Sigur í tapleik eða tap í sigurleik 30. október 2009 06:00 Á hverju ári deyr fjöldi manns ótímabært af völdum alkóhólisma, fjölskyldur þjást og einstaklingar missa starfsþrek og samfélagslegan dug. Ungmenni tapa áttum, flosna úr skóla og tapa dýrmætum tækifærum, jafnvel lífinu sjálfu. Fíknisjúkdómurinn er þjóðfélagsmein sem fer vaxandi um allan hin vestræna heim. Íslendingar hafa lengi staðið fremstir þjóða í meðhöndlun á áfengis- og vímuefnasýki en nú kann að verða breyting þar á. Fyrir liggur að þjónustusamningur ríkisins við SÁÁ verður skertur um 70 milljónir fyrir árið 2010 miðað við fast verðlag. Útilokað er að halda uppi núverandi þjónustustigi gangi áform heilbrigðisráðherra eftir. Í kjölfar kreppunnar dróst sjálfsaflafé SÁÁ verulega saman, styrkir fyrirtækja þurrkuðust nánast út á einni nóttu og framlag ríkisins til Sjúkrahússins Vogs var skorið niður um 3,4% fyrir yfirstandandi ár. Fyrsti skellurinn var því stór, tugir milljóna, og brást SÁÁ strax við til að verja meðferðina sjálfa og fór í umfangsmikinn sársaukafullan niðurskurð. Öllum steinum var velt við, allar hugsanlegar leiðir voru nýttar til hagræðingar og sparnaðar, starfsfólki var fækkað verulega og dregið úr nauðsynlegu viðhaldi fasteigna. Öll áhersla var lögð á að halda gæðum og umfangi meðferðarinnar óbreyttu, starfsfólkið sem eftir er hefur því tekið á sig aukið álag og umtalsverða tekjuskerðingu. Allir hugsandi menn hafa samúð með fjárlaganefnd og þingmönnum öllum, því aldrei fyrr í sögu lýðveldisins hefur meira mætt á skynsemi fjárlaganefndar og siðgæðisþreki þingsins. Þjóðin hefur ekki þurft að draga seglin jafn mikið saman milli ára síðan sögur hófust. Engum er alveg sama um hvar og hvernig skera skal og allir eru á móti flötum niðurskurði. Skynsamt fólk veit að á samdráttartímum þarf að forgangsraða og sumt er ekki hægt að spara því að stundargróðinn getur á augabragði umhverfst í andstæðu sína. Þannig er því varið ef hætt er að meðhöndla virka áfengis- og fíkniefnasjúklinga. Samkvæmt tölum frá NIDA (The National Institute on Drug Abuse) sem er stofnun í bandaríska heilbrigðisráðuneytinu, fást tólf dollarar til baka fyrir hvern einn sem fjárfestur er í meðferð við áfengis- og fíkniefnasjúkdómnum, vegna sparnaðar á afleiddum kostnaði þjóðfélagsins er hlýst af virkum fíknisjúkdómi. Ætla má að mjög svipað hlutfall gildi hjá okkur. 70 milljóna króna niðurskurður á meðferðinni á Vogi getur því jafngilt 840 milljóna tapi fyrir þjóðfélagið í heild þegar upp er staðið. Höfum við efni á því, mér er spurn, hvað heldur þú? Stór hluti þessa afleidda kostnaðar er ótímabær dauðsföll, því er nauðsyn að ráðamenn svari þessari siðferðislegu spurningu: Hvert eiga dauðsjúkir einstaklinga að leita sem koma á næstunni að læstum dyrum í heilbrigðiskerfinu vegna fjárskorts? Við Íslendingar segjum allir sem einn: Nei, við viljum ekki skera niður aðgengi, þjónustu og endurhæfingu þeirra sem þurfa á aðstoð heilbrigðiskerfisins að halda. Hjá okkur í SÁÁ hefur hagræðing þegar farið fram, hér er varla nokkur möguleiki á ýtarlegri tiltekt, það eina sem blasir við okkur er að skerða aðgengi og þjónustu við fólk sem er lífshættulega sjúkt, verði þjónustusamningurinn ekki virtur. Allir Íslendingar eru sammála um að það gengur ekki að neita fársjúku fólki um læknisaðstoð. Þess vegna þarf fjárveitingarvaldið að taka sig saman í andlitinu og hætta við að skerða nýgerðan þjónustusamning við SÁÁ. Höfundur er félagi í SÁÁ og starfar sem áfengisráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Á hverju ári deyr fjöldi manns ótímabært af völdum alkóhólisma, fjölskyldur þjást og einstaklingar missa starfsþrek og samfélagslegan dug. Ungmenni tapa áttum, flosna úr skóla og tapa dýrmætum tækifærum, jafnvel lífinu sjálfu. Fíknisjúkdómurinn er þjóðfélagsmein sem fer vaxandi um allan hin vestræna heim. Íslendingar hafa lengi staðið fremstir þjóða í meðhöndlun á áfengis- og vímuefnasýki en nú kann að verða breyting þar á. Fyrir liggur að þjónustusamningur ríkisins við SÁÁ verður skertur um 70 milljónir fyrir árið 2010 miðað við fast verðlag. Útilokað er að halda uppi núverandi þjónustustigi gangi áform heilbrigðisráðherra eftir. Í kjölfar kreppunnar dróst sjálfsaflafé SÁÁ verulega saman, styrkir fyrirtækja þurrkuðust nánast út á einni nóttu og framlag ríkisins til Sjúkrahússins Vogs var skorið niður um 3,4% fyrir yfirstandandi ár. Fyrsti skellurinn var því stór, tugir milljóna, og brást SÁÁ strax við til að verja meðferðina sjálfa og fór í umfangsmikinn sársaukafullan niðurskurð. Öllum steinum var velt við, allar hugsanlegar leiðir voru nýttar til hagræðingar og sparnaðar, starfsfólki var fækkað verulega og dregið úr nauðsynlegu viðhaldi fasteigna. Öll áhersla var lögð á að halda gæðum og umfangi meðferðarinnar óbreyttu, starfsfólkið sem eftir er hefur því tekið á sig aukið álag og umtalsverða tekjuskerðingu. Allir hugsandi menn hafa samúð með fjárlaganefnd og þingmönnum öllum, því aldrei fyrr í sögu lýðveldisins hefur meira mætt á skynsemi fjárlaganefndar og siðgæðisþreki þingsins. Þjóðin hefur ekki þurft að draga seglin jafn mikið saman milli ára síðan sögur hófust. Engum er alveg sama um hvar og hvernig skera skal og allir eru á móti flötum niðurskurði. Skynsamt fólk veit að á samdráttartímum þarf að forgangsraða og sumt er ekki hægt að spara því að stundargróðinn getur á augabragði umhverfst í andstæðu sína. Þannig er því varið ef hætt er að meðhöndla virka áfengis- og fíkniefnasjúklinga. Samkvæmt tölum frá NIDA (The National Institute on Drug Abuse) sem er stofnun í bandaríska heilbrigðisráðuneytinu, fást tólf dollarar til baka fyrir hvern einn sem fjárfestur er í meðferð við áfengis- og fíkniefnasjúkdómnum, vegna sparnaðar á afleiddum kostnaði þjóðfélagsins er hlýst af virkum fíknisjúkdómi. Ætla má að mjög svipað hlutfall gildi hjá okkur. 70 milljóna króna niðurskurður á meðferðinni á Vogi getur því jafngilt 840 milljóna tapi fyrir þjóðfélagið í heild þegar upp er staðið. Höfum við efni á því, mér er spurn, hvað heldur þú? Stór hluti þessa afleidda kostnaðar er ótímabær dauðsföll, því er nauðsyn að ráðamenn svari þessari siðferðislegu spurningu: Hvert eiga dauðsjúkir einstaklinga að leita sem koma á næstunni að læstum dyrum í heilbrigðiskerfinu vegna fjárskorts? Við Íslendingar segjum allir sem einn: Nei, við viljum ekki skera niður aðgengi, þjónustu og endurhæfingu þeirra sem þurfa á aðstoð heilbrigðiskerfisins að halda. Hjá okkur í SÁÁ hefur hagræðing þegar farið fram, hér er varla nokkur möguleiki á ýtarlegri tiltekt, það eina sem blasir við okkur er að skerða aðgengi og þjónustu við fólk sem er lífshættulega sjúkt, verði þjónustusamningurinn ekki virtur. Allir Íslendingar eru sammála um að það gengur ekki að neita fársjúku fólki um læknisaðstoð. Þess vegna þarf fjárveitingarvaldið að taka sig saman í andlitinu og hætta við að skerða nýgerðan þjónustusamning við SÁÁ. Höfundur er félagi í SÁÁ og starfar sem áfengisráðgjafi.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun