn samráðshópnum og þar með Fjármálaeftirlitinu. Við athugun Fjármálaeftirlitsins var beinlínis horft til þeirra upplýsinga sem ég hefði haft vegna setu í umræddum samráðshópi. 3. Um fáa fundi sem ég hef setið hefur meira verið fjallað opinberlega en fund þáverandi viðskiptaráðherra og nokkurra íslenskra embættismanna með fjármálaráðherra Breta í byrjun september 2008. Er því varla hægt að ætla Fjármálaeftirlitinu það að því hafi ekki verið kunnugt um umræddan fund fyrr en sumarið 2009, ekki síst þar sem fulltrúi þeirra sat fundinn! Margoft hefur komið fram að á þessum fundi var ekkert rætt um fjárhagsstöðu Landsbankans. Höfundur er ráðuneytisstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið birti í gær frétt þess efnis að ástæður þess að Fjármálaeftirlitið hafi í sumar ákveðið að endurupptaka athugun sem lauk í maí sl. á viðskiptum mínum með hlutabréf í Landsbanka Íslands í september 2008 séu annars vegar þær að Fjármálaeftirlitið hafi komist að því að upplýsingar um yfirvofandi fall íslensku bankanna hafi í mars 2008 verið kynntar á fundi í samráðshópi ráðuneyta og stofnana sem ég átti sæti í og hins vegar fundur sem ég sat ásamt fleiri fulltrúum Íslands með fjármálaráðherra Breta haustið 2008. Má skilja frétt blaðsins á þann veg að það hafi ekki verið fyrr en í sumar, eftir að athugun Fjármálaeftirlitsins á umræddum hlutabréfaviðskiptum lauk, sem Fjármálaeftirlitið komst á snoðir um tilvist umrædds samráðshóps og um umræddan fund með fjármálaráðherra Breta! Af þessu tilefni skal eftirfarandi tekið fram : 1. Tilvist umrædds samráðshóps var ekki meira leyndarmál en það að um hann hafði verið gert samkomulag milli þriggja ráðuneyta, Seðlabanka og Fjármálaeftirlits sem greint var frá opinberlega á sínum tíma og var raunar að finna á heimasíðu forsætisráðuneytisins. Fjármálaeftirlitið átti sem sé aðild að samráðshópnum og þekkti því frá fyrstu hendi það sem þar fór fram. Samráðshópnum var ekki ætlað neitt eftirlits- eða stjórnsýsluhlutverk og þar voru ekki kynnt nein gögn um rekstur eða útlán einstakra banka. 2. Það er alrangt að samráðshópnum hafi í mars 2008 verið kynnt skýrsla erlends fjármálastöðugleikasérfræðings um yfirvofandi fall bankanna. Sú skýrsla sem væntanlega er átt við var unnin í framhaldi af norrænni viðlagaæfingu á sviði fjármálastöðugleika haustið 2007 sem Ísland tók þátt í, en slíkar æfingar fóru reglubundið fram víða um lönd og má líkja við nokkurs konar flugslysaæfingar. Umrædd skýrsla var af þessum meiði, þ.e. upplistun sviðsmynda um hugsanlega birtingarmynd og áhrif mögulegra erfiðleika hjá íslensku bönkunum. Skýrslan var kunn samráðshópnum og þar með Fjármálaeftirlitinu. Við athugun Fjármálaeftirlitsins var beinlínis horft til þeirra upplýsinga sem ég hefði haft vegna setu í umræddum samráðshópi. 3. Um fáa fundi sem ég hef setið hefur meira verið fjallað opinberlega en fund þáverandi viðskiptaráðherra og nokkurra íslenskra embættismanna með fjármálaráðherra Breta í byrjun september 2008. Er því varla hægt að ætla Fjármálaeftirlitinu það að því hafi ekki verið kunnugt um umræddan fund fyrr en sumarið 2009, ekki síst þar sem fulltrúi þeirra sat fundinn! Margoft hefur komið fram að á þessum fundi var ekkert rætt um fjárhagsstöðu Landsbankans. Höfundur er ráðuneytisstjóri.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun