Hugmyndafræðin Þorsteinn Pálsson skrifar 24. október 2009 06:00 Stóra spurningin er þessi: Er það í raun og veru svo að þetta hugmyndafræðilega gap skilji flokka og kjósendur að? Margt bendir til að svo sé ekki í þeim mæli sem gefið er í skyn. Skýrasta vísbendingin lýtur að norræna velferðarhugtakinu. Við myndun ríkisstjórnarinnar var það gert að eins konar tákni um afgerandi pólitísk umskipti. Það var kynnt sem nýjung í íslenskri pólitík. Í því var ennfremur fólgið mikið fyrirheit um að nú ætti að færa þjóðfélagið frá hægri til vinstri. Þegar betur er að gáð er norræna velferðarkerfið málamiðlun ólíkra stjórnmálaflokka sem í tímans rás hafa færst nær miðjunni. Hér á Íslandi varð Sjálfstæðisflokkurinn til að mynda miklu stærri en hægriflokkar á Norðurlöndum fyrir þá sök að Ólafur Thors gerði strax í öndverðu innanflokks málamiðlun milli athafnafrelsis og velferðar að norrænum hætti. Þegar ríkisstjórnin kynnti norræna velferðarhugtakið til sögunnar sem nýmæli hefðu forystumenn Sjálfstæðisflokksins því allt eins getað sagt: Eins og talað út úr okkar hjarta. Með öðrum orðum: Það er löngu liðin tíð að norræna velferðarhugtakið sé merkimiði til vinstri. Þvert á móti: Það hefur í áratugi verið ímynd sameiningar en ekki sundrungar í íslenskum stjórnmálum. Annað dæmi um pólitíska samloðun: Við stjórnarmyndunina féllust forystumenn VG á að gera endurreisnaráætlunina sem Sjálfstæðisflokkurinn vann með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að grundvelli stefnunnar í efnahags- og ríkisfjármálum. Atburðir síðustu vikna benda að vísu til að óvíst sé að bakland VG hafi úthald til að bregða í svo veigamiklum atriðum frá grundvallarstefnu flokksins. Á hinn veginn sýnir sú staðreynd að forystumenn VG gengust inn á þennan grundvöll að hugmyndafræðilega gjáin í íslenskum stjórnmálum er ekki jafn djúp og breið og virðist við fyrstu sýn. Þeirri ímynd er haldið á lofti fremur til að treysta völd en að ryðja framfaramálum braut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Stóra spurningin er þessi: Er það í raun og veru svo að þetta hugmyndafræðilega gap skilji flokka og kjósendur að? Margt bendir til að svo sé ekki í þeim mæli sem gefið er í skyn. Skýrasta vísbendingin lýtur að norræna velferðarhugtakinu. Við myndun ríkisstjórnarinnar var það gert að eins konar tákni um afgerandi pólitísk umskipti. Það var kynnt sem nýjung í íslenskri pólitík. Í því var ennfremur fólgið mikið fyrirheit um að nú ætti að færa þjóðfélagið frá hægri til vinstri. Þegar betur er að gáð er norræna velferðarkerfið málamiðlun ólíkra stjórnmálaflokka sem í tímans rás hafa færst nær miðjunni. Hér á Íslandi varð Sjálfstæðisflokkurinn til að mynda miklu stærri en hægriflokkar á Norðurlöndum fyrir þá sök að Ólafur Thors gerði strax í öndverðu innanflokks málamiðlun milli athafnafrelsis og velferðar að norrænum hætti. Þegar ríkisstjórnin kynnti norræna velferðarhugtakið til sögunnar sem nýmæli hefðu forystumenn Sjálfstæðisflokksins því allt eins getað sagt: Eins og talað út úr okkar hjarta. Með öðrum orðum: Það er löngu liðin tíð að norræna velferðarhugtakið sé merkimiði til vinstri. Þvert á móti: Það hefur í áratugi verið ímynd sameiningar en ekki sundrungar í íslenskum stjórnmálum. Annað dæmi um pólitíska samloðun: Við stjórnarmyndunina féllust forystumenn VG á að gera endurreisnaráætlunina sem Sjálfstæðisflokkurinn vann með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að grundvelli stefnunnar í efnahags- og ríkisfjármálum. Atburðir síðustu vikna benda að vísu til að óvíst sé að bakland VG hafi úthald til að bregða í svo veigamiklum atriðum frá grundvallarstefnu flokksins. Á hinn veginn sýnir sú staðreynd að forystumenn VG gengust inn á þennan grundvöll að hugmyndafræðilega gjáin í íslenskum stjórnmálum er ekki jafn djúp og breið og virðist við fyrstu sýn. Þeirri ímynd er haldið á lofti fremur til að treysta völd en að ryðja framfaramálum braut.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar