Gegn atvinnuleysi í Reykjavík Oddný Sturludóttir skrifar 24. október 2009 06:00 Einn alvarlegasti fylgifiskur efnahagshrunsins sem varð á Íslandi síðasta haust er atvinnuleysið. Nú eru 14.780 þúsund einstaklingar atvinnulausir á landinu öllu, í Reykjavík voru í september 6.177 manns atvinnulausir, þar af höfðu 3.507 verið atvinnulausir í sex mánuði eða lengur. Spá borgarhagfræðings um atvinnuleysi á árinu 2010 gerir ráð fyrir 11,5% atvinnuleysi. Atvinnuleysi er böl þeirra sem fyrir því verða og samfélagsins alls. Að ráða bug á því er erfitt viðfangsefni sem krefst samstillts átaks margra. Hlutverk stjórnvalda er vitanlega fyrst og fremst að skapa efnahagslegt jafnvægi svo atvinnulífið nái sér á strik á nýjan leik en ekki má gleyma að sinna þeim þúsundum sem eru án atvinnu í dag. Sérstakur atvinnumálahópur hefur starfað á vettvangi borgarstjórnar og fylgst með þróun atvinnuleysis og undirrituð tók við stjórn hans í júní síðastliðnum. Stærsta verkefni hans er að miðla upplýsingum til borgarstjórnar um þróun atvinnuleysis og vinna leiðbeinandi viðmið við gerð fjárhagsáætlunar sem snúa að því að lágmarka áhrif atvinnuleysis á ólíka hópa samfélagsins.Hversu mörg störf skapar hver króna?Það er sérstaklega mikilvægt að borgarfulltrúar staldri við hverja einustu krónu sem fer til framkvæmda og verkefna á vegum borgarinnar og spyrji sig: Hversu mörg störf skapar hún? Í þessum anda eru ofangreind viðmið. Mikið verk hefur verið unnið af hálfu hins opinbera til að sporna gegn neikvæðum afleiðingum atvinnuleysis, bæði af hálfu ríkis og sveitarfélaga. En ekki síst hafa ótal verkefni sprottið upp síðastliðið ár á vettvangi stéttarfélaga, grasrótarsamtaka, háskólanna, símenntunar- og fræðsluaðila í formi námskeiða, virkniverkefna og ráðgjafar. Samvinna, samstarf og samhæfingMín skoðun er hins vegar sú að verk sé að vinna þegar kemur að samvinnu. Atvinnuleysið er af slíkri stærðargráðu á Íslandi að það er algjört forgangsmál að þétta raðirnar, stilla strengi og samhæfa aðgerðir. Nú er fjármagn af skornum skammti. Þar af leiðandi ríður á að leita allra hugsanlegra leiða til að nýta sem best þá fjármuni, þekkingu, aðstöðu, og mannafla sem þegar er til staðar. Gæfuríkt spor væri að ríki og borg geri með sér nokkurs konar sáttmála um að nýta allar sínar bjargir, hvort sem um þekkingu, mannafla eða aðstöðu er að ræða. TangarsóknVið höfum vítin til að varast þau. Nærtækasta dæmið er Finnland, en reynsla þeirra sýnir að sú kynslóð sem verst fór út úr efnahagslægðinni í Finnlandi á árunum "91-"93 var unga kynslóðin sem festist í djúpum sporum atvinnuleysis í upphafi starfsferils síns. Afleiðingarnar voru skelfilegar fyrir stóran hóp fólks. Það er víðtæk skoðun fræðimanna sem rannsakað hafa samfélög sem glímt hafa við mikið atvinnuleysi að afleiðingar þess verða alvarlegri því yngra sem fólk er.Glíman við atvinnuleysið er þess eðlis að blása þarf til tangarsóknar. Hverri krónu sem varið er til ráðgjafar, starfsþjálfunarúrræða og virkniverkefna er vel varið. Það er sameiginlegt verkefni samfélagsins alls að aðstoða atvinnuleitendur á Íslandi enda eru félagslegar afleiðingar atvinnuleysis margþættar. Veraldleg áhrif eru augljós og birtast í víðtækum efnahagslegum erfiðleikum. Andleg áhrif atvinnuleysis eru lágt sjálfsmat, kvíði og depurð. Einstaklingur sem ekki hefur atvinnu og nýtir sér ekki menntunarúrræði, ráðgjöf eða námskeið bíður þess oft ekki bætur. Það er fórnarkostnaður sem má fyrir alla muni aldrei komast á gjalddaga.Höfundur er borgarfulltrúi og formaður atvinnumálahóps borgarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Einn alvarlegasti fylgifiskur efnahagshrunsins sem varð á Íslandi síðasta haust er atvinnuleysið. Nú eru 14.780 þúsund einstaklingar atvinnulausir á landinu öllu, í Reykjavík voru í september 6.177 manns atvinnulausir, þar af höfðu 3.507 verið atvinnulausir í sex mánuði eða lengur. Spá borgarhagfræðings um atvinnuleysi á árinu 2010 gerir ráð fyrir 11,5% atvinnuleysi. Atvinnuleysi er böl þeirra sem fyrir því verða og samfélagsins alls. Að ráða bug á því er erfitt viðfangsefni sem krefst samstillts átaks margra. Hlutverk stjórnvalda er vitanlega fyrst og fremst að skapa efnahagslegt jafnvægi svo atvinnulífið nái sér á strik á nýjan leik en ekki má gleyma að sinna þeim þúsundum sem eru án atvinnu í dag. Sérstakur atvinnumálahópur hefur starfað á vettvangi borgarstjórnar og fylgst með þróun atvinnuleysis og undirrituð tók við stjórn hans í júní síðastliðnum. Stærsta verkefni hans er að miðla upplýsingum til borgarstjórnar um þróun atvinnuleysis og vinna leiðbeinandi viðmið við gerð fjárhagsáætlunar sem snúa að því að lágmarka áhrif atvinnuleysis á ólíka hópa samfélagsins.Hversu mörg störf skapar hver króna?Það er sérstaklega mikilvægt að borgarfulltrúar staldri við hverja einustu krónu sem fer til framkvæmda og verkefna á vegum borgarinnar og spyrji sig: Hversu mörg störf skapar hún? Í þessum anda eru ofangreind viðmið. Mikið verk hefur verið unnið af hálfu hins opinbera til að sporna gegn neikvæðum afleiðingum atvinnuleysis, bæði af hálfu ríkis og sveitarfélaga. En ekki síst hafa ótal verkefni sprottið upp síðastliðið ár á vettvangi stéttarfélaga, grasrótarsamtaka, háskólanna, símenntunar- og fræðsluaðila í formi námskeiða, virkniverkefna og ráðgjafar. Samvinna, samstarf og samhæfingMín skoðun er hins vegar sú að verk sé að vinna þegar kemur að samvinnu. Atvinnuleysið er af slíkri stærðargráðu á Íslandi að það er algjört forgangsmál að þétta raðirnar, stilla strengi og samhæfa aðgerðir. Nú er fjármagn af skornum skammti. Þar af leiðandi ríður á að leita allra hugsanlegra leiða til að nýta sem best þá fjármuni, þekkingu, aðstöðu, og mannafla sem þegar er til staðar. Gæfuríkt spor væri að ríki og borg geri með sér nokkurs konar sáttmála um að nýta allar sínar bjargir, hvort sem um þekkingu, mannafla eða aðstöðu er að ræða. TangarsóknVið höfum vítin til að varast þau. Nærtækasta dæmið er Finnland, en reynsla þeirra sýnir að sú kynslóð sem verst fór út úr efnahagslægðinni í Finnlandi á árunum "91-"93 var unga kynslóðin sem festist í djúpum sporum atvinnuleysis í upphafi starfsferils síns. Afleiðingarnar voru skelfilegar fyrir stóran hóp fólks. Það er víðtæk skoðun fræðimanna sem rannsakað hafa samfélög sem glímt hafa við mikið atvinnuleysi að afleiðingar þess verða alvarlegri því yngra sem fólk er.Glíman við atvinnuleysið er þess eðlis að blása þarf til tangarsóknar. Hverri krónu sem varið er til ráðgjafar, starfsþjálfunarúrræða og virkniverkefna er vel varið. Það er sameiginlegt verkefni samfélagsins alls að aðstoða atvinnuleitendur á Íslandi enda eru félagslegar afleiðingar atvinnuleysis margþættar. Veraldleg áhrif eru augljós og birtast í víðtækum efnahagslegum erfiðleikum. Andleg áhrif atvinnuleysis eru lágt sjálfsmat, kvíði og depurð. Einstaklingur sem ekki hefur atvinnu og nýtir sér ekki menntunarúrræði, ráðgjöf eða námskeið bíður þess oft ekki bætur. Það er fórnarkostnaður sem má fyrir alla muni aldrei komast á gjalddaga.Höfundur er borgarfulltrúi og formaður atvinnumálahóps borgarinnar.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar